Júdasar í Jökulfjörðum Þröstur Ólafsson skrifar 19. júní 2017 09:45 Sonur sæll, þú veist ekki af hve litlu viti einni þjóð er stjórnað,“ á Axel Oxenstierna, ríkiskanslari Svíþjóðar undir Gustav Vasa, að hafa sagt. Verandi sjálfur annar valdamesti maður ríkisins um áratuga skeið, getur hann varla hafa haft alla aðra en sjálfan sig í huga. Mig rámaði í þessi orð við birtingu loftlagsskýrslu Hagfræðideildar Háskólans. Í kjölfar skýrslunnar birtust fréttir um stórtæk laxeldisáform bæði fyrir vestan og austan. Hugurinn reikaði um frækilegan afrekalista okkar í umhverfis-, loftlags- og auðlindamálum: ríkisstyrkta offramleiðslu lambakjöts, með tilheyrandi gróðureyðingu; náttúruspillandi uppistöðulón fyrir orkuver sem framleiða niðurgreitt rafmagn til mengandi stóriðju, sem sáralítinn virðisauka skilur eftir hérlendis; auk hamslausrar framræslu mýra. Þá hefur getuleysi ráðamanna undanfarinna ára til að ná tökum á átroðningi ferðafólks verið aumkunarvert. Upptalningin er ekki tæmandi. Umhverfismál okkar Íslendinga fá niðurlægjandi falleinkunn í skýrslunni, sama á hvaða mælikvarða er vegið. Við gerum sáralítið til að koma í veg fyrir fjölmengandi starfsemi á láði, í legi og í lofti. Þvert á móti. Framsýnt vit ráðamanna þjóðarinnar hefur lengi virst af skornum skammti. Náttúruvernd og loftslagsmál eru örlagamál heimsbyggðarinnar.Hagsmunabundin stjórnsýsla Eitt af því sem ríkisstjórn Jóhönnu gerði og miðaði að því að ná víðtækari framtíðarsýn og sterkari stjórnsýslu var að sameina örsmá, vanmegnug hagsmunatengd ráðuneyti í stærri heildir. Fyrsta verk ríkisstjórnar B+D-flokkanna var hins vegar að færa það að hluta til baka og veikja þar með stjórnsýslu ríkisins. Nú heldur ný ríkisstjórn þessu skemmdarstarfi áfram og endurreisir gamla úrelta dómsmálaráðuneytið. Vakin er athygli á þessu, því ein af ástæðum skelfilegs ástands í umhverfis- og loftlagsmálum okkar er vanburða stjórnsýsla samfara pólitísku áhugaleysi. Um þverbak keyrði þegar Sigurður Ingi, í upphafi ráðherradóms síns, ógilti nokkrar mikilvægar ráðstafanir í umhverfis- og náttúruverndarmálum sem búið var að ná samkomulagi um. Þetta gerði hann í nafni síns græna flokks. Það sagði allt um þau örlög sem biðu umhverfismálanna í þáverandi ríkisstjórn. Það sem eftir lifði stjórnartíma hennar lagðist alger sljóleiki og drómi yfir og um þennan málaflokk. Með nýjum ráðherra berast nú ferskir og uppörvandi vindar úr umhverfisráðuneytinu. Óvissa er þó, um styrk ráðherrans til að ná fram umdeildum en brýnum málum; starfsgetu þessa litla ráðuneytis og um metnað ríkisstjórnarinnar, þegar á hólminn er komið.Vits er þörf Mér brá ekki sérlega þegar virtur, fyrrverandi forseti Alþingis tók að sér formennsku í hagsmunasamtökum sem miða að því að fylla sem flesta firði landsins mengandi laxeldi. Það er eðlilegt starfsframhald þeirra þingmanna, sem líta á hagsmunagæslu fyrir sérhópa sem megin tilganginn með þingsetu sinni. Það er öfugsnúið að þingmenn skuli eyða meiri tíma í að finna leiðir til að arðræna auðlindir þjóðarinnar en vernda þær og varðveita. Ég neita því þó ekki, að ég bjóst við meiri metnaði. Ég hafði líka vænst þess að við lærðum af mistökum Norðmanna, en létum þá ekki ginna okkur enn einu sinni á foraðið. Dugði ekki að Norðmenn nánast útrýmdu hvölum við Íslandsstrendur og gengu af síldinni dauðri. Er nú komið að því að spilla hreinleika íslenskra fjarða? Það vita allir sem vilja, að sáralítill virðisauki verður eftir hérlendis af þessari starfsemi en bæði útgjöld og langvarandi mengun. Við Íslendingar eigum mikla náttúruperlu sem við nefnum Friðland á Hornströndum. Þessi hluti landsins hefur verið friðaður um áratuga skeið. Land, vatn og sjór eru þar hrein og ómenguð. Frárennsli frá byggð er hverfandi og engin vélknúin umferð. Nú skal bundinn hér endi á. Framkvæmdastjóri eins laxeldisfyrirtækisins tjáði sig í blaðaviðtali um hve ákjósanlegt væri að hefja laxeldi í Jökulfjörðum. Mig hryllti við. Gefa ágengni og fégræðgi engin grið? Er hamsleysi okkar gagnvart náttúru landsins óstöðvandi? Nú reynir á vilja og metnað ráðamanna. Ætla Alþingi og ríkisstjórn að sitja aðgerðalaus hjá eða koma í veg fyrir ósómann? Vonandi tilheyrir það fortíðinni að þjóðinni sé stjórnað af litlu og skammsýnu viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sonur sæll, þú veist ekki af hve litlu viti einni þjóð er stjórnað,“ á Axel Oxenstierna, ríkiskanslari Svíþjóðar undir Gustav Vasa, að hafa sagt. Verandi sjálfur annar valdamesti maður ríkisins um áratuga skeið, getur hann varla hafa haft alla aðra en sjálfan sig í huga. Mig rámaði í þessi orð við birtingu loftlagsskýrslu Hagfræðideildar Háskólans. Í kjölfar skýrslunnar birtust fréttir um stórtæk laxeldisáform bæði fyrir vestan og austan. Hugurinn reikaði um frækilegan afrekalista okkar í umhverfis-, loftlags- og auðlindamálum: ríkisstyrkta offramleiðslu lambakjöts, með tilheyrandi gróðureyðingu; náttúruspillandi uppistöðulón fyrir orkuver sem framleiða niðurgreitt rafmagn til mengandi stóriðju, sem sáralítinn virðisauka skilur eftir hérlendis; auk hamslausrar framræslu mýra. Þá hefur getuleysi ráðamanna undanfarinna ára til að ná tökum á átroðningi ferðafólks verið aumkunarvert. Upptalningin er ekki tæmandi. Umhverfismál okkar Íslendinga fá niðurlægjandi falleinkunn í skýrslunni, sama á hvaða mælikvarða er vegið. Við gerum sáralítið til að koma í veg fyrir fjölmengandi starfsemi á láði, í legi og í lofti. Þvert á móti. Framsýnt vit ráðamanna þjóðarinnar hefur lengi virst af skornum skammti. Náttúruvernd og loftslagsmál eru örlagamál heimsbyggðarinnar.Hagsmunabundin stjórnsýsla Eitt af því sem ríkisstjórn Jóhönnu gerði og miðaði að því að ná víðtækari framtíðarsýn og sterkari stjórnsýslu var að sameina örsmá, vanmegnug hagsmunatengd ráðuneyti í stærri heildir. Fyrsta verk ríkisstjórnar B+D-flokkanna var hins vegar að færa það að hluta til baka og veikja þar með stjórnsýslu ríkisins. Nú heldur ný ríkisstjórn þessu skemmdarstarfi áfram og endurreisir gamla úrelta dómsmálaráðuneytið. Vakin er athygli á þessu, því ein af ástæðum skelfilegs ástands í umhverfis- og loftlagsmálum okkar er vanburða stjórnsýsla samfara pólitísku áhugaleysi. Um þverbak keyrði þegar Sigurður Ingi, í upphafi ráðherradóms síns, ógilti nokkrar mikilvægar ráðstafanir í umhverfis- og náttúruverndarmálum sem búið var að ná samkomulagi um. Þetta gerði hann í nafni síns græna flokks. Það sagði allt um þau örlög sem biðu umhverfismálanna í þáverandi ríkisstjórn. Það sem eftir lifði stjórnartíma hennar lagðist alger sljóleiki og drómi yfir og um þennan málaflokk. Með nýjum ráðherra berast nú ferskir og uppörvandi vindar úr umhverfisráðuneytinu. Óvissa er þó, um styrk ráðherrans til að ná fram umdeildum en brýnum málum; starfsgetu þessa litla ráðuneytis og um metnað ríkisstjórnarinnar, þegar á hólminn er komið.Vits er þörf Mér brá ekki sérlega þegar virtur, fyrrverandi forseti Alþingis tók að sér formennsku í hagsmunasamtökum sem miða að því að fylla sem flesta firði landsins mengandi laxeldi. Það er eðlilegt starfsframhald þeirra þingmanna, sem líta á hagsmunagæslu fyrir sérhópa sem megin tilganginn með þingsetu sinni. Það er öfugsnúið að þingmenn skuli eyða meiri tíma í að finna leiðir til að arðræna auðlindir þjóðarinnar en vernda þær og varðveita. Ég neita því þó ekki, að ég bjóst við meiri metnaði. Ég hafði líka vænst þess að við lærðum af mistökum Norðmanna, en létum þá ekki ginna okkur enn einu sinni á foraðið. Dugði ekki að Norðmenn nánast útrýmdu hvölum við Íslandsstrendur og gengu af síldinni dauðri. Er nú komið að því að spilla hreinleika íslenskra fjarða? Það vita allir sem vilja, að sáralítill virðisauki verður eftir hérlendis af þessari starfsemi en bæði útgjöld og langvarandi mengun. Við Íslendingar eigum mikla náttúruperlu sem við nefnum Friðland á Hornströndum. Þessi hluti landsins hefur verið friðaður um áratuga skeið. Land, vatn og sjór eru þar hrein og ómenguð. Frárennsli frá byggð er hverfandi og engin vélknúin umferð. Nú skal bundinn hér endi á. Framkvæmdastjóri eins laxeldisfyrirtækisins tjáði sig í blaðaviðtali um hve ákjósanlegt væri að hefja laxeldi í Jökulfjörðum. Mig hryllti við. Gefa ágengni og fégræðgi engin grið? Er hamsleysi okkar gagnvart náttúru landsins óstöðvandi? Nú reynir á vilja og metnað ráðamanna. Ætla Alþingi og ríkisstjórn að sitja aðgerðalaus hjá eða koma í veg fyrir ósómann? Vonandi tilheyrir það fortíðinni að þjóðinni sé stjórnað af litlu og skammsýnu viti.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun