Íslendingar biðu í frostinu í nótt eftir Nintendo Switch Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2017 11:31 Töluverður fjöldi beið eftir opnun í morgun. Kristín Guðbrandsdóttir Leikjatölvan Nintendo Switch, seldist mjög fljótt upp hér á Íslandi í morgun. Stór röð hafði myndast við verslun Ormsson í Lágmúla snemma í morgun eða í nótt og voru margir sem sýndu tölvunni og leiknum Zelda: Breath of the Wild. Kristinn Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Ormsson, segir fyrirtækið hafa fengið rúmlega hundrað tölvur hingað til lands. Þær voru allar seldar á fyrsta klukkutímanum eftir að fyrirtækið opnaði klukkan tíu í morgun. Hann segist hafa heyrt að þeir fremstu í röðinni hafi mætt klukkan eitt í nótt með garðstóla, en þrátt fyrir kuldann hafi stemningin í hópnum verið góð. Kristinn Valur giskar á að um 60 til 80 manns voru í röð þegar verslunin opnaði. Vonast er til þess að næsti skammtur af Nintendo Switch komi hingað til lands í vikunni fyrir páska. Þrátt fyrir kuldann var góð stemning í röðinni.Kristín Guðbrandsdóttir Leikjavísir Tengdar fréttir Zelda: Breath of the Wild slær í gegn hjá gagnrýnendum Er í fjórða sæti yfir stigahæstu leiki Metacritic. 3. mars 2017 10:41 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Leikjatölvan Nintendo Switch, seldist mjög fljótt upp hér á Íslandi í morgun. Stór röð hafði myndast við verslun Ormsson í Lágmúla snemma í morgun eða í nótt og voru margir sem sýndu tölvunni og leiknum Zelda: Breath of the Wild. Kristinn Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Ormsson, segir fyrirtækið hafa fengið rúmlega hundrað tölvur hingað til lands. Þær voru allar seldar á fyrsta klukkutímanum eftir að fyrirtækið opnaði klukkan tíu í morgun. Hann segist hafa heyrt að þeir fremstu í röðinni hafi mætt klukkan eitt í nótt með garðstóla, en þrátt fyrir kuldann hafi stemningin í hópnum verið góð. Kristinn Valur giskar á að um 60 til 80 manns voru í röð þegar verslunin opnaði. Vonast er til þess að næsti skammtur af Nintendo Switch komi hingað til lands í vikunni fyrir páska. Þrátt fyrir kuldann var góð stemning í röðinni.Kristín Guðbrandsdóttir
Leikjavísir Tengdar fréttir Zelda: Breath of the Wild slær í gegn hjá gagnrýnendum Er í fjórða sæti yfir stigahæstu leiki Metacritic. 3. mars 2017 10:41 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Zelda: Breath of the Wild slær í gegn hjá gagnrýnendum Er í fjórða sæti yfir stigahæstu leiki Metacritic. 3. mars 2017 10:41