Fjármálaráðherrann fékk hrossatað í gjöf Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2017 09:44 Mnuchin óskar sér líklega að hann hefði frekar fengið kartöflu í skóinn. Vísir/AFP Sending sem stíluð var á Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og óttast var að væri sprengja reyndist vera hrossatað sem ósáttur kjósandi sendi innpakkað. Pakkanum fylgdi kort með ókvæðisorðum um Donald Trump forseta og skattalöggjöf repúblikana. Í frétt Reuters kemur fram að pakkinn hafi fundist í innkeyslu nágranna Mnuchin í Bel Air-hverfi Los Angeles á Þorláksmessu. Sprengjusveit lögreglunnar í Los Angeles gegnumlýsti pakkann áður en hann var opnaður en hann innihélt hins vegar aðeins taðið. Washington Post segir að gjöfin hafi verið merkt frá „bandarísku þjóðinni.“ Mnuchin er sagður hafa verið að heiman þegar uppákoman átti sér stað. Hann er fyrrverandi forstjóri hjá Goldman Sachs-bankanum og hefur fjármagnað Hollywood-kvikmyndir. Bandaríska leyniþjónustan er sögð rannsaka málið.Óvinsælar skattabreytingarRepúblikanar á Bandaríkjaþingi samþykktu umfangsmiklar breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna skömmu fyrir jól. Þær fela í sér meiriháttar skattalækkanir fyrir fyrirtæki og tímabundnar lækkanir fyrir einstaklinga. Gagnrýndur frumvarpsins hafa kallað það meiriháttar gjöf til stórfyrirtækja og stóreignafólks í Bandaríkjunum. Meirihluti Bandaríkjamanna hefur verið andsnúinn lögunum í skoðanakönnunum þrátt fyrir að greiningar á þeim bendi til þess að skattar flestra Bandaríkjamanna lækki. Fréttir um að Trump forseti hafi sagt auðugum félögum í golfklúbbi hans í Mar-a-Lago á föstdag að þeir hafi „allir orðið miklu ríkari“ eftir að lögin voru samþykkt eru ólíklegar til að breyta skoðun margra að lögin hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Sending sem stíluð var á Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og óttast var að væri sprengja reyndist vera hrossatað sem ósáttur kjósandi sendi innpakkað. Pakkanum fylgdi kort með ókvæðisorðum um Donald Trump forseta og skattalöggjöf repúblikana. Í frétt Reuters kemur fram að pakkinn hafi fundist í innkeyslu nágranna Mnuchin í Bel Air-hverfi Los Angeles á Þorláksmessu. Sprengjusveit lögreglunnar í Los Angeles gegnumlýsti pakkann áður en hann var opnaður en hann innihélt hins vegar aðeins taðið. Washington Post segir að gjöfin hafi verið merkt frá „bandarísku þjóðinni.“ Mnuchin er sagður hafa verið að heiman þegar uppákoman átti sér stað. Hann er fyrrverandi forstjóri hjá Goldman Sachs-bankanum og hefur fjármagnað Hollywood-kvikmyndir. Bandaríska leyniþjónustan er sögð rannsaka málið.Óvinsælar skattabreytingarRepúblikanar á Bandaríkjaþingi samþykktu umfangsmiklar breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna skömmu fyrir jól. Þær fela í sér meiriháttar skattalækkanir fyrir fyrirtæki og tímabundnar lækkanir fyrir einstaklinga. Gagnrýndur frumvarpsins hafa kallað það meiriháttar gjöf til stórfyrirtækja og stóreignafólks í Bandaríkjunum. Meirihluti Bandaríkjamanna hefur verið andsnúinn lögunum í skoðanakönnunum þrátt fyrir að greiningar á þeim bendi til þess að skattar flestra Bandaríkjamanna lækki. Fréttir um að Trump forseti hafi sagt auðugum félögum í golfklúbbi hans í Mar-a-Lago á föstdag að þeir hafi „allir orðið miklu ríkari“ eftir að lögin voru samþykkt eru ólíklegar til að breyta skoðun margra að lögin hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira