Handbolti

Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Geir Sveinsson er búinn að vinna sinn fyrsta leik á HM.
Geir Sveinsson er búinn að vinna sinn fyrsta leik á HM. vísir/epa
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta náðu í sinn fyrsta sigur á HM 2017 í kvöld þegar þeir unnu Angóla með fjórtán marka mun, 33-19.

Þrátt fyrir stórsigurinn var spilamennskan alls ekki sannfærandi þegar fimmtán mínútur voru eftir munaði aðeins sjö mörkum, 22-15, og Angólamenn voru þá búnir að skora sjö mörk á móti sex í seinni hálfleik.

Góður endasprettur íslenska liðsins bjargaði andliti strákanna sem eiga nú góðan möguleika á því að næla sér í þriðja sæti riðilsins og forðast það að mæta heimamönnum í 16 liða úrslitunum.

Íslensku þjóðinni var ekkert sérstaklega skemmt yfir þessari ósannfærandi frammistöðu strákanna á móti Angóla í kvöld og lét hún reiði sína í ljós á Twitter eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×