Giftu sig í sýningarsal Porsche Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2017 09:54 Champions Porsche sýningarsalurinn í Flórída og gifting í vændum. Það er misfrumlegt staðarvalið hjá fólki fyrir giftingarathöfn sína en hjón ein í Flórída völdu sýningarsal Porsche þar á bæ fyrir sína giftingu. Nokkuð frumlegt staðarval þar og í leiðinni glæsilegt. Sýningarsalur Champion Porsche í Flórída er ansi stór, eða 22 ekrur og því væsti ekki um gesti í veislunni flottu. Upphaflega var meiningin að fjarlægja alla sýningarbíla Porsche úr salnum en turtildúfurnar vildu alls ekki að neinn hinna fögru bíla yrði fjarlægður úr salnum. Boðskortin í veisluna voru heldur ekki af fátæklegri gerðinni heldur voru það stálskildir með Porsche merkinu þar sem staðarval og nöfn tilvonandi hjóna kemur fram. Þá voru kökurnar sem bornar voru fram í veislunni skreyttar með Porsche merkinu og með því undirstrikuð aðdáun hjónanna á glæsimerkinu. Myndirnar hér að neðan segja meira en mörg orð, en giftingin fór fram 30. desember síðastliðinn.Nöfn ógiftu hjónanna á gólfborða við inngang salarins.Bílarnir skemmdu lítið glæsileikann við giftinguna, nema síður væri.Einn Porsche bílanna skreyttur í tilefni dagsins.Glæstir bílar í glæstum sal.Boðskortið.Brúðurin með glæisilega innkomu.Gestir veislunnar.Kökur skreyttar Porsche merkinu. Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent
Það er misfrumlegt staðarvalið hjá fólki fyrir giftingarathöfn sína en hjón ein í Flórída völdu sýningarsal Porsche þar á bæ fyrir sína giftingu. Nokkuð frumlegt staðarval þar og í leiðinni glæsilegt. Sýningarsalur Champion Porsche í Flórída er ansi stór, eða 22 ekrur og því væsti ekki um gesti í veislunni flottu. Upphaflega var meiningin að fjarlægja alla sýningarbíla Porsche úr salnum en turtildúfurnar vildu alls ekki að neinn hinna fögru bíla yrði fjarlægður úr salnum. Boðskortin í veisluna voru heldur ekki af fátæklegri gerðinni heldur voru það stálskildir með Porsche merkinu þar sem staðarval og nöfn tilvonandi hjóna kemur fram. Þá voru kökurnar sem bornar voru fram í veislunni skreyttar með Porsche merkinu og með því undirstrikuð aðdáun hjónanna á glæsimerkinu. Myndirnar hér að neðan segja meira en mörg orð, en giftingin fór fram 30. desember síðastliðinn.Nöfn ógiftu hjónanna á gólfborða við inngang salarins.Bílarnir skemmdu lítið glæsileikann við giftinguna, nema síður væri.Einn Porsche bílanna skreyttur í tilefni dagsins.Glæstir bílar í glæstum sal.Boðskortið.Brúðurin með glæisilega innkomu.Gestir veislunnar.Kökur skreyttar Porsche merkinu.
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent