Valentino Rossi á spítala eftir motocross slys Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2017 10:16 Valentino Rossi. Hinn sigursæli MotoGP ökumaður Valentino Rossi var fluttur á sjúkrahús eftir óhapp sem hann lenti í á æfingu á Cross Club Cavallara motocross brautinni á Ítalíu. Rossi varð fyrir áverkum á brjósti og kvið, en hann virðist ekki hafa brotið nein bein í óhappinu. Hinn 38 ára gamli Ítali Valentino Rossi er nú þriðji í MotoGP mótorhjólamótaröðinni og einum 23 stigum á eftir Maverick Vinales. Í síðustu MotoGP keppni datt Rossi í síðasta hring keppninnar eftir mikil átök við Vinales um forystuna og við það jókst forusta Vinales í heildarstigakeppninni mikið. Ekki er ljóst hvort að Rossi getur keppt í næstu MotoGP keppni. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent
Hinn sigursæli MotoGP ökumaður Valentino Rossi var fluttur á sjúkrahús eftir óhapp sem hann lenti í á æfingu á Cross Club Cavallara motocross brautinni á Ítalíu. Rossi varð fyrir áverkum á brjósti og kvið, en hann virðist ekki hafa brotið nein bein í óhappinu. Hinn 38 ára gamli Ítali Valentino Rossi er nú þriðji í MotoGP mótorhjólamótaröðinni og einum 23 stigum á eftir Maverick Vinales. Í síðustu MotoGP keppni datt Rossi í síðasta hring keppninnar eftir mikil átök við Vinales um forystuna og við það jókst forusta Vinales í heildarstigakeppninni mikið. Ekki er ljóst hvort að Rossi getur keppt í næstu MotoGP keppni.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent