Gott fyrir egóið að verja víti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 09:00 Björgvin Páll Gústavsson og vítaskotin sem hann er búinn að verja. vísir Björgvin Páll Gústavsson hefur farið mjög vel af stað á HM. Varið eins og berserkur á köflum og hjálpað liðinu mikið í erfiðri baráttu. Aron Rafn leysti Björgvin síðan vel af hólmi í síðasta leik þannig að markvarðaparið er sátt við sína vinnu það sem af er móti. „Tölurnar tala sínu máli. Ég held við séum að fá á okkur 25 mörk að meðaltali í leik. Það er frekar óvenjulegt miðað við íslenska handboltalandsliðið. Við erum að standa góða vörn en erum að fá á okkur mörk úr hraðaupphlaupum út af tæknifeilum í sókninni,“ segir hinn viðkunnanlegi Björgvin Páll er við setjumst niður á hóteli landsliðsins í Metz.Varnarleikurinn frábær „Varnarleikurinn hefur verið frábær og strákarnir eiga hrós skilið fyrir sitt framlag þar. Bjarki kom til að mynda frábærlega inn í leikinn gegn Túnis sem var skemmtilegt. Svo var geggjað að sjá Aron koma í markið fyrir mig og skila svona góðum leik.“ Það eru engin læti og stress í Björgvini. Hann er búinn að gera þetta allt saman áður og það leynir sér aldrei hvað hann hefur gaman af því að spila á stórmótum. Markverðirnir vinna mikið saman milli leikja við að kortleggja andstæðinga. Það er ekki eitthvað eitt sem þeir hafa áhyggjur af því mörkin koma víða að. „Þetta er búið að vera mjög mismunandi milli leikja. Ég lenti til að mynda í veseni með örvhentu skyttuna hjá Túnis. Hann hélt þeim inni í leiknum. Það hefur verið eini veiki bletturinn hjá mér í leikjunum hingað til. Annars hefur það verið dreift hvaðan mörkin eru að koma. Það er enginn einn stór hausverkur núna,“ segir Björgvin en íslenskir markverðir hafa oft átt í vandræðum með að verja úr hornum en það hefur aðeins breyst.graf/fréttablaðiðVinna sálfræðistríðið Björgvin hefur verið frábær í vítaköstum á mótinu og er búinn að verja sex víti nú þegar. Það er áhugavert að hann sé að bæta sig í þeim tölfræðiflokki fjórða stórmótið í röð. „Það er hluti af undirbúningnum að skoða vítaköstin. Svo er það geðveikin á punktinum og að vinna sálfræðistríðið. Það er alltaf gaman að verja víti en það telur jafn mikið og hinir boltarnir. Það er þó betra fyrir egóið að verja víti og þetta hefur verið að ganga vel hjá mér núna,“ segir Björgvin og brosir nokkuð yfir þessari umræðu. Honum finnst greinilega fátt skemmtilegra en að verja víti og vítaskyttur andstæðinganna eru klárlega orðnar hræddar við hann. „Ég held að það sé alveg klárt. Það er svo margt við vítaköstin. Kannski er maður kaldur en ef maður nær að verja víti þá kviknar aftur á manni. Við erum sáttir við hvernig hefur gengið og við Aron ætlum að halda áfram á sömu braut.“Mæta lakasta liði riðilsins í dag Í dag spila strákarnir við Angóla sem er klárlega lakasta liðið í riðlinum. Þennan leik á Ísland að vinna en það þarf þó vissulega að hafa fyrir því. „Það er á stefnuskránni að verja fleiri bolta þar. Þetta eru leikir sem eru áskorun fyrir markverði. Þetta eru óútreiknanlegir leikmenn. Þeir eru villtir og það er oft erfitt fyrir okkur og leikgreiningin okkar er erfiðari fyrir svona leik. Þeir gera ýmislegt sem manni dettur ekki í hug að þeir geri. Það verður áskorun að verjast þeim,“ segir Björgvin og bætir við að liðið stilli dagskránni upp þannig að þeir séu að keppa í bikarkeppni. Þeir séu staddir í 64-liða úrslitum gegn Angóla. „Svo förum við í 32-liða úrslit og svo framvegis. Við verðum að vinna þessa leiki og ætlum að gera það. Þá verðum við að vera með hausinn í lagi. Mótið er búið að vera lengra en það lítur úr fyrir að vera þar sem leikirnir hafa verið hrikalega erfiðir.“ HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Björgvin Páll: Erum lið sem lifir á tilfinningum og geðveiki Björgvin Páll Gústavsson var frábær í fyrri hálfleik í kvöld og var þá með rúmlega 50 prósenta markvörslu og varði þá meðal annars þrjú vítaköst. 12. janúar 2017 22:00 „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Þriðja sætið enn möguleiki fyrir Ísland þökk sé Slóvenum Slóvenía sýndi sparihliðarnar í stórsigri á Makedóníu sem gerði mikið fyrir strákana okkar. 16. janúar 2017 18:12 Íslenska leyndarmálinu uppljóstrað: „Hefðum aldrei fengið silfur á ÓL án Bogdan og Boris“ Sænsk dagblað leitaði að leyndarmálinu á bakvið velgengni íslenska handboltans en tveir íslenskir þjálfarar mætast í kvöld. 16. janúar 2017 19:45 Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson hefur farið mjög vel af stað á HM. Varið eins og berserkur á köflum og hjálpað liðinu mikið í erfiðri baráttu. Aron Rafn leysti Björgvin síðan vel af hólmi í síðasta leik þannig að markvarðaparið er sátt við sína vinnu það sem af er móti. „Tölurnar tala sínu máli. Ég held við séum að fá á okkur 25 mörk að meðaltali í leik. Það er frekar óvenjulegt miðað við íslenska handboltalandsliðið. Við erum að standa góða vörn en erum að fá á okkur mörk úr hraðaupphlaupum út af tæknifeilum í sókninni,“ segir hinn viðkunnanlegi Björgvin Páll er við setjumst niður á hóteli landsliðsins í Metz.Varnarleikurinn frábær „Varnarleikurinn hefur verið frábær og strákarnir eiga hrós skilið fyrir sitt framlag þar. Bjarki kom til að mynda frábærlega inn í leikinn gegn Túnis sem var skemmtilegt. Svo var geggjað að sjá Aron koma í markið fyrir mig og skila svona góðum leik.“ Það eru engin læti og stress í Björgvini. Hann er búinn að gera þetta allt saman áður og það leynir sér aldrei hvað hann hefur gaman af því að spila á stórmótum. Markverðirnir vinna mikið saman milli leikja við að kortleggja andstæðinga. Það er ekki eitthvað eitt sem þeir hafa áhyggjur af því mörkin koma víða að. „Þetta er búið að vera mjög mismunandi milli leikja. Ég lenti til að mynda í veseni með örvhentu skyttuna hjá Túnis. Hann hélt þeim inni í leiknum. Það hefur verið eini veiki bletturinn hjá mér í leikjunum hingað til. Annars hefur það verið dreift hvaðan mörkin eru að koma. Það er enginn einn stór hausverkur núna,“ segir Björgvin en íslenskir markverðir hafa oft átt í vandræðum með að verja úr hornum en það hefur aðeins breyst.graf/fréttablaðiðVinna sálfræðistríðið Björgvin hefur verið frábær í vítaköstum á mótinu og er búinn að verja sex víti nú þegar. Það er áhugavert að hann sé að bæta sig í þeim tölfræðiflokki fjórða stórmótið í röð. „Það er hluti af undirbúningnum að skoða vítaköstin. Svo er það geðveikin á punktinum og að vinna sálfræðistríðið. Það er alltaf gaman að verja víti en það telur jafn mikið og hinir boltarnir. Það er þó betra fyrir egóið að verja víti og þetta hefur verið að ganga vel hjá mér núna,“ segir Björgvin og brosir nokkuð yfir þessari umræðu. Honum finnst greinilega fátt skemmtilegra en að verja víti og vítaskyttur andstæðinganna eru klárlega orðnar hræddar við hann. „Ég held að það sé alveg klárt. Það er svo margt við vítaköstin. Kannski er maður kaldur en ef maður nær að verja víti þá kviknar aftur á manni. Við erum sáttir við hvernig hefur gengið og við Aron ætlum að halda áfram á sömu braut.“Mæta lakasta liði riðilsins í dag Í dag spila strákarnir við Angóla sem er klárlega lakasta liðið í riðlinum. Þennan leik á Ísland að vinna en það þarf þó vissulega að hafa fyrir því. „Það er á stefnuskránni að verja fleiri bolta þar. Þetta eru leikir sem eru áskorun fyrir markverði. Þetta eru óútreiknanlegir leikmenn. Þeir eru villtir og það er oft erfitt fyrir okkur og leikgreiningin okkar er erfiðari fyrir svona leik. Þeir gera ýmislegt sem manni dettur ekki í hug að þeir geri. Það verður áskorun að verjast þeim,“ segir Björgvin og bætir við að liðið stilli dagskránni upp þannig að þeir séu að keppa í bikarkeppni. Þeir séu staddir í 64-liða úrslitum gegn Angóla. „Svo förum við í 32-liða úrslit og svo framvegis. Við verðum að vinna þessa leiki og ætlum að gera það. Þá verðum við að vera með hausinn í lagi. Mótið er búið að vera lengra en það lítur úr fyrir að vera þar sem leikirnir hafa verið hrikalega erfiðir.“
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Björgvin Páll: Erum lið sem lifir á tilfinningum og geðveiki Björgvin Páll Gústavsson var frábær í fyrri hálfleik í kvöld og var þá með rúmlega 50 prósenta markvörslu og varði þá meðal annars þrjú vítaköst. 12. janúar 2017 22:00 „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Þriðja sætið enn möguleiki fyrir Ísland þökk sé Slóvenum Slóvenía sýndi sparihliðarnar í stórsigri á Makedóníu sem gerði mikið fyrir strákana okkar. 16. janúar 2017 18:12 Íslenska leyndarmálinu uppljóstrað: „Hefðum aldrei fengið silfur á ÓL án Bogdan og Boris“ Sænsk dagblað leitaði að leyndarmálinu á bakvið velgengni íslenska handboltans en tveir íslenskir þjálfarar mætast í kvöld. 16. janúar 2017 19:45 Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Björgvin Páll: Erum lið sem lifir á tilfinningum og geðveiki Björgvin Páll Gústavsson var frábær í fyrri hálfleik í kvöld og var þá með rúmlega 50 prósenta markvörslu og varði þá meðal annars þrjú vítaköst. 12. janúar 2017 22:00
„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00
Þriðja sætið enn möguleiki fyrir Ísland þökk sé Slóvenum Slóvenía sýndi sparihliðarnar í stórsigri á Makedóníu sem gerði mikið fyrir strákana okkar. 16. janúar 2017 18:12
Íslenska leyndarmálinu uppljóstrað: „Hefðum aldrei fengið silfur á ÓL án Bogdan og Boris“ Sænsk dagblað leitaði að leyndarmálinu á bakvið velgengni íslenska handboltans en tveir íslenskir þjálfarar mætast í kvöld. 16. janúar 2017 19:45
Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00