Þeir verja hann ekki uppi frá Rúnari Kára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2017 15:00 Rúnar Kárason lætur skot vaða í leiknum á móti Makedóníu. Vísir/EPA Rúnar Kárason hefur átt mörg þrumuskotin á HM í handbolta en íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með jafntefli á móti Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Það er fróðlegt að skoða betur hvar skotin hans Rúnars Kárasonar eru að fara og hvar markverðirnir eru ekki að verja boltana frá honum. Rúnar átti flottan leik á móti Makedóníu og var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Hann skoraði jöfnunarmarkið og fékk síðan einnig tækifæri til að tryggja liðinu sigurinn. Lokaskot Rúnars var hinsvegar varið og Ísland mætir því Frakklandi í 16 liða úrslitunum en ekki Noregi. Rúnar skoraði 22 mörk úr 39 skotum en tíu þeirra komu með langskotum samkvæmt tölfræði mótshaldara. Rúnar hafði mest áður skorað 21 mark á stórmóti en það gerði hann á EM 2014. Rúnar er því búinn að setja nýtt persónulegt met á þessu móti. Það má líka sjá í opinberri tölfræði heimsmeistaramótsins hvert Rúnar er að skjóta boltanum á markið og þegar sú samantekt er skoðuð er auðvelt að fullyrða það að markverðir mótherjanna verja ekki uppi frá Rúnari. Í þessum fimm leikjum hefur Rúnar tekið 10 skot efst í markið og þau hafa öll legið í marknetinu. Hans besti staður er uppi í hægri horninu en öll sex skotin hans þangað hafa þanið út netmöskvanna. Hér fyrir neðan má sjá hvert skotin hans Rúnars hafa farið á mótinu og hér er einnig hægt að skoða tölfræði hans betur á heimasíðu heimsmeistaramótsins.Skotin hans Rúnars Kárasonar á HM í Frakklandi.Mynd/Heimasíða HM 2017 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Var á leið að borðinu að taka leikhlé "Akkúrat núna er ég ókátur með að hafa ekki unnið,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en þó svo lið hans hafi kastað frá sér sigrinum er það komið í 16-liða úrslit. 19. janúar 2017 19:29 Rúnar: Vantaði að úrslitaskotið færi á réttan stað "Fyrst og fremst svekkelsi. Við fórum illa að ráði okkar, vorum með fimm marka forystu þegar korter var eftir," segir Rúnar Kárason eftir leikinn gegn Makedóníu. 19. janúar 2017 19:41 Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Rúnar bestir en Janus fær lægstu einkunn Bjarki Már Elísson og Rúnar Kárason voru bestu leikmenn Íslands á móti Makedóníu í kvöld. 19. janúar 2017 19:02 Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. 20. janúar 2017 06:00 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Rúnar Kárason hefur átt mörg þrumuskotin á HM í handbolta en íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með jafntefli á móti Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Það er fróðlegt að skoða betur hvar skotin hans Rúnars Kárasonar eru að fara og hvar markverðirnir eru ekki að verja boltana frá honum. Rúnar átti flottan leik á móti Makedóníu og var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Hann skoraði jöfnunarmarkið og fékk síðan einnig tækifæri til að tryggja liðinu sigurinn. Lokaskot Rúnars var hinsvegar varið og Ísland mætir því Frakklandi í 16 liða úrslitunum en ekki Noregi. Rúnar skoraði 22 mörk úr 39 skotum en tíu þeirra komu með langskotum samkvæmt tölfræði mótshaldara. Rúnar hafði mest áður skorað 21 mark á stórmóti en það gerði hann á EM 2014. Rúnar er því búinn að setja nýtt persónulegt met á þessu móti. Það má líka sjá í opinberri tölfræði heimsmeistaramótsins hvert Rúnar er að skjóta boltanum á markið og þegar sú samantekt er skoðuð er auðvelt að fullyrða það að markverðir mótherjanna verja ekki uppi frá Rúnari. Í þessum fimm leikjum hefur Rúnar tekið 10 skot efst í markið og þau hafa öll legið í marknetinu. Hans besti staður er uppi í hægri horninu en öll sex skotin hans þangað hafa þanið út netmöskvanna. Hér fyrir neðan má sjá hvert skotin hans Rúnars hafa farið á mótinu og hér er einnig hægt að skoða tölfræði hans betur á heimasíðu heimsmeistaramótsins.Skotin hans Rúnars Kárasonar á HM í Frakklandi.Mynd/Heimasíða HM 2017
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Var á leið að borðinu að taka leikhlé "Akkúrat núna er ég ókátur með að hafa ekki unnið,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en þó svo lið hans hafi kastað frá sér sigrinum er það komið í 16-liða úrslit. 19. janúar 2017 19:29 Rúnar: Vantaði að úrslitaskotið færi á réttan stað "Fyrst og fremst svekkelsi. Við fórum illa að ráði okkar, vorum með fimm marka forystu þegar korter var eftir," segir Rúnar Kárason eftir leikinn gegn Makedóníu. 19. janúar 2017 19:41 Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Rúnar bestir en Janus fær lægstu einkunn Bjarki Már Elísson og Rúnar Kárason voru bestu leikmenn Íslands á móti Makedóníu í kvöld. 19. janúar 2017 19:02 Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. 20. janúar 2017 06:00 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Geir: Var á leið að borðinu að taka leikhlé "Akkúrat núna er ég ókátur með að hafa ekki unnið,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en þó svo lið hans hafi kastað frá sér sigrinum er það komið í 16-liða úrslit. 19. janúar 2017 19:29
Rúnar: Vantaði að úrslitaskotið færi á réttan stað "Fyrst og fremst svekkelsi. Við fórum illa að ráði okkar, vorum með fimm marka forystu þegar korter var eftir," segir Rúnar Kárason eftir leikinn gegn Makedóníu. 19. janúar 2017 19:41
Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Rúnar bestir en Janus fær lægstu einkunn Bjarki Már Elísson og Rúnar Kárason voru bestu leikmenn Íslands á móti Makedóníu í kvöld. 19. janúar 2017 19:02
Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. 20. janúar 2017 06:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita