Audi RS Q5 sýndur í Genf Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2017 11:30 Audi RS Q5. Audi á í vopnabúri sínu Q5 jepplinginn í kraftaútgáfunni SQ5. Nú skal gera enn betur og tefla fram mun aflmeiri útgáfu jepplingsins, Audi RS Q5. Þessi kraftaköggull er nú sýndur á bílasýningunni í Genf sem hófst í gær. Hann mun líklega fá sömu 450 hestafla vélina sem finna má í Audi RS4 og RS5 fólksbílunum. Sú vél er frá Porsche og er 2,9 lítra V6 með tveimur forþjöppum og togar 600 Nm. Þessi vél er semsagt með minna sprengirými en aflminni Audi SQ5 bíllinn sem er 3,0 lítra og 354 hestafla og með 500 Nm togi. Þarna munar hartnær 100 hestöflum og hafi sumum þótt Audi SQ5 bíllinn röskur, er komið hálfgert villidýr í formi þessa nýja Audi RS Q5 bíls. Hann verður sjöundi RS-bíll Audi, en fyrir eru RS3, RS Q3, TT RS, RS6, RS7 og R8 sportbíllinn. Búist er við því að nýr Audi RS Q5 verði þónokkuð sneggri í hundraðið en 5 sekúndur en SQ5 er 5,4 sek. Þá er búist við því að bíllinn kosti meira en 80.000 evrur í Þýskalandi, eða 9,8 milljónir króna. Audi SQ5 kostar 65.790 evrur. Það undarlega er að Audi SQ5 kostar 53.300 dollara í Bandaríkjunum og er því um 2 milljónum krónum ódýrari vestanhafs en í smíðalandinu Þýskalandi. Skrítin veröld það! Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent
Audi á í vopnabúri sínu Q5 jepplinginn í kraftaútgáfunni SQ5. Nú skal gera enn betur og tefla fram mun aflmeiri útgáfu jepplingsins, Audi RS Q5. Þessi kraftaköggull er nú sýndur á bílasýningunni í Genf sem hófst í gær. Hann mun líklega fá sömu 450 hestafla vélina sem finna má í Audi RS4 og RS5 fólksbílunum. Sú vél er frá Porsche og er 2,9 lítra V6 með tveimur forþjöppum og togar 600 Nm. Þessi vél er semsagt með minna sprengirými en aflminni Audi SQ5 bíllinn sem er 3,0 lítra og 354 hestafla og með 500 Nm togi. Þarna munar hartnær 100 hestöflum og hafi sumum þótt Audi SQ5 bíllinn röskur, er komið hálfgert villidýr í formi þessa nýja Audi RS Q5 bíls. Hann verður sjöundi RS-bíll Audi, en fyrir eru RS3, RS Q3, TT RS, RS6, RS7 og R8 sportbíllinn. Búist er við því að nýr Audi RS Q5 verði þónokkuð sneggri í hundraðið en 5 sekúndur en SQ5 er 5,4 sek. Þá er búist við því að bíllinn kosti meira en 80.000 evrur í Þýskalandi, eða 9,8 milljónir króna. Audi SQ5 kostar 65.790 evrur. Það undarlega er að Audi SQ5 kostar 53.300 dollara í Bandaríkjunum og er því um 2 milljónum krónum ódýrari vestanhafs en í smíðalandinu Þýskalandi. Skrítin veröld það!
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent