Besta afmælisgjöfin Gréta Ingþórsdóttir skrifar 9. janúar 2017 09:15 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, fagnaði 25 ára afmæli á nýliðnu ári. Umtalsverðar framfarir hafa orðið í meðferð barna með alvarlega sjúkdóma á þessum aldarfjórðungi og aðbúnaður á Íslandi hefur gjörbreyst frá því að aðeins mátti heimsækja börn í sérstökum heimsóknartímum yfir í sérhannaðan barnaspítala þar sem foreldrar geta dvalið með börnum sínum meðan á innlögn stendur. Stöðugt er verið að þróa meðferðir, þannig að þær geri sem mest gagn og sem minnstan skaða og hafa lífslíkur aukist verulega samfara því. Eftir því sem fleiri lifa af krabbameinsmeðferð eykst þörfin fyrir eftirfylgd með þeim einstaklingum. Það hefur enda verið eitt helsta baráttumál forystumanna Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna mörg undanfarin ár að síðbúnum afleiðingum krabbameina verði sinnt betur og markvissar. Fyrir nokkrum misserum tók málið að þokast í rétta átt þegar samkomulag náðist á milli Kvenna- og barnasviðs LSH og SKB um stofnun sérstakrar göngudeildar um síðbúnar afleiðingar á Barnaspítala Hringsins. SKB hafði ákveðið að leggja verkefninu til rekstrarfé fyrstu árin og var starfsmaður ráðinn til að undirbúa opnun deildarinnar. Mjög var vandað til undirbúningsins, ferðir farnar til að læra af því sem vel er gert í öðrum löndum, spurningalistar samdir og þeir lagðir fyrir að fengnu leyfi Vísindasiðanefndar. Einstaklingunum, sem kallaðir verða til viðtals, var raðað eftir áhættumati, þ.e. þeir fyrst kallaðir inn sem taldir eru vera í mesti áhættu á að glíma við alvarlegar síðbúnar afleiðingar af völdum krabbameinsmeðferðar. Síðbúnar afleiðingar geta verið líkamlegar, svo sem ófrjósemi, skert líffærastarfsemi, heyrnarskerðing, tannskemmdir og hármissir; andlegar, svo sem kvíði, þunglyndi og einbeitingarleysi; auk þess sem sumir hafa lent í mikilli félagslegri einangrun. Nú hafa fyrstu einstaklingarnir verið kallaðir til viðtals á deildinni og er óhætt að segja að starfsemi hennar sé besta afmælisgjöf sem félagsmenn í SKB hefðu getað hugsað sér og binda þeir miklar vonir við starfsemi hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, fagnaði 25 ára afmæli á nýliðnu ári. Umtalsverðar framfarir hafa orðið í meðferð barna með alvarlega sjúkdóma á þessum aldarfjórðungi og aðbúnaður á Íslandi hefur gjörbreyst frá því að aðeins mátti heimsækja börn í sérstökum heimsóknartímum yfir í sérhannaðan barnaspítala þar sem foreldrar geta dvalið með börnum sínum meðan á innlögn stendur. Stöðugt er verið að þróa meðferðir, þannig að þær geri sem mest gagn og sem minnstan skaða og hafa lífslíkur aukist verulega samfara því. Eftir því sem fleiri lifa af krabbameinsmeðferð eykst þörfin fyrir eftirfylgd með þeim einstaklingum. Það hefur enda verið eitt helsta baráttumál forystumanna Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna mörg undanfarin ár að síðbúnum afleiðingum krabbameina verði sinnt betur og markvissar. Fyrir nokkrum misserum tók málið að þokast í rétta átt þegar samkomulag náðist á milli Kvenna- og barnasviðs LSH og SKB um stofnun sérstakrar göngudeildar um síðbúnar afleiðingar á Barnaspítala Hringsins. SKB hafði ákveðið að leggja verkefninu til rekstrarfé fyrstu árin og var starfsmaður ráðinn til að undirbúa opnun deildarinnar. Mjög var vandað til undirbúningsins, ferðir farnar til að læra af því sem vel er gert í öðrum löndum, spurningalistar samdir og þeir lagðir fyrir að fengnu leyfi Vísindasiðanefndar. Einstaklingunum, sem kallaðir verða til viðtals, var raðað eftir áhættumati, þ.e. þeir fyrst kallaðir inn sem taldir eru vera í mesti áhættu á að glíma við alvarlegar síðbúnar afleiðingar af völdum krabbameinsmeðferðar. Síðbúnar afleiðingar geta verið líkamlegar, svo sem ófrjósemi, skert líffærastarfsemi, heyrnarskerðing, tannskemmdir og hármissir; andlegar, svo sem kvíði, þunglyndi og einbeitingarleysi; auk þess sem sumir hafa lent í mikilli félagslegri einangrun. Nú hafa fyrstu einstaklingarnir verið kallaðir til viðtals á deildinni og er óhætt að segja að starfsemi hennar sé besta afmælisgjöf sem félagsmenn í SKB hefðu getað hugsað sér og binda þeir miklar vonir við starfsemi hennar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar