Þorskur og ýsa hörfa frá Bretlandi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 2. september 2017 21:28 Ýsa hefur um árabil verið með helstu nytjafiskum Breta. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að ýsa og þorskur komi til með að hörfa frá breskum fiskimiðum á næstu árum vegna hækkandi hitastigs sjávar. The Guardian greinir frá. Að sama skapi munu fisktegundir, sem að jafnaði halda til á suðlægari slóðum, verða æ algengari við strendur Bretlands. Að mati vísindamanna gætu sumir þessara fjarlægu fiska haft skaðleg áhrif á lífríki sjávar við Bretland. Til að mynda gæti ákveðin tegund lindýrs, mararhetta, valdið tjóni á ostrum og múslingum. Aðrir erlendir gestir, svo sem eggskeljar og kyrrahafsostrur, gætu þó reynst sjómönnum happafengur. Sardínum og smokkfiski hefur fjölgað til muna innan breskrar fiskveiðilögsögu og er talið að tegundirnar séu komnar til að vera.Bretar fúlsa ekki við djúpsteiktri ýsu og frönskum.Teymið sem stýrði rannsókninni leggur áherslu á að umskiptin kalli á hugarfarsbreytingu á meðal Breta. Eftirlætisfisktegundir Breta eru á undanhaldi og því nauðsynlegt fyrir þjóðina að venjast nýjum fisktegundum. Hitastig sjávar við strendur Bretlands hefur hækkað um 1,5 gráður á síðustu 30 árum og telja vísindamenn að hlýnunin haldi áfram. Breytingarnar á hitastigi sjávar má rekja til losunar gróðurhúsalofttegunda. Sjórinn við Íslandsstrendur fer einnig hlýnandi en samkvæmt skýrslu sem gerð var af umhverfisráðuneytinu 2008 höfðu 26 áður óþekktar fisktegundir veiðst innan lögsögu Íslands á árunum áður en skýrslan var unnin. Greining Sjávarklasans frá því í vor leiddi það jafnframt í ljós að smokkfiskur, sem veiðist nú í talsverðum mæli við Skotland, sé að flytja sig norðar. Þá eru uppsjávarfiskar á borð við brisling og brynsirtlu líkast til að færa sig úr Norðursjó og nær Íslandsmiðum. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að ýsa og þorskur komi til með að hörfa frá breskum fiskimiðum á næstu árum vegna hækkandi hitastigs sjávar. The Guardian greinir frá. Að sama skapi munu fisktegundir, sem að jafnaði halda til á suðlægari slóðum, verða æ algengari við strendur Bretlands. Að mati vísindamanna gætu sumir þessara fjarlægu fiska haft skaðleg áhrif á lífríki sjávar við Bretland. Til að mynda gæti ákveðin tegund lindýrs, mararhetta, valdið tjóni á ostrum og múslingum. Aðrir erlendir gestir, svo sem eggskeljar og kyrrahafsostrur, gætu þó reynst sjómönnum happafengur. Sardínum og smokkfiski hefur fjölgað til muna innan breskrar fiskveiðilögsögu og er talið að tegundirnar séu komnar til að vera.Bretar fúlsa ekki við djúpsteiktri ýsu og frönskum.Teymið sem stýrði rannsókninni leggur áherslu á að umskiptin kalli á hugarfarsbreytingu á meðal Breta. Eftirlætisfisktegundir Breta eru á undanhaldi og því nauðsynlegt fyrir þjóðina að venjast nýjum fisktegundum. Hitastig sjávar við strendur Bretlands hefur hækkað um 1,5 gráður á síðustu 30 árum og telja vísindamenn að hlýnunin haldi áfram. Breytingarnar á hitastigi sjávar má rekja til losunar gróðurhúsalofttegunda. Sjórinn við Íslandsstrendur fer einnig hlýnandi en samkvæmt skýrslu sem gerð var af umhverfisráðuneytinu 2008 höfðu 26 áður óþekktar fisktegundir veiðst innan lögsögu Íslands á árunum áður en skýrslan var unnin. Greining Sjávarklasans frá því í vor leiddi það jafnframt í ljós að smokkfiskur, sem veiðist nú í talsverðum mæli við Skotland, sé að flytja sig norðar. Þá eru uppsjávarfiskar á borð við brisling og brynsirtlu líkast til að færa sig úr Norðursjó og nær Íslandsmiðum.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira