Leikmenn Bayern Munchen fengu að velja sér nýja Audi bíla Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 10:40 Margir leikmenn Bayern Munchen völdu sér Audi RS6 Avant kraftaköggulinn. Samstarf Audi og knattspyrnuliðs Bayern Munchen hefur staðið yfir síðan árið 2002, eða í 15 ár og á hverju ári fær hver og einn einasti leikmaður Bayern Munchen að velja sér sinn drauma Audi til að aka á næstu 12 mánuði. Líkt og í fyrra völdu flestir leikmenn Audi RS6 Avant kraftaköggulinn sem er ríflega 600 hestöfl. Þar á meðal voru leikmenn eins og Hummels, Jéróme Boateng, og Thiago Alcántara. Næstvinsælasti bíllinn reyndist jeppinn Audi SQ7 og fengu til dæmis Frank Ribéry og Müller sér slíkan bíl. Nokkrir fengu sér Audi SQ5 jepplinginn öfluga og þar á meðal þjálfarinn Jupp Heynckes. Felix Götze var svo þeirra langhógværastur og ætlar að aka um á Audi A3 Sportsback næstu 12 mánuði. Allir leikmenn og þjálfarar Bayern Munchen gerðu sér ferð til höfuðstöðva Audi í Ingolstadt og fengu þar afhenta bíla sína við mikla viðhöfn þar sem ekki hefur skort ljósmyndarana. Þar heimsóttu þeir aðalverksmiðju Audi sem er næststærsta bílaverksmiðja í Evrópu, á eftir verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg. Í verksmiðjunni í Ingolstadt voru framleiddir 592.337 Audi A3, A4, A5 og Q2 bílar í fyrra. Slíkt magn bíla myndi duga til að metta íslenska bílamarkaðinn í um 30 ár. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Samstarf Audi og knattspyrnuliðs Bayern Munchen hefur staðið yfir síðan árið 2002, eða í 15 ár og á hverju ári fær hver og einn einasti leikmaður Bayern Munchen að velja sér sinn drauma Audi til að aka á næstu 12 mánuði. Líkt og í fyrra völdu flestir leikmenn Audi RS6 Avant kraftaköggulinn sem er ríflega 600 hestöfl. Þar á meðal voru leikmenn eins og Hummels, Jéróme Boateng, og Thiago Alcántara. Næstvinsælasti bíllinn reyndist jeppinn Audi SQ7 og fengu til dæmis Frank Ribéry og Müller sér slíkan bíl. Nokkrir fengu sér Audi SQ5 jepplinginn öfluga og þar á meðal þjálfarinn Jupp Heynckes. Felix Götze var svo þeirra langhógværastur og ætlar að aka um á Audi A3 Sportsback næstu 12 mánuði. Allir leikmenn og þjálfarar Bayern Munchen gerðu sér ferð til höfuðstöðva Audi í Ingolstadt og fengu þar afhenta bíla sína við mikla viðhöfn þar sem ekki hefur skort ljósmyndarana. Þar heimsóttu þeir aðalverksmiðju Audi sem er næststærsta bílaverksmiðja í Evrópu, á eftir verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg. Í verksmiðjunni í Ingolstadt voru framleiddir 592.337 Audi A3, A4, A5 og Q2 bílar í fyrra. Slíkt magn bíla myndi duga til að metta íslenska bílamarkaðinn í um 30 ár.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent