Vogunarsjóðurinn Attestor bætir við hlut sinn í Arion fyrir 800 milljónir Hörður Ægisson skrifar 27. september 2017 06:30 Hlutafjártboð og skráning Arion frestast fram á næsta ár. vísir/anton brink Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hefur bætt við sig tæplega hálfs prósents eignarhlut í Arion banka fyrir rúmlega 800 milljónir króna en seljandi bréfanna var Kaupþing. Sjóðurinn nýtti sér lítinn hluta kaupréttar sem hann átti í bankanum en eftir kaupin á Attestor Capital rúmlega 10,4 prósenta hlut í Arion banka. Kaup vogunarsjóðsins voru gerð daginn áður en kauprétturinn rann út um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins. Attestor Capital og Goldman Sachs, en bæði sjóðurinn og bandaríski fjárfestingabankinn fara nú með atkvæðarétt í Arion banka, eiga í dag samanlagt um 13,01 prósenta hlut í bankanum. Kaup Attestor Capital á um 0,44 prósenta hlut til viðbótar í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, voru gerð í því skyni að vogunarsjóðurinn og Goldman Sachs ættu í sameiningu lítillega stærri hlut í bankanum en Bankasýsla ríkisins. Stofnunin heldur á 13 prósenta hlut í Arion banka fyrir hönd íslenska ríkisins. Fjármálaeftirlitið (FME) komst nýlega að þeirri ákvörðun að Attestor Capital og tengdir aðilar væru hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka en í kjölfarið fékk sjóðurinn atkvæðarétt í samræmi við hlutafjáreign sína í bankanum. Í lok síðustu viku komst FME að sömu niðurstöðu í tilfelli vogunarsjóðsins Taconic Capital og Kaupþings með þeirri undantekningu að sú ákvörðun tekur ekki gildi fyrr en Arion banki verður skráður á hlutabréfamarkað. Fram að því munu hvorki bandaríski sjóðurinn né Kaupþing fara beint með atkvæðarétt í bankanum heldur verður hann í höndum Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Samkvæmt ákvörðun FME teljast Taconic og Kaupþing vera í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti einstaki hluthafi Kaupþings með rúmlega 40 prósenta hlut en í gegnum dótturfélag sitt á Kaupþing um 57,4 prósent í Arion banka. Taconic eignaðist sem kunnugt er fyrr á árinu 9,99 prósenta hlut í Arion banka og á því samanlangt – beint og óbeint – liðlega þriðjungshlut í bankanum.Kauprétturinn á hærra gengi Þegar vogunarsjóðirnir þrír – Attestor, Taconic og Och-Ziff Capital – ásamt Goldman Sachs keyptu samtals rúmlega 29 prósenta hlut af Kaupþingi í Arion banka í mars á þessu ári fyrir 49 milljarða var einnig um það samið að fjárfestahópurinn hefði kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar. Sá kaupréttur rann út 19. september án þess að nokkur fjárfestanna nýtti sér hann fyrir utan Attestor en sjóðurinn ákvað sem fyrr segir að bæta aðeins við sig 0,44 prósentum í bankanum. Kauprétturinn var á hærra gengi en sjóðirnir og Goldman keyptu hlut sinn fyrr á árinu sem var á genginu 0,81 miðað við bókfært eigið fé í lok þriðja fjórðungs 2016. Samkvæmt heimildum Markaðarins þurfti Attestor því að greiða rúmlega 800 milljónir fyrir tæplega hálf prósents hlut í Arion banka en eigið fé bankans var liðlega 222 milljarðar í lok júní á þessu ári. Ekkert verður af fyrirhuguðu útboði og skráningu Arion banka á þessu ári, eins og Markaðurinn greindi fyrst frá síðastliðinn miðvikudag, vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í næsta mánuði. Kaupþing staðfesti þetta í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í lok síðustu viku. Stefnir Kaupþing nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs þegar væntingar eru um að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa eftir kosningar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Sjá meira
Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hefur bætt við sig tæplega hálfs prósents eignarhlut í Arion banka fyrir rúmlega 800 milljónir króna en seljandi bréfanna var Kaupþing. Sjóðurinn nýtti sér lítinn hluta kaupréttar sem hann átti í bankanum en eftir kaupin á Attestor Capital rúmlega 10,4 prósenta hlut í Arion banka. Kaup vogunarsjóðsins voru gerð daginn áður en kauprétturinn rann út um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins. Attestor Capital og Goldman Sachs, en bæði sjóðurinn og bandaríski fjárfestingabankinn fara nú með atkvæðarétt í Arion banka, eiga í dag samanlagt um 13,01 prósenta hlut í bankanum. Kaup Attestor Capital á um 0,44 prósenta hlut til viðbótar í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, voru gerð í því skyni að vogunarsjóðurinn og Goldman Sachs ættu í sameiningu lítillega stærri hlut í bankanum en Bankasýsla ríkisins. Stofnunin heldur á 13 prósenta hlut í Arion banka fyrir hönd íslenska ríkisins. Fjármálaeftirlitið (FME) komst nýlega að þeirri ákvörðun að Attestor Capital og tengdir aðilar væru hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka en í kjölfarið fékk sjóðurinn atkvæðarétt í samræmi við hlutafjáreign sína í bankanum. Í lok síðustu viku komst FME að sömu niðurstöðu í tilfelli vogunarsjóðsins Taconic Capital og Kaupþings með þeirri undantekningu að sú ákvörðun tekur ekki gildi fyrr en Arion banki verður skráður á hlutabréfamarkað. Fram að því munu hvorki bandaríski sjóðurinn né Kaupþing fara beint með atkvæðarétt í bankanum heldur verður hann í höndum Kaupskila, dótturfélags Kaupþings. Samkvæmt ákvörðun FME teljast Taconic og Kaupþing vera í samstarfi í skilningi laga um fjármálafyrirtæki. Vogunarsjóðurinn er langsamlega stærsti einstaki hluthafi Kaupþings með rúmlega 40 prósenta hlut en í gegnum dótturfélag sitt á Kaupþing um 57,4 prósent í Arion banka. Taconic eignaðist sem kunnugt er fyrr á árinu 9,99 prósenta hlut í Arion banka og á því samanlangt – beint og óbeint – liðlega þriðjungshlut í bankanum.Kauprétturinn á hærra gengi Þegar vogunarsjóðirnir þrír – Attestor, Taconic og Och-Ziff Capital – ásamt Goldman Sachs keyptu samtals rúmlega 29 prósenta hlut af Kaupþingi í Arion banka í mars á þessu ári fyrir 49 milljarða var einnig um það samið að fjárfestahópurinn hefði kauprétt að um 22 prósenta hlut til viðbótar. Sá kaupréttur rann út 19. september án þess að nokkur fjárfestanna nýtti sér hann fyrir utan Attestor en sjóðurinn ákvað sem fyrr segir að bæta aðeins við sig 0,44 prósentum í bankanum. Kauprétturinn var á hærra gengi en sjóðirnir og Goldman keyptu hlut sinn fyrr á árinu sem var á genginu 0,81 miðað við bókfært eigið fé í lok þriðja fjórðungs 2016. Samkvæmt heimildum Markaðarins þurfti Attestor því að greiða rúmlega 800 milljónir fyrir tæplega hálf prósents hlut í Arion banka en eigið fé bankans var liðlega 222 milljarðar í lok júní á þessu ári. Ekkert verður af fyrirhuguðu útboði og skráningu Arion banka á þessu ári, eins og Markaðurinn greindi fyrst frá síðastliðinn miðvikudag, vegna stjórnarslita og boðaðra kosninga til Alþingis í næsta mánuði. Kaupþing staðfesti þetta í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í lok síðustu viku. Stefnir Kaupþing nú að því að losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs þegar væntingar eru um að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa eftir kosningar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Sjá meira