Handbolti

Skelfilegur fyrri hálfleikur hjá strákunum hans Patreks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson þjálfari landslið Austurríkis.
Patrekur Jóhannesson þjálfari landslið Austurríkis. Vísir/EPA
Austurríska handboltalandsliðið steinlá á móti landsliði Portúgal í æfingaleik í Portúgal í kvöld. Þetta er fyrri leikur þjóðanna.

Portúgal vann leikinn með sex mörkum, 34-28, eftir að hafa verið tólf mörkum yfir í hálfleik, 22-10.

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru aldrei með í leiknum í kvöld og úrslitin voru í raun ráðin í hálfleik.

Hvorugt liðið verður með á HM í handbolta sem hefst í Frakklandi í næstu viku. Íslenska landsliðið sló Portúgal naumlega út úr umspilinu síðasta sumar eftir eins marks tap í seinni leiknum í Portúgal.

Austurríki tapaði með samtals ellefu mörkum á móti Ólympíumeisturum Dana.

Austurríska landsliðið spilar þessa tvo æfingaleiki í Portúgal og mætir síðan Þýskalandi eftir helgi en það verður lokaleikur hjá Degi Sigurðssyni og hans mönnum fyrir heimsmeistaramótið í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×