Framleiðslu Golf hætt í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 14:18 Volkswagen Golf hefur verið ein mest selda bílgerð heims í langan tíma. Volkswagen ætlar að hætta framleiðslu á Golf fólksbílnum í Mexíkó og flytja framleiðslu Golf algerlega til Evrópu. Í verksmiðjunni í Mexíkó verður í staðinn hafin framleiðsla á Volkswagen Tiguan í bæði 5 og 7 sæta útgáfum, sem og framleiðslu Jetta, en ný kynslóð hans verður kynnt til sögunnar á næsta ári. Sala Golf hefur minnkað til muna á síðustu árum í bæði S-Ameríku og N-Ameríku og er það líklega helsta ástæðan fyrir því að framleiðslunni þar verður hætt. En góð sala jepplinga á þessum markaðssvæðum, sem og í heiminum öllum, á örugglega líka þátt í þessum umskiptum í framleiðslunni í Puebla verksmiðju Volkswagen í Mexíkó. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent
Volkswagen ætlar að hætta framleiðslu á Golf fólksbílnum í Mexíkó og flytja framleiðslu Golf algerlega til Evrópu. Í verksmiðjunni í Mexíkó verður í staðinn hafin framleiðsla á Volkswagen Tiguan í bæði 5 og 7 sæta útgáfum, sem og framleiðslu Jetta, en ný kynslóð hans verður kynnt til sögunnar á næsta ári. Sala Golf hefur minnkað til muna á síðustu árum í bæði S-Ameríku og N-Ameríku og er það líklega helsta ástæðan fyrir því að framleiðslunni þar verður hætt. En góð sala jepplinga á þessum markaðssvæðum, sem og í heiminum öllum, á örugglega líka þátt í þessum umskiptum í framleiðslunni í Puebla verksmiðju Volkswagen í Mexíkó.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent