Besta afmælisgjöfin Gréta Ingþórsdóttir skrifar 9. janúar 2017 09:15 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, fagnaði 25 ára afmæli á nýliðnu ári. Umtalsverðar framfarir hafa orðið í meðferð barna með alvarlega sjúkdóma á þessum aldarfjórðungi og aðbúnaður á Íslandi hefur gjörbreyst frá því að aðeins mátti heimsækja börn í sérstökum heimsóknartímum yfir í sérhannaðan barnaspítala þar sem foreldrar geta dvalið með börnum sínum meðan á innlögn stendur. Stöðugt er verið að þróa meðferðir, þannig að þær geri sem mest gagn og sem minnstan skaða og hafa lífslíkur aukist verulega samfara því. Eftir því sem fleiri lifa af krabbameinsmeðferð eykst þörfin fyrir eftirfylgd með þeim einstaklingum. Það hefur enda verið eitt helsta baráttumál forystumanna Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna mörg undanfarin ár að síðbúnum afleiðingum krabbameina verði sinnt betur og markvissar. Fyrir nokkrum misserum tók málið að þokast í rétta átt þegar samkomulag náðist á milli Kvenna- og barnasviðs LSH og SKB um stofnun sérstakrar göngudeildar um síðbúnar afleiðingar á Barnaspítala Hringsins. SKB hafði ákveðið að leggja verkefninu til rekstrarfé fyrstu árin og var starfsmaður ráðinn til að undirbúa opnun deildarinnar. Mjög var vandað til undirbúningsins, ferðir farnar til að læra af því sem vel er gert í öðrum löndum, spurningalistar samdir og þeir lagðir fyrir að fengnu leyfi Vísindasiðanefndar. Einstaklingunum, sem kallaðir verða til viðtals, var raðað eftir áhættumati, þ.e. þeir fyrst kallaðir inn sem taldir eru vera í mesti áhættu á að glíma við alvarlegar síðbúnar afleiðingar af völdum krabbameinsmeðferðar. Síðbúnar afleiðingar geta verið líkamlegar, svo sem ófrjósemi, skert líffærastarfsemi, heyrnarskerðing, tannskemmdir og hármissir; andlegar, svo sem kvíði, þunglyndi og einbeitingarleysi; auk þess sem sumir hafa lent í mikilli félagslegri einangrun. Nú hafa fyrstu einstaklingarnir verið kallaðir til viðtals á deildinni og er óhætt að segja að starfsemi hennar sé besta afmælisgjöf sem félagsmenn í SKB hefðu getað hugsað sér og binda þeir miklar vonir við starfsemi hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, fagnaði 25 ára afmæli á nýliðnu ári. Umtalsverðar framfarir hafa orðið í meðferð barna með alvarlega sjúkdóma á þessum aldarfjórðungi og aðbúnaður á Íslandi hefur gjörbreyst frá því að aðeins mátti heimsækja börn í sérstökum heimsóknartímum yfir í sérhannaðan barnaspítala þar sem foreldrar geta dvalið með börnum sínum meðan á innlögn stendur. Stöðugt er verið að þróa meðferðir, þannig að þær geri sem mest gagn og sem minnstan skaða og hafa lífslíkur aukist verulega samfara því. Eftir því sem fleiri lifa af krabbameinsmeðferð eykst þörfin fyrir eftirfylgd með þeim einstaklingum. Það hefur enda verið eitt helsta baráttumál forystumanna Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna mörg undanfarin ár að síðbúnum afleiðingum krabbameina verði sinnt betur og markvissar. Fyrir nokkrum misserum tók málið að þokast í rétta átt þegar samkomulag náðist á milli Kvenna- og barnasviðs LSH og SKB um stofnun sérstakrar göngudeildar um síðbúnar afleiðingar á Barnaspítala Hringsins. SKB hafði ákveðið að leggja verkefninu til rekstrarfé fyrstu árin og var starfsmaður ráðinn til að undirbúa opnun deildarinnar. Mjög var vandað til undirbúningsins, ferðir farnar til að læra af því sem vel er gert í öðrum löndum, spurningalistar samdir og þeir lagðir fyrir að fengnu leyfi Vísindasiðanefndar. Einstaklingunum, sem kallaðir verða til viðtals, var raðað eftir áhættumati, þ.e. þeir fyrst kallaðir inn sem taldir eru vera í mesti áhættu á að glíma við alvarlegar síðbúnar afleiðingar af völdum krabbameinsmeðferðar. Síðbúnar afleiðingar geta verið líkamlegar, svo sem ófrjósemi, skert líffærastarfsemi, heyrnarskerðing, tannskemmdir og hármissir; andlegar, svo sem kvíði, þunglyndi og einbeitingarleysi; auk þess sem sumir hafa lent í mikilli félagslegri einangrun. Nú hafa fyrstu einstaklingarnir verið kallaðir til viðtals á deildinni og er óhætt að segja að starfsemi hennar sé besta afmælisgjöf sem félagsmenn í SKB hefðu getað hugsað sér og binda þeir miklar vonir við starfsemi hennar.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun