Geir: Allt galopið í báða enda Arnar Björnsson skrifar 18. janúar 2017 15:00 Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að þeir sem glími við meiðsli verði til í slaginn gegn Makedóníu annað kvöld. „Ásgeir Örn Hallgrímsson og Janus Daði Smárason geta ekki æft í dag en ég held að þeir verði klárir á morgun,“ segir Geir sem ætlar ekki að gera breytingu á leikmannahópnum. „Þetta er dálítið snúið ekki nema að einhver væri hreinlega að hrynja niður. Það bendir allt til þess að þeir verði lagi. Ef við tækjum nýja menn inn í dag þyrftu þeir að fljúga út á morgun og myndu ekki ná neinni æfingu með okkur. Samkvæmt læknateyminu er enginn það slæmur að það þurfi að pæla meira í því.“ Hvernig á að bregðast við sóknarleik Makedóna sem eru að taka markvörðinn útaf og spila sóknarleikinn með sjö leikmönnum? „Þeir gerðu þetta í fyrsta leiknum á móti Túnis. Þetta gekk oft á tíðum vel hjá þeim en mér fannst Túnis frekar tapa leiknum en Madedónía að vinna hann. Túnis var fjórum mörkum yfir þrátt fyrir þetta lengi vel. Þetta er vopn sem þeir hafa verið að beita en þetta gekk ekki upp á móti Slóvenum. Þetta er tvíeggjað en við þurfum að búa okkur undir það. Ég er spenntur að sjá hvernig þeir spila á móti Spáni í kvöld.“ Lazarov og Stoilov á línunni eru lykilmenn þeirra. Eru einhverjir aðrir sem þú hefur áhyggjur af? „Það eru þessir tveir og svo hornamaðurinn Manaskov sem spilar með Guðjóni Val hjá Rhein Neckar Löwen. Hann er öflugur leikmaður. Það sama á við um miðjumanninn Mirkulovski. En þetta er mest borið upp af 4-5 leikmönnum. Ég held að fjórir leikmenn séu með 70 prósent af mörkum þeirra og þar er auðvitað fremstur í flokki Lazarov. Hann er gríðarlega öflugur, með mikla yfirsýn og stórkostlega hönd. Við þurfum að ná að stoppa þetta og fara vel yfir leik þeirra 7 gegn 6.“ Þú ert sannfærður um að þetta hafist? „Að sjálfsögðu. Þetta er skemmtilegt dæmi. Við erum að fara að spila um þriðja sætið að því gefnu að Makedónía tapi í kvöld á móti Spáni. Svo getur sú staða komið upp að Makedónía sé að berjast um efsta sætið í riðlinum. Vinni þeir Spán í kvöld, vinni þeir okkur gætu þeir hugsanlega orðið efstir. Það er allt galopið í báða enda.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frábær lokakafli bjargaði skylduverkinu Strákarnir okkar eru búnir að vinna sinn fyrsta leik á HM í Frakklandi. Þeir unnu fjórtán marka skyldusigur, 33-19, gegn Angóla. Þrátt fyrir dapran síðari hálfleik náði liðið að búa til forskotið undir lokin. 18. janúar 2017 06:00 Valurgidursugursson: Fékk hláturskast í beinni vegna íslenska fyrirliðans Það gekk illa hjá dönskum sjónvarpsmanni að bera fram nafn Guðjóns Vals Sigurðssonar og Tina Möller réði ekki við sig. 18. janúar 2017 09:06 HBStatz: Bjarki Már Gunnarsson fékk 10 fyrir varnarleikinn í gær Bjarki Már Gunnarsson átti góðan leik í íslenskum vörninni á móti Angóla á HM í handbolta í Frakklandi í gær. Samkvæmt einkunn HBStatz þá átti Bjarki fullkominn leik í Metz í gær. 18. janúar 2017 10:30 Ásgeir Örn og Janus Daði æfa ekki í dag Eftir fjórar orrustur á HM eru þrír leikmenn íslenska liðsins að glíma við meiðsli. 18. janúar 2017 12:53 Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15 Guðjón Valur eignaðist met í gær sem Geir Sveinsson átti einu sinni Guðjón Valur Sigurðsson er nú orðinn leikjahæsti íslenski landsliðsmaðurinn í sögu HM en hann setti nýtt met í Metz í gærkvöldi. 18. janúar 2017 06:30 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að þeir sem glími við meiðsli verði til í slaginn gegn Makedóníu annað kvöld. „Ásgeir Örn Hallgrímsson og Janus Daði Smárason geta ekki æft í dag en ég held að þeir verði klárir á morgun,“ segir Geir sem ætlar ekki að gera breytingu á leikmannahópnum. „Þetta er dálítið snúið ekki nema að einhver væri hreinlega að hrynja niður. Það bendir allt til þess að þeir verði lagi. Ef við tækjum nýja menn inn í dag þyrftu þeir að fljúga út á morgun og myndu ekki ná neinni æfingu með okkur. Samkvæmt læknateyminu er enginn það slæmur að það þurfi að pæla meira í því.“ Hvernig á að bregðast við sóknarleik Makedóna sem eru að taka markvörðinn útaf og spila sóknarleikinn með sjö leikmönnum? „Þeir gerðu þetta í fyrsta leiknum á móti Túnis. Þetta gekk oft á tíðum vel hjá þeim en mér fannst Túnis frekar tapa leiknum en Madedónía að vinna hann. Túnis var fjórum mörkum yfir þrátt fyrir þetta lengi vel. Þetta er vopn sem þeir hafa verið að beita en þetta gekk ekki upp á móti Slóvenum. Þetta er tvíeggjað en við þurfum að búa okkur undir það. Ég er spenntur að sjá hvernig þeir spila á móti Spáni í kvöld.“ Lazarov og Stoilov á línunni eru lykilmenn þeirra. Eru einhverjir aðrir sem þú hefur áhyggjur af? „Það eru þessir tveir og svo hornamaðurinn Manaskov sem spilar með Guðjóni Val hjá Rhein Neckar Löwen. Hann er öflugur leikmaður. Það sama á við um miðjumanninn Mirkulovski. En þetta er mest borið upp af 4-5 leikmönnum. Ég held að fjórir leikmenn séu með 70 prósent af mörkum þeirra og þar er auðvitað fremstur í flokki Lazarov. Hann er gríðarlega öflugur, með mikla yfirsýn og stórkostlega hönd. Við þurfum að ná að stoppa þetta og fara vel yfir leik þeirra 7 gegn 6.“ Þú ert sannfærður um að þetta hafist? „Að sjálfsögðu. Þetta er skemmtilegt dæmi. Við erum að fara að spila um þriðja sætið að því gefnu að Makedónía tapi í kvöld á móti Spáni. Svo getur sú staða komið upp að Makedónía sé að berjast um efsta sætið í riðlinum. Vinni þeir Spán í kvöld, vinni þeir okkur gætu þeir hugsanlega orðið efstir. Það er allt galopið í báða enda.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frábær lokakafli bjargaði skylduverkinu Strákarnir okkar eru búnir að vinna sinn fyrsta leik á HM í Frakklandi. Þeir unnu fjórtán marka skyldusigur, 33-19, gegn Angóla. Þrátt fyrir dapran síðari hálfleik náði liðið að búa til forskotið undir lokin. 18. janúar 2017 06:00 Valurgidursugursson: Fékk hláturskast í beinni vegna íslenska fyrirliðans Það gekk illa hjá dönskum sjónvarpsmanni að bera fram nafn Guðjóns Vals Sigurðssonar og Tina Möller réði ekki við sig. 18. janúar 2017 09:06 HBStatz: Bjarki Már Gunnarsson fékk 10 fyrir varnarleikinn í gær Bjarki Már Gunnarsson átti góðan leik í íslenskum vörninni á móti Angóla á HM í handbolta í Frakklandi í gær. Samkvæmt einkunn HBStatz þá átti Bjarki fullkominn leik í Metz í gær. 18. janúar 2017 10:30 Ásgeir Örn og Janus Daði æfa ekki í dag Eftir fjórar orrustur á HM eru þrír leikmenn íslenska liðsins að glíma við meiðsli. 18. janúar 2017 12:53 Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15 Guðjón Valur eignaðist met í gær sem Geir Sveinsson átti einu sinni Guðjón Valur Sigurðsson er nú orðinn leikjahæsti íslenski landsliðsmaðurinn í sögu HM en hann setti nýtt met í Metz í gærkvöldi. 18. janúar 2017 06:30 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
Frábær lokakafli bjargaði skylduverkinu Strákarnir okkar eru búnir að vinna sinn fyrsta leik á HM í Frakklandi. Þeir unnu fjórtán marka skyldusigur, 33-19, gegn Angóla. Þrátt fyrir dapran síðari hálfleik náði liðið að búa til forskotið undir lokin. 18. janúar 2017 06:00
Valurgidursugursson: Fékk hláturskast í beinni vegna íslenska fyrirliðans Það gekk illa hjá dönskum sjónvarpsmanni að bera fram nafn Guðjóns Vals Sigurðssonar og Tina Möller réði ekki við sig. 18. janúar 2017 09:06
HBStatz: Bjarki Már Gunnarsson fékk 10 fyrir varnarleikinn í gær Bjarki Már Gunnarsson átti góðan leik í íslenskum vörninni á móti Angóla á HM í handbolta í Frakklandi í gær. Samkvæmt einkunn HBStatz þá átti Bjarki fullkominn leik í Metz í gær. 18. janúar 2017 10:30
Ásgeir Örn og Janus Daði æfa ekki í dag Eftir fjórar orrustur á HM eru þrír leikmenn íslenska liðsins að glíma við meiðsli. 18. janúar 2017 12:53
Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15
Guðjón Valur eignaðist met í gær sem Geir Sveinsson átti einu sinni Guðjón Valur Sigurðsson er nú orðinn leikjahæsti íslenski landsliðsmaðurinn í sögu HM en hann setti nýtt met í Metz í gærkvöldi. 18. janúar 2017 06:30