Alvarlegur hagsmunaárekstur í Hollvinafélagi MR Hrafnkell Hringur Helgason skrifar 26. maí 2017 14:01 Kristín Heimisdóttir, stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, hefur áhyggjur af því að framboð mitt til formanns félagsins stefni starfi þess í hættu. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á Stundinni í dag. Ég hef aldrei hitt Kristínu og veit ekki hvað fær hana til að fella þennan dóm yfir mér og mínu framboði. Ég er ekki þekktur fyrir annað en að vanda til verka þegar ég tek að mér ábyrgðarhlutverk. Kristín bendir á að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi „unnið af heilindum og reynst einstaklega málefnalegur í öllu starfi fyrir hollvini.“ Þessu er ég hjartanlega sammála, enda tók ég einmitt fram í framboðstilkynningu minni síðustu helgi að Benedikt ætti hrós skilið fyrir að hafa „leitt félagið með glæsibrag“. Við Benedikt áttum góðan og málefnalegan fund á þriðjudaginn. Þar kom fram að störf Hollvinafélagsins fælust einna helst í því að hringja í einstaklinga og fyrirtæki og safna fjármunum til styrktar Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta væri einkum á hendi formannsins sjálfs. Nefnir Kristín að félagið hafi safnað 15 milljónum á undanförnum árum sem hafi runnið beint til skólans. Ég bið félagsmenn og núverandi og tilvonandi stjórnarmenn um að staldra við og velta fyrir sér þessari spurningu: Er við hæfi að sjálfur fjármálaráðherra Íslands – æðsti aðili framkvæmdavaldsins þegar kemur að fjármálastjórnun hins opinbera og flutningsmaður fjárlaga á ári hverju – stundi það í frítíma sínum að hringja í fólk og fyrirtæki fyrir hönd félagasamtaka til að biðja um peningastyrki? Ég tel að slíkt sé ekki í anda góðs stjórnmálasiðferðis né vandaðra stjórnsýsluhátta. Þá tel ég einnig að færa megi haldbær rök fyrir því að athafnir af þessu tagi stangist á við siðareglur ráðherra. Kristín gefur lítið fyrir gagnrýni mína á niðurskurð til framhaldsskóla og lætur eins og þar sé um aukaatriði að ræða. Í raun afgreiðir hún ábendingar mínar um skert fjárframlög með setningunni: „Menn geta haft sínar skoðanir.“ Það er ekki skoðun að samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin. Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Menntakerfið á Íslandi fær beinlínis skelfilega útreið í fjármálaáætlun Benedikts. Stjórnendur framhaldsskólanna og framhaldsskólakennarar hafa gagnrýnt áætlunina harðlega. Á meðan hefur ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR, enda er Benedikt, flutningsmaður fjármálaáætlunarinnar, sjálfur formaður félagsins. Hagsmunaáreksturinn er augljós. Raunar er Benedikt Jóhannesson að koma sjálfum sér í vandræði með því að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Hollvinafélags MR meðan hann gegnir embætti fjármálaráðherra. Framboð mitt gæti skorið hann úr þeirri snöru. Ég minni á að allir útskrifaðir MR-ingar eru sjálfkrafa félagar í Hollvinafélaginu og hvet þá til að fjölmenna á aðalfund þess í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík kl. 13:00 á laugardag. Skerum upp herör gegn fjársveltistefnu í menntamálum og krefjumst þess að stjórnvöld byggi upp í stað þess að skera niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Kristín Heimisdóttir, stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, hefur áhyggjur af því að framboð mitt til formanns félagsins stefni starfi þess í hættu. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á Stundinni í dag. Ég hef aldrei hitt Kristínu og veit ekki hvað fær hana til að fella þennan dóm yfir mér og mínu framboði. Ég er ekki þekktur fyrir annað en að vanda til verka þegar ég tek að mér ábyrgðarhlutverk. Kristín bendir á að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi „unnið af heilindum og reynst einstaklega málefnalegur í öllu starfi fyrir hollvini.“ Þessu er ég hjartanlega sammála, enda tók ég einmitt fram í framboðstilkynningu minni síðustu helgi að Benedikt ætti hrós skilið fyrir að hafa „leitt félagið með glæsibrag“. Við Benedikt áttum góðan og málefnalegan fund á þriðjudaginn. Þar kom fram að störf Hollvinafélagsins fælust einna helst í því að hringja í einstaklinga og fyrirtæki og safna fjármunum til styrktar Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta væri einkum á hendi formannsins sjálfs. Nefnir Kristín að félagið hafi safnað 15 milljónum á undanförnum árum sem hafi runnið beint til skólans. Ég bið félagsmenn og núverandi og tilvonandi stjórnarmenn um að staldra við og velta fyrir sér þessari spurningu: Er við hæfi að sjálfur fjármálaráðherra Íslands – æðsti aðili framkvæmdavaldsins þegar kemur að fjármálastjórnun hins opinbera og flutningsmaður fjárlaga á ári hverju – stundi það í frítíma sínum að hringja í fólk og fyrirtæki fyrir hönd félagasamtaka til að biðja um peningastyrki? Ég tel að slíkt sé ekki í anda góðs stjórnmálasiðferðis né vandaðra stjórnsýsluhátta. Þá tel ég einnig að færa megi haldbær rök fyrir því að athafnir af þessu tagi stangist á við siðareglur ráðherra. Kristín gefur lítið fyrir gagnrýni mína á niðurskurð til framhaldsskóla og lætur eins og þar sé um aukaatriði að ræða. Í raun afgreiðir hún ábendingar mínar um skert fjárframlög með setningunni: „Menn geta haft sínar skoðanir.“ Það er ekki skoðun að samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin. Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Menntakerfið á Íslandi fær beinlínis skelfilega útreið í fjármálaáætlun Benedikts. Stjórnendur framhaldsskólanna og framhaldsskólakennarar hafa gagnrýnt áætlunina harðlega. Á meðan hefur ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR, enda er Benedikt, flutningsmaður fjármálaáætlunarinnar, sjálfur formaður félagsins. Hagsmunaáreksturinn er augljós. Raunar er Benedikt Jóhannesson að koma sjálfum sér í vandræði með því að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Hollvinafélags MR meðan hann gegnir embætti fjármálaráðherra. Framboð mitt gæti skorið hann úr þeirri snöru. Ég minni á að allir útskrifaðir MR-ingar eru sjálfkrafa félagar í Hollvinafélaginu og hvet þá til að fjölmenna á aðalfund þess í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík kl. 13:00 á laugardag. Skerum upp herör gegn fjársveltistefnu í menntamálum og krefjumst þess að stjórnvöld byggi upp í stað þess að skera niður.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun