Andlegt hrun á lokakaflanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2017 06:00 Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson á ekki orð yfir lokakafla íslenska landsliðsins sem kostaði strákana okkar sigurinn. vísir/EPA Íslenska liðið gerði nánast allt rétt gegn Makedóníu í Metz í gær en liðið fór algjörlega á taugum á síðustu fimmtán mínútum leiksins og varð að sætta sig að lokum við jafntefli, 27-27. Þetta var stórfurðulegur leikur. Íslenska liðið fór eiginlega á taugum bæði í upphafi og í lok leiksins. Spennustigið var allt of hátt í upphafi og liðið lenti fjórum mörkum undir, 0-4. Því var svo svarað með fimm mörkum og 9-2 kafla. Í hálfleik leiddi Ísland með tveimur mörkum, 15-13.Máttu þakka fyrir að tapa ekki Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Makedóníumönnum. Það var lag að labba yfir þá en í staðinn varð andlegt hrun. Ísland tapaði síðasta stundarfjórðungnum 8-3 og mátti í raun þakka fyrir að hafa ekki tapað að lokum. Makedónía fékk nefnilega boltann er 18 sekúndur voru eftir en neitaði að sækja. Jafntefli dugði þeim til að ná þriðja sætinu. Túnisbúar hafa aftur á móti líklega brjálast yfir því að þeir hafi ekki sótt í lokin og unnið leikinn því þá hefði Túnis farið til Lille að spila við Frakkland. Ísland fer til Lille á markatölu. Lokaspretturinn gegn Angóla skilaði sínu að lokum. Það voru ekki bara leikmenn sem fóru á taugum í lokin því Geir landsliðsþjálfari ætlaði að taka leikhlé allt of seint í síðustu sókninni. Rúnar tekur skotið 18 sekúndum fyrir leikslok en leikhléið hefði mátt koma allt að tíu sekúndum fyrr.Reynslan ómetanleg Það má vissulega gagnrýna ýmislegt en ljósu punktarnir eru fleiri en þeir neikvæðu. Íslenska liðið er að taka framförum í nánast hverjum leik og hefur í raun staðið sig mun betur en ansi margir áttu von á. Andlega hliðin mun lagast og sérstaklega eftir þá reynslu sem liðið hefur fengið á þessu móti. Hún er algjörlega ómetanleg og Geir hefur verið óhræddur við að senda óreynda menn inn á völlinn í alvöruleikjum og á erfiðum tímum. Landsliðið mun græða á þessu innleggi landsliðsþjálfarans. Rúnar Kárason hefur algjörlega blómstrað á þessu móti og hélt því áfram í gær. Dró íslenska vagninn í fyrri hálfleik. Tók af skarið og skoraði er liðið þurfti á að halda. Var líka sterkur í vörninni. Frábært að fylgjast með honum. Bjarki Már Elísson spilaði seinni hálfleikinn frábærlega og er að gera eitthvað sem margir töldu óhugsandi. Það er tilkall til þess að taka hornastöðuna af sjálfum fyrirliðanum. Það lekur af honum sjálfstraustið og nýtingin hefur verið góð.Himnasending Bjarki Már Gunnarsson hefur komið eins og himnasending úr stúkunni í Metz og átti aftur geggjaðan leik í vörninni. Átti ekki að fá að spila en hefur svarað fyrir sig eins og höfðingi. Hann á mikið hrós skilið. Nú fær íslenska liðið æðislegt verkefni um helgina. Leikur gegn heimamönnum á knattspyrnuvellinum í Lille þar sem sett verður nýtt met yfir flesta áhorfendur á HM. Von er á 28 þúsund áhorfendum. Vonandi ná strákarnir að halda áfram að bæta sig og stríða heimsmeisturunum rækilega. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Rúnar: Vantaði að úrslitaskotið færi á réttan stað "Fyrst og fremst svekkelsi. Við fórum illa að ráði okkar, vorum með fimm marka forystu þegar korter var eftir," segir Rúnar Kárason eftir leikinn gegn Makedóníu. 19. janúar 2017 19:41 Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. 19. janúar 2017 18:15 Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Landsliðsþjálfarinn fær á baukinn fyrir að taka ekki leikhlé í síðustu sókn íslenska landsliðsins á móti Makedóníu. 19. janúar 2017 18:24 Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Rúnar bestir en Janus fær lægstu einkunn Bjarki Már Elísson og Rúnar Kárason voru bestu leikmenn Íslands á móti Makedóníu í kvöld. 19. janúar 2017 19:02 Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Íslenska liðið gerði nánast allt rétt gegn Makedóníu í Metz í gær en liðið fór algjörlega á taugum á síðustu fimmtán mínútum leiksins og varð að sætta sig að lokum við jafntefli, 27-27. Þetta var stórfurðulegur leikur. Íslenska liðið fór eiginlega á taugum bæði í upphafi og í lok leiksins. Spennustigið var allt of hátt í upphafi og liðið lenti fjórum mörkum undir, 0-4. Því var svo svarað með fimm mörkum og 9-2 kafla. Í hálfleik leiddi Ísland með tveimur mörkum, 15-13.Máttu þakka fyrir að tapa ekki Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Makedóníumönnum. Það var lag að labba yfir þá en í staðinn varð andlegt hrun. Ísland tapaði síðasta stundarfjórðungnum 8-3 og mátti í raun þakka fyrir að hafa ekki tapað að lokum. Makedónía fékk nefnilega boltann er 18 sekúndur voru eftir en neitaði að sækja. Jafntefli dugði þeim til að ná þriðja sætinu. Túnisbúar hafa aftur á móti líklega brjálast yfir því að þeir hafi ekki sótt í lokin og unnið leikinn því þá hefði Túnis farið til Lille að spila við Frakkland. Ísland fer til Lille á markatölu. Lokaspretturinn gegn Angóla skilaði sínu að lokum. Það voru ekki bara leikmenn sem fóru á taugum í lokin því Geir landsliðsþjálfari ætlaði að taka leikhlé allt of seint í síðustu sókninni. Rúnar tekur skotið 18 sekúndum fyrir leikslok en leikhléið hefði mátt koma allt að tíu sekúndum fyrr.Reynslan ómetanleg Það má vissulega gagnrýna ýmislegt en ljósu punktarnir eru fleiri en þeir neikvæðu. Íslenska liðið er að taka framförum í nánast hverjum leik og hefur í raun staðið sig mun betur en ansi margir áttu von á. Andlega hliðin mun lagast og sérstaklega eftir þá reynslu sem liðið hefur fengið á þessu móti. Hún er algjörlega ómetanleg og Geir hefur verið óhræddur við að senda óreynda menn inn á völlinn í alvöruleikjum og á erfiðum tímum. Landsliðið mun græða á þessu innleggi landsliðsþjálfarans. Rúnar Kárason hefur algjörlega blómstrað á þessu móti og hélt því áfram í gær. Dró íslenska vagninn í fyrri hálfleik. Tók af skarið og skoraði er liðið þurfti á að halda. Var líka sterkur í vörninni. Frábært að fylgjast með honum. Bjarki Már Elísson spilaði seinni hálfleikinn frábærlega og er að gera eitthvað sem margir töldu óhugsandi. Það er tilkall til þess að taka hornastöðuna af sjálfum fyrirliðanum. Það lekur af honum sjálfstraustið og nýtingin hefur verið góð.Himnasending Bjarki Már Gunnarsson hefur komið eins og himnasending úr stúkunni í Metz og átti aftur geggjaðan leik í vörninni. Átti ekki að fá að spila en hefur svarað fyrir sig eins og höfðingi. Hann á mikið hrós skilið. Nú fær íslenska liðið æðislegt verkefni um helgina. Leikur gegn heimamönnum á knattspyrnuvellinum í Lille þar sem sett verður nýtt met yfir flesta áhorfendur á HM. Von er á 28 þúsund áhorfendum. Vonandi ná strákarnir að halda áfram að bæta sig og stríða heimsmeisturunum rækilega.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Rúnar: Vantaði að úrslitaskotið færi á réttan stað "Fyrst og fremst svekkelsi. Við fórum illa að ráði okkar, vorum með fimm marka forystu þegar korter var eftir," segir Rúnar Kárason eftir leikinn gegn Makedóníu. 19. janúar 2017 19:41 Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. 19. janúar 2017 18:15 Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Landsliðsþjálfarinn fær á baukinn fyrir að taka ekki leikhlé í síðustu sókn íslenska landsliðsins á móti Makedóníu. 19. janúar 2017 18:24 Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Rúnar bestir en Janus fær lægstu einkunn Bjarki Már Elísson og Rúnar Kárason voru bestu leikmenn Íslands á móti Makedóníu í kvöld. 19. janúar 2017 19:02 Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Rúnar: Vantaði að úrslitaskotið færi á réttan stað "Fyrst og fremst svekkelsi. Við fórum illa að ráði okkar, vorum með fimm marka forystu þegar korter var eftir," segir Rúnar Kárason eftir leikinn gegn Makedóníu. 19. janúar 2017 19:41
Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. 19. janúar 2017 18:15
Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Landsliðsþjálfarinn fær á baukinn fyrir að taka ekki leikhlé í síðustu sókn íslenska landsliðsins á móti Makedóníu. 19. janúar 2017 18:24
Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Rúnar bestir en Janus fær lægstu einkunn Bjarki Már Elísson og Rúnar Kárason voru bestu leikmenn Íslands á móti Makedóníu í kvöld. 19. janúar 2017 19:02
Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35