Næstvinsælasti bíllinn reyndist jeppinn Audi SQ7 og fengu til dæmis Frank Ribéry og Müller sér slíkan bíl. Nokkrir fengu sér Audi SQ5 jepplinginn öfluga og þar á meðal þjálfarinn Jupp Heynckes. Felix Götze var svo þeirra langhógværastur og ætlar að aka um á Audi A3 Sportsback næstu 12 mánuði.
Allir leikmenn og þjálfarar Bayern Munchen gerðu sér ferð til höfuðstöðva Audi í Ingolstadt og fengu þar afhenta bíla sína við mikla viðhöfn þar sem ekki hefur skort ljósmyndarana. Þar heimsóttu þeir aðalverksmiðju Audi sem er næststærsta bílaverksmiðja í Evrópu, á eftir verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg. Í verksmiðjunni í Ingolstadt voru framleiddir 592.337 Audi A3, A4, A5 og Q2 bílar í fyrra. Slíkt magn bíla myndi duga til að metta íslenska bílamarkaðinn í um 30 ár.