Ungu strákana langar á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2017 06:00 Ólafur Guðmundsson var með 6 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið byrjar lokaundirbúning sinn vel fyrir HM í Frakklandi þrátt fyrir skakkaföll, mikla endurnýjun og meiðsli lykilmanna. Þriggja marka sigur á HM-liði Egypta, 30-27, í fyrsta leik Bygma-æfingamótsins í gær gefur góð fyrirheit fyrir komandi mót þar sem við Íslendingar munum sjá mörg ný andlit í aðalhlutverkum hjá liðinu. Aron Pálmarsson er heima á Íslandi og margir reynsluboltanna voru lengst af á bekknum í leiknum í gær. Það skipti ekki máli því landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson henti ungu strákunum út í djúpu laugina og fékk mörg jákvæð svör frá framtíðarmönnum liðsins. „Við tökum átján leikmenn hingað út til þess að prófa þá. Ef ég spila þeim ekki í þessum leikjum, hvenær á ég þá að sjá þá? Það er stór munur á milli æfinga og leikja. Við vildum sjá viðbrögð manna,“ sagði Geir Sveinsson eftir leikinn.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirGott leikhlé eftir tíu mínútur Byrjunin lofaði vissulega ekki góðu. Geir þurfti að taka leikhlé eftir aðeins tíu mínútur en íslenska liðið var þá búið að fá á sig átta auðveld mörk og komið fjórum mörkum undir, 8-4. „Eftir brösuga byrjun þá var ég ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir það. Þeir komu sterkir til leiks og það var góður stígandi í þessu. Ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Geir og hann þurfti að tala menn til. „Við vorum komnir með einhver átta eða níu mörk á okkur eftir tíu mínútur og það hefði hugsanlega verið hægt að bregðast fyrr við miðað við það hvernig þetta var að þróast,“ sagði Geir. Aron Rafn Eðvarðsson kom öflugur inn í íslenska markið og Janus Daði Smárason keyrði upp hraðann með ákefð sinni en hann gaf með því tóninn. Íslenska liðið minnkaði muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 14-13, og náði síðan forystunni í fyrsta sinn eftir 5-1 kafla um miðjan seinni hálfleik. Það var gaman að sjá kraftinn og hungrið í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum sem liðið vann á endanum með fjögurra marka mun, 17-13. Sigur íslenska liðsins var síðan nokkuð öruggur. Ánægður með ungu strákana „Við náðum að snúa þessu við og ég var einstaklega ánægður með það. Ég var líka sérstaklega ánægður með frammistöðu margra af ungu strákunum sem komu ferskir inn í þetta. Menn virkilega vildu og gáfu í þetta. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Það er samt margt sem þarf að vinna með og bæta. Aðalatriðið er að menn séu áræðnir, þori og láti vaða. Strákarnir gerðu það,“ sagði Geir. Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru tveir ungir leikmenn sem minntu líka vel á sig í gær en Ómar Ingi skoraði sex mörk og nýtti vítin sín vel. Arnar Freyr fiskaði tvö víti og var að komast í færin á línunni þótt nýtingin hefði mátt vera betri. Ólafur Guðmundsson tók mikla ábyrgð í fjarveru lykilmanna og skilaði fínum leik. Hann gerði fullt af mistökum en missti aldrei móðinn sem var mjög ánægjulegt að sjá. Bjarki Már Elísson kom inn í vinstra hornið fyrir Guðjón Val Sigurðsson í hálfleik og sýndi að við eigum tvo háklassa vinstri hornamenn.Allir inná nema Bjarki Geir Sveinsson var ánægður með marga leikmenn íslenska liðsins í gær. „Bjarki Gunnarsson var sá eini sem fór ekkert inn á en annars náðum við að keyra á sautján leikmönnum sem er ansi mikið í einum leik. Það er ánægjulegt að það skyldi takast. Við eigum eftir að skera niður um tvo leikmenn og þá þurfa menn að sýna karakter og frammistöðu inni á vellinum. Það var sterkt að sjá marga gera það,“ sagði Geir. Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í dag en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á sunnudaginn. Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, unnu þriggja marka sigur á Ungverjalandi í gær. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið byrjar lokaundirbúning sinn vel fyrir HM í Frakklandi þrátt fyrir skakkaföll, mikla endurnýjun og meiðsli lykilmanna. Þriggja marka sigur á HM-liði Egypta, 30-27, í fyrsta leik Bygma-æfingamótsins í gær gefur góð fyrirheit fyrir komandi mót þar sem við Íslendingar munum sjá mörg ný andlit í aðalhlutverkum hjá liðinu. Aron Pálmarsson er heima á Íslandi og margir reynsluboltanna voru lengst af á bekknum í leiknum í gær. Það skipti ekki máli því landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson henti ungu strákunum út í djúpu laugina og fékk mörg jákvæð svör frá framtíðarmönnum liðsins. „Við tökum átján leikmenn hingað út til þess að prófa þá. Ef ég spila þeim ekki í þessum leikjum, hvenær á ég þá að sjá þá? Það er stór munur á milli æfinga og leikja. Við vildum sjá viðbrögð manna,“ sagði Geir Sveinsson eftir leikinn.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirGott leikhlé eftir tíu mínútur Byrjunin lofaði vissulega ekki góðu. Geir þurfti að taka leikhlé eftir aðeins tíu mínútur en íslenska liðið var þá búið að fá á sig átta auðveld mörk og komið fjórum mörkum undir, 8-4. „Eftir brösuga byrjun þá var ég ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir það. Þeir komu sterkir til leiks og það var góður stígandi í þessu. Ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Geir og hann þurfti að tala menn til. „Við vorum komnir með einhver átta eða níu mörk á okkur eftir tíu mínútur og það hefði hugsanlega verið hægt að bregðast fyrr við miðað við það hvernig þetta var að þróast,“ sagði Geir. Aron Rafn Eðvarðsson kom öflugur inn í íslenska markið og Janus Daði Smárason keyrði upp hraðann með ákefð sinni en hann gaf með því tóninn. Íslenska liðið minnkaði muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 14-13, og náði síðan forystunni í fyrsta sinn eftir 5-1 kafla um miðjan seinni hálfleik. Það var gaman að sjá kraftinn og hungrið í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum sem liðið vann á endanum með fjögurra marka mun, 17-13. Sigur íslenska liðsins var síðan nokkuð öruggur. Ánægður með ungu strákana „Við náðum að snúa þessu við og ég var einstaklega ánægður með það. Ég var líka sérstaklega ánægður með frammistöðu margra af ungu strákunum sem komu ferskir inn í þetta. Menn virkilega vildu og gáfu í þetta. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Það er samt margt sem þarf að vinna með og bæta. Aðalatriðið er að menn séu áræðnir, þori og láti vaða. Strákarnir gerðu það,“ sagði Geir. Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru tveir ungir leikmenn sem minntu líka vel á sig í gær en Ómar Ingi skoraði sex mörk og nýtti vítin sín vel. Arnar Freyr fiskaði tvö víti og var að komast í færin á línunni þótt nýtingin hefði mátt vera betri. Ólafur Guðmundsson tók mikla ábyrgð í fjarveru lykilmanna og skilaði fínum leik. Hann gerði fullt af mistökum en missti aldrei móðinn sem var mjög ánægjulegt að sjá. Bjarki Már Elísson kom inn í vinstra hornið fyrir Guðjón Val Sigurðsson í hálfleik og sýndi að við eigum tvo háklassa vinstri hornamenn.Allir inná nema Bjarki Geir Sveinsson var ánægður með marga leikmenn íslenska liðsins í gær. „Bjarki Gunnarsson var sá eini sem fór ekkert inn á en annars náðum við að keyra á sautján leikmönnum sem er ansi mikið í einum leik. Það er ánægjulegt að það skyldi takast. Við eigum eftir að skera niður um tvo leikmenn og þá þurfa menn að sýna karakter og frammistöðu inni á vellinum. Það var sterkt að sjá marga gera það,“ sagði Geir. Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í dag en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á sunnudaginn. Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, unnu þriggja marka sigur á Ungverjalandi í gær.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira