Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 13:29 Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur ekki getað skorið leikmannahóp íslenska liðsins niður úr 23 leikmönnum enn þá vegna óljósrar stöðu á sumum meiddum leikmönnum þess. Eins og fram hefur komið eru Ásgeir Örn Hallgrímsson og Aron Pálmarsson enn mikil spurningamerki en fjórir aðrir leikmenn; Arnór Atlason, Guðmundur Hólmar Helgason, Aron Rafn Eðvarðsson og Bjarki Már Elísson, komu meiddir inn í undirbúninginn fyrir HM. Þeir eru þó á batavegi.Sjá einnig:Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Geir ætlar bara að taka 18 leikmenn með sér til Danmerkur á æfingamót sem hefst á fimmtudaginn en finnst honum ekkert þreytandi að umræðan núna snýst bara um meiðslin? „Þetta hljómar mjög neikvætt og auðvitað vill maður losna við allt þetta neikvæða en við þurfum að segja frá því hvernig staðan er. Við ætlum bara að reyna að vinna jákvætt úr þessu og svo kemur í ljós hverjir verða með og hverjir ekki. Þetta er ekki ákjósanleg umræða en svona er þetta bara,“ sagði Geir við Vísi eftir blaðamannafund HSÍ í Valshöllinni í dag. Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn hafa ekkert æft að undanförnu og eru stór spurningamerki fyrir HM. En ekki bara HM heldur líka fyrir æfingamótið þar sem strákarnir okkar mæta Dönum, Ungverjum og Egyptum. Mikilvæg æfing í kvöld mun segja meira til um stöðuna á Aroni og Ásgeiri. „Því miður höfum við ekki fengið skýrari svör en það, að við þurfum að prófa þá á æfingu í kvöld og sjá hver staðan er. Mér finnst ekki ólíklegt [að þeir fari með til Danmerkur] ekki nema að það komi í ljós að þeir eigi of langt í land. Þá erum við kannski ekki bara að afskrifa þá með Danmörku heldur líka HM í Frakklandi,“ sagði Geir.Sjá einnig:Geir tekur 18 með til Danmerkur „Við höfum verið að æfa án Arons og setja aðra menn inn í hans stöðu. Menn vita að hann er meiddur og að það getur ýmislegt gert. Í framhaldinu verður það sama í gangi í Danmörku. Ef hann getur ekki spilað þar gefst okkur tækifæri til þess að keyra aðra menn í stað Arons.“ „Því miður þurfum við að taka þetta svona skref fyrir skref. Það er ekki eins og Aron sé nýliði í þessu og viti ekki út á hvað þetta allt gengur og því verður hann fljótur að aðlagast ef hann kemur inn. Það mun samt ráðast tólfta janúar [á leikdegi gegn Spáni á HM] hvort hann geti spilað eða ekki,“ sagði Geir Sveinsson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur ekki getað skorið leikmannahóp íslenska liðsins niður úr 23 leikmönnum enn þá vegna óljósrar stöðu á sumum meiddum leikmönnum þess. Eins og fram hefur komið eru Ásgeir Örn Hallgrímsson og Aron Pálmarsson enn mikil spurningamerki en fjórir aðrir leikmenn; Arnór Atlason, Guðmundur Hólmar Helgason, Aron Rafn Eðvarðsson og Bjarki Már Elísson, komu meiddir inn í undirbúninginn fyrir HM. Þeir eru þó á batavegi.Sjá einnig:Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Geir ætlar bara að taka 18 leikmenn með sér til Danmerkur á æfingamót sem hefst á fimmtudaginn en finnst honum ekkert þreytandi að umræðan núna snýst bara um meiðslin? „Þetta hljómar mjög neikvætt og auðvitað vill maður losna við allt þetta neikvæða en við þurfum að segja frá því hvernig staðan er. Við ætlum bara að reyna að vinna jákvætt úr þessu og svo kemur í ljós hverjir verða með og hverjir ekki. Þetta er ekki ákjósanleg umræða en svona er þetta bara,“ sagði Geir við Vísi eftir blaðamannafund HSÍ í Valshöllinni í dag. Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn hafa ekkert æft að undanförnu og eru stór spurningamerki fyrir HM. En ekki bara HM heldur líka fyrir æfingamótið þar sem strákarnir okkar mæta Dönum, Ungverjum og Egyptum. Mikilvæg æfing í kvöld mun segja meira til um stöðuna á Aroni og Ásgeiri. „Því miður höfum við ekki fengið skýrari svör en það, að við þurfum að prófa þá á æfingu í kvöld og sjá hver staðan er. Mér finnst ekki ólíklegt [að þeir fari með til Danmerkur] ekki nema að það komi í ljós að þeir eigi of langt í land. Þá erum við kannski ekki bara að afskrifa þá með Danmörku heldur líka HM í Frakklandi,“ sagði Geir.Sjá einnig:Geir tekur 18 með til Danmerkur „Við höfum verið að æfa án Arons og setja aðra menn inn í hans stöðu. Menn vita að hann er meiddur og að það getur ýmislegt gert. Í framhaldinu verður það sama í gangi í Danmörku. Ef hann getur ekki spilað þar gefst okkur tækifæri til þess að keyra aðra menn í stað Arons.“ „Því miður þurfum við að taka þetta svona skref fyrir skref. Það er ekki eins og Aron sé nýliði í þessu og viti ekki út á hvað þetta allt gengur og því verður hann fljótur að aðlagast ef hann kemur inn. Það mun samt ráðast tólfta janúar [á leikdegi gegn Spáni á HM] hvort hann geti spilað eða ekki,“ sagði Geir Sveinsson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30 Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27
Geir tekur 18 með til Danmerkur Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni. 2. janúar 2017 12:30
Firnasterkur hópur hjá Spánverjum Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega. 2. janúar 2017 18:45