Sorpið flokkað á öskuhaugum sögunnar – uppreist æru Lára Magnúsardóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Í undanförnum umræðum um lög sem snúa að uppreist æru þeirra sem hafa verið dæmdir til refsingar og lokið afplánun hefur náðst óvenjuleg þverpólitísk samstaða um forneskju þessa fyrirkomulags. Kastað hefur verið fram hugmyndum um að það megi skýra af því hve fámennt landið var og svo hafa lögin um uppreist æru verið rakin til feðraveldis (sbr. t.d. ræðu Svandísar Svavarsdóttur á Alþingi 26.9.2017, birt í Kvennablaðinu þann 2.7) og sögð eiga heima á öskuhaugum sögunnar með hólmgöngum, fimmtardómi og lýriti (Fréttablaðið 25.9.2017, bls. 9). Það getur hins vegar skipt máli að flokka ruslið áður en því er hent á öskuhauga sögunnar. Ekki þekki ég til þess að hólmgöngur hafi verið hluti réttarkerfisins hérlendis en þær hafa í síðasta lagi orðið kolólöglegar þegar veraldlegt vald var framselt að fullu til Noregskonungs með gildistöku Jónsbókar árið 1281. Þá var hefnd bönnuð en opinber refsiréttur varð til og konungur tók sæti sem æðsti dómari um lögbrot sem sú bók tók til. Með henni hvarf fimmtardómur og samkvæmt Sigurði Líndal tók orðið „lögfesta“ þá einnig við af hugtakinu „lýriti“ (í Tímariti lögfræðinga 48/4/1998, bls. 296). Uppreist æru var hins vegar ekki sett í lög fyrr en árið 1870, eða næstum sex öldum eftir að ofangreind hugtök úreltust og þess vegna er ógjörningur að leggja þessi hugtök að jöfnu. Til stuðnings þessu fylgir stutt sögulegt ágrip.Um brot sem vörðuðu líf og æru í sex aldir Á meðan Jónsbók var við lýði var að finna flest brot sem vörðuðu ströngustu refsingar konungs, svo sem útlegð, í þeim kafla hennar sem heitir Mannhelgisbálkur. Árið 1275 var lögtekinn nýr kristinréttur og samkvæmt honum mátti biskup einnig dæma menn til útlegðar með bannsetningu fyrir tiltekin brot sem heyrðu undir kirkjuvald. Afmarkaður refsiréttur var þó ekki til heldur sagði til um refsingar og viðurlög við brotum eftir því sem þau komu fyrir í lögunum með geysiflóknum ákvæðum um vaxandi refsingu við ítrekuð brot. Að jafnaði missti útlægur maður réttindi sín, eignir og líf. Undantekningar gátu þó orðið ef konungi hugnaðist annað og kom því fyrir að sakamönnum væri stefnt utan. Útlagar í kristni gátu á hinn bóginn notið kirkjugriða að uppfylltum skilyrðum og munu þá hafa haldið lífi en hvorki eignum né réttindum. Eftir siðaskipti voru lögin um kirkjugrið afnumin þegar konungur eignaði sér öll sakamál og Stóridómur var settur í staðinn árið 1564. Eftirleiðis var ýmsum nýjum líkamlegum refsingum beitt, svo sem húðláti og hýðingum og útlagar í kristni áttu yfir höfði sér líflát eins og aðrir útlagar þótt nýjar aftökuaðferðir bættust við. Með einveldi á síðari hluta 17. aldar voru enn sett ný lög fyrir ríkið sem tókst þó ekki vel að innleiða hérlendis og voru Jónsbók og Stóridómur þess vegna notaðir áfram. Þó fjölgaði refsitegundum og mátti nú kagstrýkja suma brotamenn, setja aðra í gapastokk eða brennimerkja, svo nokkuð sé nefnt. Þegar sektardómur féll fyrir brot sem varðaði líf, limi og eignir, missti sakamaðurinn einnig ávallt æruna, og með henni þau réttindi sem lög tryggðu mönnum að öllu jöfnu. Þeir sem lifðu af dóm um refsivert brot höfðu eftir það skert réttindi, en þeir sem teknir voru af lífi fengu ekki greftrun í vígðri mold. Réttindamissirinn gekk því yfir gröf og dauða. Ærumissir leiddi af sér missi hvers konar embættis ef það átti við, en einnig rétt til að reka mál fyrir dómi eða sitja dóm. Ærulaus maður gat ekki stundað viðskipti og var jafnvel óheimilt að eiga eignir. Í sumum tilvikum gat maki þess dæmda fengið leyfi til hjónaskilnaðar og er þá ekki allt talið. Þetta hefur ekki verið kannað hérlendis og lítið er því hægt að fullyrða um framkvæmd. Tilhneigingin í átt til einföldunar á þessu flókna kerfi sést vel í lagabreytingum á 18. öld. Í Danmörku var hætt að grafa aftekna menn sem ekki höfðu verið hálshöggnir utan kirkjugarðs árið 1737, en þó var óheimilt að hafa athöfn. Opinberar skriftir voru aflagðar 1776 og bannsetning 1782 og dró það mjög úr flækjum við meðferð endurtekinna brota. Eftir því sem leið á öldina var lögð þrælavinna eða betrunarvist við sífellt fleiri brotum, ásamt fangelsi upp á vatn og brauð. Smám saman tók fangelsi í einhverri mynd við sem meginrefsing fyrir flest brot, bæði stærri og minni. Breytingin varð hægari á Íslandi en í Danmörku því að fangelsi var ekki til í landinu, en einnig sökum þess að Stóridómur og Mannhelgisbálkur Jónsbókar voru enn fullgildir í meðferð sakamála fram til ársins 1838 þegar þeir voru loks afnumdir með tilskipun frá konungi.Almenn hegningarlög í stað Jónsbókar og Stóradóms Afnám Jónsbókar og Stóradóms á Íslandi varð í beinu samhengi við stjórnskipunarbreytingar sem stóðu fyrir dyrum í Danaveldi. Tilgangur konungs var að koma málum svo fyrir að ný lagasetning í ríkinu skyldi einnig gilda hérlendis og í undirbúningi var að setja almenn og heildstæð hegningarlög í lýðræðislegum anda. Almennu hegningarlögin voru óaðskiljanlegur hluti nýrrar stjórnskipunar fyrir ríkið sem hafði verið staðfest árið 1849 með nýrri stjórnarskrá, en varð endanlega á Íslandi árið 1874. Nýja stjórnskipanin var lýðræðisleg, sem þýðir að í henni var gert ráð fyrir þrískiptu valdi og landsmenn voru skilgreindir sem „borgarar“ í stað þess að vera þegnar konungs sem hafði áður verið deilt í stéttir með mismunandi sérréttindi. Skyldu nú allir njóta borgararéttinda þar sem kosningaréttur var innifalinn. Almennu hegningarlögin voru vandlega undirbúin með afnámi gamalla laga sem vörðuðu glæpi, refsingu og alla málsmeðferð. Árið 1825 hafði eignaupptaka verið lögð niður, en hún hafði verið fylgifiskur útlegðar eins og áður getur. Útlegð var svo afnumin sem refsing árið 1831. Hýðingar voru sömuleiðis afteknar fyrir fullorðið fólk en ærumissir, þ.e. réttindamissir í kjölfar refsidóms, var ekki afnuminn. Eitt af markmiðum laganna var að bæta stöðu sakamanna með því að koma í veg fyrir að dæmt yrði mörgum sinnum fyrir sama mál og skyldi refsing samræmd þannig að sakamenn afplánuðu refsingu með fangavist í einhverri mynd fyrir sérhvert brot. Að vísu var einnig gert ráð fyrir lífláti, en slíkur dómur var aldrei fullnustaður hérlendis en í lögunum frá 1869 var gert ráð fyrir að þeir sem teknir yrðu af lífi fengju kirkjulega greftrun, en þó í kyrrþey. Nokkru fyrr, eða 1854 hafði danska tilskipunin frá 1737 verið lögtekin hér ásamt tilslökunum um greftrun þeirra sem tóku eigið líf. Refsingar sem almennu hegningarlögin töldu voru eftirfarandi: „líflát, hegningarvinna, fangelsi, sektir og missir embættis, sýslunar eða kosningarétts“ ((Sic!) Kap. 2. 10. gr.) Þótt upptalningin gefi annað til kynna, varðaði ekkert lögbrot þó í sjálfu sér missi embættis, sýslunar eða kosningaréttar. Svo virðist því sem ekki hafi verið heimilt að dæma mann aðeins frá embætti, sýslun eða kosningarétti fyrir lögbrot, en dæmdir sakamenn misstu þessi réttindi þó. Æru- eða réttindamissir var því sjálfstæð afleiðing sektardóms sem má aðgreina frá settri refsingu. Þetta var til komið af því að fangelsisdómur var skilgetið afkvæmi útlegðarákvæðanna gömlu, eða ef til vill afbrigði af þeim. Með almennu hegningarlögunum var málum því svo fyrir komið að afleiðingar sektardóma voru annars vegar fangavist af ákveðinni tímalengd og hins vegar varanlegur ærumissir. En réttindamissir horfði nú öðruvísi við en áður vegna þess að borgararéttindi eru meðal hornsteina lýðræðislegrar stjórnskipunar. Þess vegna fylgdi tilskipun um uppreist æru í kjölfar almennu hegningarlaganna og má segja að með henni hafi hegningarlögin fyrst verið fullsköpuð sem hluti hins nýja réttarríkis.Uppreist æru Tilskipun um uppreist æru kom fyrst fram í danska konungsríkinu árið 1868 og var hún birt hérlendis árið 1870. Þar segir í íslenskri útgáfu: „Með þeim skilmálum, sem hjer á eptir segir, má veita þeim manni, sem hefir með dómi verið dæmdur sekur um eitthvert það verk, sem svívirðilegt er að almennings áliti, uppreist æru sinnar, er hann er búinn að úttaka hegninguna, eður hegningin hefur verið gefin honum upp.“ (Lovsamling for Island XX 470). Það sem „svívirðilegt er að almennings áliti“ er þýðing úr dönsku: „i den offentlige Mening vanærende Handling“ (bls. 473), sem í nákvæmari útfærslu á við þann sem fundinn verður sekur með dómi um nokkurt það verk sem sé „æruskerðandi samkvæmt opinberum skilningi“. Líklegt má telja að „opinber skilningur“ sé þýtt sem „almennings álit“ með tilliti til lýðræðishugmyndanna sem verið var að innleiða, en ljóst er að þeir sem þetta skrifuðu þekktu vel þau brot sem vörðuðu æru manna. Það hugtak var þeim tamt úr eldri lögum, ekki sem gildisdómur, heldur sem lagahugtak sem gerði útslagið um þjóðfélagsstöðu manna og jafnvel líf.Tilgangur þess að reisa upp æru manna og aðferð Tilgangur þess að setja lög um uppreist æru var af tvennum toga. Annað var að setja tímatakmarkanir á ærumissi í anda þeirra umbóta sem lögin stóðu fyrir þar sem aðrar refsingar en ærumissir voru skilmerkilega afmarkaðar. Þetta var leiðrétt með tilskipuninni. Hitt markmiðið var að uppreist ærunnar yrði ekki komin undir ákvörðun konungs, sem var auðvitað ófært í réttarríki. Í staðinn skyldu dæmdir menn allir hafa sama rétt til að reisa við æru sína burtséð frá þjóðfélagsstöðu og broti. Þess vegna staðsetti löggjafinn uppreistina innan framkvæmdarvaldsins en ekki dómsvaldsins sem stjórnsýsluathöfn. Til þess að æra manna fengist reist upp þurfti að uppfylla skilyrði. (Lovsamling for Island XX bls. 471). Í fyrsta lagi þurfti sakamaðurinn að hafa greitt þær skaðabætur sem kynnu að hafa fylgt dómi og áttu 5 ár að hafa liðið frá lokum afplánunar dóms án þess að hann yrði brotlegur við lög. Uppreist æru fékkst ekki án umsóknar og þurfti þá að fá „álitsskjal yfirvalds þess og bæjar- eða sveitarstjórnar, sem í hlut á“. Þetta yfirvald sá svo um að senda gögnin til háyfirvaldsins eða dómsmálastjórnarinnar. Þar áttu einnig að vera afrit af dómnum og nákvæm skýrsla um dvalarstaði viðkomandi síðan afplánun lauk. Að lokum átti að sýna fram á að hegðun hans þessi ár hefði verið „ólastanleg“ „með vottorði áreiðanlegra manna, sem hafa átt kost á að taka vandlega eptir breytni hans“. Sá sem uppfyllti þessi skilyrði átti rétt á uppreist æru og sá sem vottaði tók þess vegna þátt í að samborgari hans gæti endurheimt réttindi sem honum bar. Þegar samhengis er gætt kemur varla annar skilningur til greina en að með vottorðinu hafi löggjafinn viljað forðast að veita mönnum uppreist æru sem hefðu snúið til fyrri hátta eða einboðið væri að yrðu skömmu síðar ákærðir fyrir annað brot og myndu þá missa æruna á nýjan leik. Þetta var þess vegna jafnframt leið til þess að greina milli síbrotamanna og þeirra sem einu sinni höfðu hlotið dóm.Lokaorð – uppreist æru uppreistar æru Lögin um uppreist æru tóku síðar nokkrum breytingum og þau kunna að hafa verið úrelt nú þegar var síðast var átt við þau. Þá hefðu þau samt sem áður verðskuldað vandaðri sögulega umfjöllun en raunin varð í greinargerðinni með frumvarpi til breytinganna, því að mikilvægt er að skilja að þegar lýðræði var í mótun á 19. öld voru lög um um uppreist æru hluti þeirra mikilvægu umbóta sem voru þjóðfélaginu öllu til hagsbóta. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í undanförnum umræðum um lög sem snúa að uppreist æru þeirra sem hafa verið dæmdir til refsingar og lokið afplánun hefur náðst óvenjuleg þverpólitísk samstaða um forneskju þessa fyrirkomulags. Kastað hefur verið fram hugmyndum um að það megi skýra af því hve fámennt landið var og svo hafa lögin um uppreist æru verið rakin til feðraveldis (sbr. t.d. ræðu Svandísar Svavarsdóttur á Alþingi 26.9.2017, birt í Kvennablaðinu þann 2.7) og sögð eiga heima á öskuhaugum sögunnar með hólmgöngum, fimmtardómi og lýriti (Fréttablaðið 25.9.2017, bls. 9). Það getur hins vegar skipt máli að flokka ruslið áður en því er hent á öskuhauga sögunnar. Ekki þekki ég til þess að hólmgöngur hafi verið hluti réttarkerfisins hérlendis en þær hafa í síðasta lagi orðið kolólöglegar þegar veraldlegt vald var framselt að fullu til Noregskonungs með gildistöku Jónsbókar árið 1281. Þá var hefnd bönnuð en opinber refsiréttur varð til og konungur tók sæti sem æðsti dómari um lögbrot sem sú bók tók til. Með henni hvarf fimmtardómur og samkvæmt Sigurði Líndal tók orðið „lögfesta“ þá einnig við af hugtakinu „lýriti“ (í Tímariti lögfræðinga 48/4/1998, bls. 296). Uppreist æru var hins vegar ekki sett í lög fyrr en árið 1870, eða næstum sex öldum eftir að ofangreind hugtök úreltust og þess vegna er ógjörningur að leggja þessi hugtök að jöfnu. Til stuðnings þessu fylgir stutt sögulegt ágrip.Um brot sem vörðuðu líf og æru í sex aldir Á meðan Jónsbók var við lýði var að finna flest brot sem vörðuðu ströngustu refsingar konungs, svo sem útlegð, í þeim kafla hennar sem heitir Mannhelgisbálkur. Árið 1275 var lögtekinn nýr kristinréttur og samkvæmt honum mátti biskup einnig dæma menn til útlegðar með bannsetningu fyrir tiltekin brot sem heyrðu undir kirkjuvald. Afmarkaður refsiréttur var þó ekki til heldur sagði til um refsingar og viðurlög við brotum eftir því sem þau komu fyrir í lögunum með geysiflóknum ákvæðum um vaxandi refsingu við ítrekuð brot. Að jafnaði missti útlægur maður réttindi sín, eignir og líf. Undantekningar gátu þó orðið ef konungi hugnaðist annað og kom því fyrir að sakamönnum væri stefnt utan. Útlagar í kristni gátu á hinn bóginn notið kirkjugriða að uppfylltum skilyrðum og munu þá hafa haldið lífi en hvorki eignum né réttindum. Eftir siðaskipti voru lögin um kirkjugrið afnumin þegar konungur eignaði sér öll sakamál og Stóridómur var settur í staðinn árið 1564. Eftirleiðis var ýmsum nýjum líkamlegum refsingum beitt, svo sem húðláti og hýðingum og útlagar í kristni áttu yfir höfði sér líflát eins og aðrir útlagar þótt nýjar aftökuaðferðir bættust við. Með einveldi á síðari hluta 17. aldar voru enn sett ný lög fyrir ríkið sem tókst þó ekki vel að innleiða hérlendis og voru Jónsbók og Stóridómur þess vegna notaðir áfram. Þó fjölgaði refsitegundum og mátti nú kagstrýkja suma brotamenn, setja aðra í gapastokk eða brennimerkja, svo nokkuð sé nefnt. Þegar sektardómur féll fyrir brot sem varðaði líf, limi og eignir, missti sakamaðurinn einnig ávallt æruna, og með henni þau réttindi sem lög tryggðu mönnum að öllu jöfnu. Þeir sem lifðu af dóm um refsivert brot höfðu eftir það skert réttindi, en þeir sem teknir voru af lífi fengu ekki greftrun í vígðri mold. Réttindamissirinn gekk því yfir gröf og dauða. Ærumissir leiddi af sér missi hvers konar embættis ef það átti við, en einnig rétt til að reka mál fyrir dómi eða sitja dóm. Ærulaus maður gat ekki stundað viðskipti og var jafnvel óheimilt að eiga eignir. Í sumum tilvikum gat maki þess dæmda fengið leyfi til hjónaskilnaðar og er þá ekki allt talið. Þetta hefur ekki verið kannað hérlendis og lítið er því hægt að fullyrða um framkvæmd. Tilhneigingin í átt til einföldunar á þessu flókna kerfi sést vel í lagabreytingum á 18. öld. Í Danmörku var hætt að grafa aftekna menn sem ekki höfðu verið hálshöggnir utan kirkjugarðs árið 1737, en þó var óheimilt að hafa athöfn. Opinberar skriftir voru aflagðar 1776 og bannsetning 1782 og dró það mjög úr flækjum við meðferð endurtekinna brota. Eftir því sem leið á öldina var lögð þrælavinna eða betrunarvist við sífellt fleiri brotum, ásamt fangelsi upp á vatn og brauð. Smám saman tók fangelsi í einhverri mynd við sem meginrefsing fyrir flest brot, bæði stærri og minni. Breytingin varð hægari á Íslandi en í Danmörku því að fangelsi var ekki til í landinu, en einnig sökum þess að Stóridómur og Mannhelgisbálkur Jónsbókar voru enn fullgildir í meðferð sakamála fram til ársins 1838 þegar þeir voru loks afnumdir með tilskipun frá konungi.Almenn hegningarlög í stað Jónsbókar og Stóradóms Afnám Jónsbókar og Stóradóms á Íslandi varð í beinu samhengi við stjórnskipunarbreytingar sem stóðu fyrir dyrum í Danaveldi. Tilgangur konungs var að koma málum svo fyrir að ný lagasetning í ríkinu skyldi einnig gilda hérlendis og í undirbúningi var að setja almenn og heildstæð hegningarlög í lýðræðislegum anda. Almennu hegningarlögin voru óaðskiljanlegur hluti nýrrar stjórnskipunar fyrir ríkið sem hafði verið staðfest árið 1849 með nýrri stjórnarskrá, en varð endanlega á Íslandi árið 1874. Nýja stjórnskipanin var lýðræðisleg, sem þýðir að í henni var gert ráð fyrir þrískiptu valdi og landsmenn voru skilgreindir sem „borgarar“ í stað þess að vera þegnar konungs sem hafði áður verið deilt í stéttir með mismunandi sérréttindi. Skyldu nú allir njóta borgararéttinda þar sem kosningaréttur var innifalinn. Almennu hegningarlögin voru vandlega undirbúin með afnámi gamalla laga sem vörðuðu glæpi, refsingu og alla málsmeðferð. Árið 1825 hafði eignaupptaka verið lögð niður, en hún hafði verið fylgifiskur útlegðar eins og áður getur. Útlegð var svo afnumin sem refsing árið 1831. Hýðingar voru sömuleiðis afteknar fyrir fullorðið fólk en ærumissir, þ.e. réttindamissir í kjölfar refsidóms, var ekki afnuminn. Eitt af markmiðum laganna var að bæta stöðu sakamanna með því að koma í veg fyrir að dæmt yrði mörgum sinnum fyrir sama mál og skyldi refsing samræmd þannig að sakamenn afplánuðu refsingu með fangavist í einhverri mynd fyrir sérhvert brot. Að vísu var einnig gert ráð fyrir lífláti, en slíkur dómur var aldrei fullnustaður hérlendis en í lögunum frá 1869 var gert ráð fyrir að þeir sem teknir yrðu af lífi fengju kirkjulega greftrun, en þó í kyrrþey. Nokkru fyrr, eða 1854 hafði danska tilskipunin frá 1737 verið lögtekin hér ásamt tilslökunum um greftrun þeirra sem tóku eigið líf. Refsingar sem almennu hegningarlögin töldu voru eftirfarandi: „líflát, hegningarvinna, fangelsi, sektir og missir embættis, sýslunar eða kosningarétts“ ((Sic!) Kap. 2. 10. gr.) Þótt upptalningin gefi annað til kynna, varðaði ekkert lögbrot þó í sjálfu sér missi embættis, sýslunar eða kosningaréttar. Svo virðist því sem ekki hafi verið heimilt að dæma mann aðeins frá embætti, sýslun eða kosningarétti fyrir lögbrot, en dæmdir sakamenn misstu þessi réttindi þó. Æru- eða réttindamissir var því sjálfstæð afleiðing sektardóms sem má aðgreina frá settri refsingu. Þetta var til komið af því að fangelsisdómur var skilgetið afkvæmi útlegðarákvæðanna gömlu, eða ef til vill afbrigði af þeim. Með almennu hegningarlögunum var málum því svo fyrir komið að afleiðingar sektardóma voru annars vegar fangavist af ákveðinni tímalengd og hins vegar varanlegur ærumissir. En réttindamissir horfði nú öðruvísi við en áður vegna þess að borgararéttindi eru meðal hornsteina lýðræðislegrar stjórnskipunar. Þess vegna fylgdi tilskipun um uppreist æru í kjölfar almennu hegningarlaganna og má segja að með henni hafi hegningarlögin fyrst verið fullsköpuð sem hluti hins nýja réttarríkis.Uppreist æru Tilskipun um uppreist æru kom fyrst fram í danska konungsríkinu árið 1868 og var hún birt hérlendis árið 1870. Þar segir í íslenskri útgáfu: „Með þeim skilmálum, sem hjer á eptir segir, má veita þeim manni, sem hefir með dómi verið dæmdur sekur um eitthvert það verk, sem svívirðilegt er að almennings áliti, uppreist æru sinnar, er hann er búinn að úttaka hegninguna, eður hegningin hefur verið gefin honum upp.“ (Lovsamling for Island XX 470). Það sem „svívirðilegt er að almennings áliti“ er þýðing úr dönsku: „i den offentlige Mening vanærende Handling“ (bls. 473), sem í nákvæmari útfærslu á við þann sem fundinn verður sekur með dómi um nokkurt það verk sem sé „æruskerðandi samkvæmt opinberum skilningi“. Líklegt má telja að „opinber skilningur“ sé þýtt sem „almennings álit“ með tilliti til lýðræðishugmyndanna sem verið var að innleiða, en ljóst er að þeir sem þetta skrifuðu þekktu vel þau brot sem vörðuðu æru manna. Það hugtak var þeim tamt úr eldri lögum, ekki sem gildisdómur, heldur sem lagahugtak sem gerði útslagið um þjóðfélagsstöðu manna og jafnvel líf.Tilgangur þess að reisa upp æru manna og aðferð Tilgangur þess að setja lög um uppreist æru var af tvennum toga. Annað var að setja tímatakmarkanir á ærumissi í anda þeirra umbóta sem lögin stóðu fyrir þar sem aðrar refsingar en ærumissir voru skilmerkilega afmarkaðar. Þetta var leiðrétt með tilskipuninni. Hitt markmiðið var að uppreist ærunnar yrði ekki komin undir ákvörðun konungs, sem var auðvitað ófært í réttarríki. Í staðinn skyldu dæmdir menn allir hafa sama rétt til að reisa við æru sína burtséð frá þjóðfélagsstöðu og broti. Þess vegna staðsetti löggjafinn uppreistina innan framkvæmdarvaldsins en ekki dómsvaldsins sem stjórnsýsluathöfn. Til þess að æra manna fengist reist upp þurfti að uppfylla skilyrði. (Lovsamling for Island XX bls. 471). Í fyrsta lagi þurfti sakamaðurinn að hafa greitt þær skaðabætur sem kynnu að hafa fylgt dómi og áttu 5 ár að hafa liðið frá lokum afplánunar dóms án þess að hann yrði brotlegur við lög. Uppreist æru fékkst ekki án umsóknar og þurfti þá að fá „álitsskjal yfirvalds þess og bæjar- eða sveitarstjórnar, sem í hlut á“. Þetta yfirvald sá svo um að senda gögnin til háyfirvaldsins eða dómsmálastjórnarinnar. Þar áttu einnig að vera afrit af dómnum og nákvæm skýrsla um dvalarstaði viðkomandi síðan afplánun lauk. Að lokum átti að sýna fram á að hegðun hans þessi ár hefði verið „ólastanleg“ „með vottorði áreiðanlegra manna, sem hafa átt kost á að taka vandlega eptir breytni hans“. Sá sem uppfyllti þessi skilyrði átti rétt á uppreist æru og sá sem vottaði tók þess vegna þátt í að samborgari hans gæti endurheimt réttindi sem honum bar. Þegar samhengis er gætt kemur varla annar skilningur til greina en að með vottorðinu hafi löggjafinn viljað forðast að veita mönnum uppreist æru sem hefðu snúið til fyrri hátta eða einboðið væri að yrðu skömmu síðar ákærðir fyrir annað brot og myndu þá missa æruna á nýjan leik. Þetta var þess vegna jafnframt leið til þess að greina milli síbrotamanna og þeirra sem einu sinni höfðu hlotið dóm.Lokaorð – uppreist æru uppreistar æru Lögin um uppreist æru tóku síðar nokkrum breytingum og þau kunna að hafa verið úrelt nú þegar var síðast var átt við þau. Þá hefðu þau samt sem áður verðskuldað vandaðri sögulega umfjöllun en raunin varð í greinargerðinni með frumvarpi til breytinganna, því að mikilvægt er að skilja að þegar lýðræði var í mótun á 19. öld voru lög um um uppreist æru hluti þeirra mikilvægu umbóta sem voru þjóðfélaginu öllu til hagsbóta. Höfundur er sagnfræðingur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun