Sameiginleg yfirlýsing á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins skrifar 8. mars 2017 09:30 Evrópusambandið stendur í dag með konum í Evrópu og um allan heim, eins og það hefur gert allt frá stofnun þess. Fyrir sextíu árum síðan var jafnrétti karla og kvenna rammað inn í Rómarsáttmálann, sem eitt af grunngildum Evrópusambandsins. Á þeim tíma var stuðningur Evrópu við prinsippið um sömu laun fyrir sömu vinnu einstakur í heiminum. Síðan þá hefur ESB haldið forystunni og náð sýnilegum árangri á öllum vígstöðvum. Við vinnum þrotlaust að því að verja rétt kvenna og valdefla þær í baráttunni gegn mismunun og kynbundnu ofbeldi. Árið 2017 eru fleiri konur við störf, fleiri konur sem útskrifast úr háskólum og fleiri konur virkar í stjórnmálum og efri stjórnunarstöðum við evrópsk fyrirtæki en nokkru sinni fyrr. Innan Framkvæmdastjórnar ESB eru konur 55% alls vinnuafls. Engu að síður harka of margar konur, ekki síst einstæðar mæður, til að öðlast efnahagslegt sjálfstæði innan Evrópusambandsins. Atvinnuþátttaka kvenna innan Evrópusambandsins náði sögulegu hámarki í 65,5% árið 2016, og er þó enn verulegur munur á henni og 77% atvinnuþátttöku karla. Betur má ef duga skal, bæði innan og utan Evrópu. Konur eru iðulega á meðal hinna berskjölduðustu, í átökum, við fólksflutninga og vergang og við aðstæður þar sem fátækt og loftslagsbreytingar hafa hvað verst áhrif. Í samhengi yfirstandandi fólksflutninga fjölgar að auki gríðarlega þeim konum sem eru fórnarlömb mansals og koma til Evrópsambandsins. Umburðarleysi í garð kvenna og kvenfyrirlitning birtast í almannarýminu ekki síður en í huglausu skjóli nafnleyndar á netinu. Árásir gegn réttindum kvenna færast í aukana. Of margir Evrópubúar halda enn að kynmök án samþykkis geti verið réttlætanleg. Þá eru konur í fremstu víglínu mismununar og ofbeldis, ekki síst á átakasvæðum heims. Hins vegar eru konur einnig þær fyrstu til að leita lausna, til að leita staðfestu á tímum áskorana og finna framtíðarsýn fyrir lönd sín. Þess vegna heldur ESB áfram að starfa með kvennahópum um allan heim, einnig í erfiðustu aðstæðum, á við Afganistan og Sýrland. Við munum enn sem fyrr grípa til aðgerða, bæði heima og erlendis. Einkum: Fyrir tilstilli Marksækins átaks um kynjajafnrétti 2016–2019 tekst Framkvæmdastjórn ESB á við ójöfnuð á lykilsviðum svo sem atvinnuþátttöku, launajöfnuði, aðkomu að ákvarðanatöku, og ofbeldi.Framkvæmdastjórn ESB hefur tileinkað árið 2017 útrýmingu allra tegunda ofbeldis gegn konum og stúlkum.Framkvæmdastjórnin mun á árinu kynna nýtt átak í þágu jafnvægis á milli einkalífs og atvinnu fyrir foreldra og aðstandendur.Samkvæmt tillögum að endurbótum á hinu sameiginlega evrópska hælisveitingakerfi munu þær konur sem koma til Evrópu í leit að vernd og hafa orðið fyrir tjóni njóta heilbrigðisþjónustu, lögfræðiráðgjafar, áfallahjálpar, félags- og sálfræðiráðgjafar.Framkvæmdastjórnin mun halda áfram að taka mið af kynjavíddinni í forvörnum og baráttu gegn mansali við innleiðingu stefnu sinnar og löggjafar í málaflokknumÁ sviði utanríkismála mun Framkvæmdastjórnin, fyrir tilstuðlan Aðgerðaáætlunar ESB í kynjamálum 2016–2020, einkum miða við að veita stuðning þeim konum og stúlkum sem víða um veröld er haldið frá menntunartækifærum og frá jöfnum aðgangi að heilbrigðisþjónustu og ráðagerð við stofnun fjölskyldu, frá vinnumarkaði og frá stjórnmálaþátttöku, um leið og þær verða fyrir mismunun í lögum og reglum um erfðarétt, ríkisborgararétt og eignarhald á landi.Til að tryggja að stuðningurinn nái til hinna berskjölduðustu í heiminum, mun Framkvæmdastjórnin enn sem fyrr nálgast mannúðaraðstoð með tilliti til kyns.Framkvæmdastjórnin mun halda áfram að leiða brautina við innleiðingu markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, að meðtöldu kynjajafnrétti. Við megum ekki og við munum ekki leggja niður vopnin í baráttunni fyrir jöfnuði kynjanna, til að tryggja öryggi kvenna og stúlkna, og efla þær til að sjá afrakstur getu sinnar. Evrópusambandið er skuldbundið nú, eins og það var fyrir 60 árum, til að tryggja konum jafnrétti um allan heim. Frans Timmermans, fyrsti varaforseti Framkvæmdastjórnar ESB Federica Mogherini, æðsti talsmaður utanríkismála og öryggisstefnu ESB og varaforseti Framkvæmdastjórnarinnar Günther Oettinger, framkvæmdastjóri mannauðs og fjárreiða Johannes Hahn, framkvæmdastjóri nágrannastefnu og stækkunarviðræðna Neven Mimica, framkvæmdastjóri alþjóðasamstarfs og þróunar Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri innflytjenda- og innanríkismála Marianne Thyssen, framkvæmdastjóri atvinnumála, félagsmála og hreyfanleika vinnuafls Christos Stylianides, framkvæmdastjóri mannúðaraðstoðar og krísustjórnunar Vera Jourová, framkvæmdastjóri réttlætis-, jafnréttis- og neytendamála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Evrópusambandið stendur í dag með konum í Evrópu og um allan heim, eins og það hefur gert allt frá stofnun þess. Fyrir sextíu árum síðan var jafnrétti karla og kvenna rammað inn í Rómarsáttmálann, sem eitt af grunngildum Evrópusambandsins. Á þeim tíma var stuðningur Evrópu við prinsippið um sömu laun fyrir sömu vinnu einstakur í heiminum. Síðan þá hefur ESB haldið forystunni og náð sýnilegum árangri á öllum vígstöðvum. Við vinnum þrotlaust að því að verja rétt kvenna og valdefla þær í baráttunni gegn mismunun og kynbundnu ofbeldi. Árið 2017 eru fleiri konur við störf, fleiri konur sem útskrifast úr háskólum og fleiri konur virkar í stjórnmálum og efri stjórnunarstöðum við evrópsk fyrirtæki en nokkru sinni fyrr. Innan Framkvæmdastjórnar ESB eru konur 55% alls vinnuafls. Engu að síður harka of margar konur, ekki síst einstæðar mæður, til að öðlast efnahagslegt sjálfstæði innan Evrópusambandsins. Atvinnuþátttaka kvenna innan Evrópusambandsins náði sögulegu hámarki í 65,5% árið 2016, og er þó enn verulegur munur á henni og 77% atvinnuþátttöku karla. Betur má ef duga skal, bæði innan og utan Evrópu. Konur eru iðulega á meðal hinna berskjölduðustu, í átökum, við fólksflutninga og vergang og við aðstæður þar sem fátækt og loftslagsbreytingar hafa hvað verst áhrif. Í samhengi yfirstandandi fólksflutninga fjölgar að auki gríðarlega þeim konum sem eru fórnarlömb mansals og koma til Evrópsambandsins. Umburðarleysi í garð kvenna og kvenfyrirlitning birtast í almannarýminu ekki síður en í huglausu skjóli nafnleyndar á netinu. Árásir gegn réttindum kvenna færast í aukana. Of margir Evrópubúar halda enn að kynmök án samþykkis geti verið réttlætanleg. Þá eru konur í fremstu víglínu mismununar og ofbeldis, ekki síst á átakasvæðum heims. Hins vegar eru konur einnig þær fyrstu til að leita lausna, til að leita staðfestu á tímum áskorana og finna framtíðarsýn fyrir lönd sín. Þess vegna heldur ESB áfram að starfa með kvennahópum um allan heim, einnig í erfiðustu aðstæðum, á við Afganistan og Sýrland. Við munum enn sem fyrr grípa til aðgerða, bæði heima og erlendis. Einkum: Fyrir tilstilli Marksækins átaks um kynjajafnrétti 2016–2019 tekst Framkvæmdastjórn ESB á við ójöfnuð á lykilsviðum svo sem atvinnuþátttöku, launajöfnuði, aðkomu að ákvarðanatöku, og ofbeldi.Framkvæmdastjórn ESB hefur tileinkað árið 2017 útrýmingu allra tegunda ofbeldis gegn konum og stúlkum.Framkvæmdastjórnin mun á árinu kynna nýtt átak í þágu jafnvægis á milli einkalífs og atvinnu fyrir foreldra og aðstandendur.Samkvæmt tillögum að endurbótum á hinu sameiginlega evrópska hælisveitingakerfi munu þær konur sem koma til Evrópu í leit að vernd og hafa orðið fyrir tjóni njóta heilbrigðisþjónustu, lögfræðiráðgjafar, áfallahjálpar, félags- og sálfræðiráðgjafar.Framkvæmdastjórnin mun halda áfram að taka mið af kynjavíddinni í forvörnum og baráttu gegn mansali við innleiðingu stefnu sinnar og löggjafar í málaflokknumÁ sviði utanríkismála mun Framkvæmdastjórnin, fyrir tilstuðlan Aðgerðaáætlunar ESB í kynjamálum 2016–2020, einkum miða við að veita stuðning þeim konum og stúlkum sem víða um veröld er haldið frá menntunartækifærum og frá jöfnum aðgangi að heilbrigðisþjónustu og ráðagerð við stofnun fjölskyldu, frá vinnumarkaði og frá stjórnmálaþátttöku, um leið og þær verða fyrir mismunun í lögum og reglum um erfðarétt, ríkisborgararétt og eignarhald á landi.Til að tryggja að stuðningurinn nái til hinna berskjölduðustu í heiminum, mun Framkvæmdastjórnin enn sem fyrr nálgast mannúðaraðstoð með tilliti til kyns.Framkvæmdastjórnin mun halda áfram að leiða brautina við innleiðingu markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, að meðtöldu kynjajafnrétti. Við megum ekki og við munum ekki leggja niður vopnin í baráttunni fyrir jöfnuði kynjanna, til að tryggja öryggi kvenna og stúlkna, og efla þær til að sjá afrakstur getu sinnar. Evrópusambandið er skuldbundið nú, eins og það var fyrir 60 árum, til að tryggja konum jafnrétti um allan heim. Frans Timmermans, fyrsti varaforseti Framkvæmdastjórnar ESB Federica Mogherini, æðsti talsmaður utanríkismála og öryggisstefnu ESB og varaforseti Framkvæmdastjórnarinnar Günther Oettinger, framkvæmdastjóri mannauðs og fjárreiða Johannes Hahn, framkvæmdastjóri nágrannastefnu og stækkunarviðræðna Neven Mimica, framkvæmdastjóri alþjóðasamstarfs og þróunar Dimitris Avramopoulos, framkvæmdastjóri innflytjenda- og innanríkismála Marianne Thyssen, framkvæmdastjóri atvinnumála, félagsmála og hreyfanleika vinnuafls Christos Stylianides, framkvæmdastjóri mannúðaraðstoðar og krísustjórnunar Vera Jourová, framkvæmdastjóri réttlætis-, jafnréttis- og neytendamála
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar