Erlent

Fimmtán slasaðir eftir að eldingu laust niður á tónlistarhátíð í Frakklandi

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Þrumuveður er algengt í sumum héruðum Frakklands á þessum árstíma.
Þrumuveður er algengt í sumum héruðum Frakklands á þessum árstíma. Vísir/Getty
Að minnsta kosti fimmtán manns eru slasaðir vegna eldingar sem laust niður á tónlistarhátíð í norðausturhluta Frakklands. Þar af eru tveir taldir alvarlega særðir. BBC greinir frá.

Eldingunni laust niður á nokkrum stöðum á Vieux Canal hátíðinni sem haldin er í bænum Azerailles.

Að sögn yfirvalda í Frakklandi eru börn á meðal hinna slösuðu.

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar aflýstu öllum viðburðum kvöldsins í kjölfar atviksins.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×