Er bót fyrir leigjendur í nýju húsnæðisbótakerfi? Helga Ingólfsdóttir skrifar 10. apríl 2017 11:00 Nýtt kerfi húsnæðisbóta til stuðnings leigjendum tók gildi um síðustu áramót. Markmið laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leiguhúsnæðis. Eftir þriggja ára vinnu og víðtækt samráð þar sem leitað var til hagsmunahópa er niðurstaðan flókið og ógagnsætt kerfi þar sem leigjendur þurfa nú að sækja um bætur á tveimur stöðum. Á vefsíðunni húsbót.is er hægt að sækja rafrænt um húsnæðisbætur og fá útreikning á mögulegum húsnæðisstuðningi sem ríkissjóður veitir. Síðan sjá sveitarfélög um að greiða sérstakan húsnæðisstuðning sem sækja þarf um hjá viðkomandi sveitarfélagi og það er mismunandi hvernig sveitarfélögin útfæra viðmiðunarreglur Velferðarráðuneytisins sem gera ráð fyrir því að leigjendur sýni fram á erfiða félagslega stöðu hjá sínu sveitarfélagi til þess að fá sérstakan húsnæðisstuðning. Hafnarfjarðarbær ákvað svo dæmi sé tekið að fara ekki þá leið að skilyrða umsækjendur með þessum hætti enda ljóst að lágar tekjur skapa félagslega erfiðar aðstæður og umsækjendur uppfylla þar með skilyrði til sérstakra húsnæðisbóta samkvæmt lögunum að mati sveitarfélagsins. Í lögunum sem tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn voru tekjuviðmið ekki uppfærð þannig að einstaklingar með lágmarksframfærslu almannatrygginga fengu ekki fullar húsnæðisbætur. Það er til bóta að í síðustu viku ákvað velferðarráðuneytið að hækka viðmið tekna sem leigjendur geta haft áður en þær skerða rétt til húsnæðisbóta. Með breytingunni má einstaklingur hafa rúmlega 280 þúsund á mánuði án þess að til skerðingar komi en var áður 258 þúsund. Það er jákvætt að ráðherra félags- og jafnréttismála skuli hafa brugðist hratt og vel við og gert þessa breytingu sem er til bóta en því miður er þörf á því að gera fleiri breytingar á þessum lögum ef þau eiga að þjóna tilgangi sínum. Það er mikilvægt fyrir okkur, íbúa landsins, að búa við gegnsætt og opið kerfi í húsnæðismálum þar sem unnt er að bera saman kosti og galla við mismunandi búsetuform. Í nýju húsnæðisbótakerfi er ekki hugað að þessum þætti heldur er þvert á móti verið að gera leigjendum erfiðara fyrir með tvöföldu kerfi og flóknu umsóknarferli. Viljum við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýtt kerfi húsnæðisbóta til stuðnings leigjendum tók gildi um síðustu áramót. Markmið laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leiguhúsnæðis. Eftir þriggja ára vinnu og víðtækt samráð þar sem leitað var til hagsmunahópa er niðurstaðan flókið og ógagnsætt kerfi þar sem leigjendur þurfa nú að sækja um bætur á tveimur stöðum. Á vefsíðunni húsbót.is er hægt að sækja rafrænt um húsnæðisbætur og fá útreikning á mögulegum húsnæðisstuðningi sem ríkissjóður veitir. Síðan sjá sveitarfélög um að greiða sérstakan húsnæðisstuðning sem sækja þarf um hjá viðkomandi sveitarfélagi og það er mismunandi hvernig sveitarfélögin útfæra viðmiðunarreglur Velferðarráðuneytisins sem gera ráð fyrir því að leigjendur sýni fram á erfiða félagslega stöðu hjá sínu sveitarfélagi til þess að fá sérstakan húsnæðisstuðning. Hafnarfjarðarbær ákvað svo dæmi sé tekið að fara ekki þá leið að skilyrða umsækjendur með þessum hætti enda ljóst að lágar tekjur skapa félagslega erfiðar aðstæður og umsækjendur uppfylla þar með skilyrði til sérstakra húsnæðisbóta samkvæmt lögunum að mati sveitarfélagsins. Í lögunum sem tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn voru tekjuviðmið ekki uppfærð þannig að einstaklingar með lágmarksframfærslu almannatrygginga fengu ekki fullar húsnæðisbætur. Það er til bóta að í síðustu viku ákvað velferðarráðuneytið að hækka viðmið tekna sem leigjendur geta haft áður en þær skerða rétt til húsnæðisbóta. Með breytingunni má einstaklingur hafa rúmlega 280 þúsund á mánuði án þess að til skerðingar komi en var áður 258 þúsund. Það er jákvætt að ráðherra félags- og jafnréttismála skuli hafa brugðist hratt og vel við og gert þessa breytingu sem er til bóta en því miður er þörf á því að gera fleiri breytingar á þessum lögum ef þau eiga að þjóna tilgangi sínum. Það er mikilvægt fyrir okkur, íbúa landsins, að búa við gegnsætt og opið kerfi í húsnæðismálum þar sem unnt er að bera saman kosti og galla við mismunandi búsetuform. Í nýju húsnæðisbótakerfi er ekki hugað að þessum þætti heldur er þvert á móti verið að gera leigjendum erfiðara fyrir með tvöföldu kerfi og flóknu umsóknarferli. Viljum við það?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun