Opið bréf til forystumanna stjórnmálaflokkanna Vésteinn Valgarðsson skrifar 27. október 2017 11:15 Kæru forystumenn, þessa kosningabaráttu bar brátt að. Það vita líklega allir að fyrir flokk eins og Alþýðufylkinguna er framboð meiriháttar átak, því meira sem fyrirvarinn er styttri. Okkur tókst samt að bjóða fram í fjórum kjördæmum og höfum undanfarið mætt ykkur, talsmönnum hinna flokkanna, úti á vellinum. Við vitum að þið virðið það við okkur, að við erum alltaf málefnaleg í okkar málflutningi. Við höfum mæst víða, en að minnsta kosti jafnvíða höfum við ekki mæst. Eins og þið hafið örugglega orðið vör við, hefur okkur vantað á margan fundinn og stundum í fjölmiðla, þar sem annars vantar ekki aðra en okkur, og Dögun. Þetta er ekki vegna þess að okkur skorti vilja eða getu til að taka þátt. Við höfum alls boðað forföll á 2-3 fundi sem okkur hefur verið boðið á, en á hina fundina höfum við ekki mætt vegna þess að okkur hefur ekki verið boðið. Viðkvæði fjölmiðla og félagasamtaka hefur oftast verið að þau bjóði flokkum sem eru með framboð í öllum kjördæmum. Að draga línuna þar, og skilja þar með einn eða tvo flokk útundan, er lélegt. Og það er óþarfi, nema fólk óttist okkar málflutning. Af fjölmiðlum sker RÚV sig úr vegna lagaskyldu um umfjöllun um kosningar, þar sem gæta ber jafnræðisreglu, meðalhófs og fleiri góðra siða. Jafnvel þar hefur Alþýðufylkingunni þó verið mismunað. Til dæmis hafa okkar talsmenn verið klipptir grimmt niður í málefnaþáttum, jafnvel í miðri setningu. Nú í kvöld, föstudagskvöld, verður seinni leiðtogaumræða í sjónvarpi. Þar stendur til að skilja Þorvald Þorvaldsson, formann Alþýðufylkingarinnar, útundan. Við höfum mótmælt en RÚV situr fast við sinn keip. Við höfum krafist skýringa, en svörin eru að þetta hafi bara verið ákveðið. Einu rökin, ef rök skyldi kalla, eru að ÖSE hafi gert athugasemdir við að of mörg framboð saman í þætti geri umræðuna of grunna. Það er útúrsnúningur að telja það mæla með að hafa níu flokka saman í þætti en skilja tvo bara útundan! Þetta er sérlega alvarlegt í ljósi þess að margir munu móta sér þá skoðun í kvöld, sem ræður hegðun þeirra í kjörklefanum á morgun. Seinni leiðtogaumræðurnar á RÚV eru því mikilvægasti hlutinn af kosningaumfjölluninni og þeim mun alvarlegra að gera Alþýðufylkinguna ósýnilega. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum koma fram á jafnréttisgrundvelli og viljum ekki sæta ómálefnalegum hömlum á boðskap okkar. Það er augljóst að vegna lýðræðisins í landinu verða kjósendur að fá að kynna sér málstað þeirra sem bjóða fram. Við trúum á okkar málstað. Við trúum að okkur gangi best þegar leikreglurnar eru sanngjarnar og tækifærin jöfn. Þið hljótið líka að líta þannig á ykkar málstað. Þess vegna biðjum við ykkur: Gerið athugasemdir við að Alþýðufylkingunni sé ekki boðið að vera með. Sendið RÚV tölvupóst. Tjáið ykkur á Facebook. Nefnið það í þættinum í kvöld að þið hefðuð viljað að við værum líka með. Eða, ef þið þorið því, neitið að taka þátt í útskúfun okkar.Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Kæru forystumenn, þessa kosningabaráttu bar brátt að. Það vita líklega allir að fyrir flokk eins og Alþýðufylkinguna er framboð meiriháttar átak, því meira sem fyrirvarinn er styttri. Okkur tókst samt að bjóða fram í fjórum kjördæmum og höfum undanfarið mætt ykkur, talsmönnum hinna flokkanna, úti á vellinum. Við vitum að þið virðið það við okkur, að við erum alltaf málefnaleg í okkar málflutningi. Við höfum mæst víða, en að minnsta kosti jafnvíða höfum við ekki mæst. Eins og þið hafið örugglega orðið vör við, hefur okkur vantað á margan fundinn og stundum í fjölmiðla, þar sem annars vantar ekki aðra en okkur, og Dögun. Þetta er ekki vegna þess að okkur skorti vilja eða getu til að taka þátt. Við höfum alls boðað forföll á 2-3 fundi sem okkur hefur verið boðið á, en á hina fundina höfum við ekki mætt vegna þess að okkur hefur ekki verið boðið. Viðkvæði fjölmiðla og félagasamtaka hefur oftast verið að þau bjóði flokkum sem eru með framboð í öllum kjördæmum. Að draga línuna þar, og skilja þar með einn eða tvo flokk útundan, er lélegt. Og það er óþarfi, nema fólk óttist okkar málflutning. Af fjölmiðlum sker RÚV sig úr vegna lagaskyldu um umfjöllun um kosningar, þar sem gæta ber jafnræðisreglu, meðalhófs og fleiri góðra siða. Jafnvel þar hefur Alþýðufylkingunni þó verið mismunað. Til dæmis hafa okkar talsmenn verið klipptir grimmt niður í málefnaþáttum, jafnvel í miðri setningu. Nú í kvöld, föstudagskvöld, verður seinni leiðtogaumræða í sjónvarpi. Þar stendur til að skilja Þorvald Þorvaldsson, formann Alþýðufylkingarinnar, útundan. Við höfum mótmælt en RÚV situr fast við sinn keip. Við höfum krafist skýringa, en svörin eru að þetta hafi bara verið ákveðið. Einu rökin, ef rök skyldi kalla, eru að ÖSE hafi gert athugasemdir við að of mörg framboð saman í þætti geri umræðuna of grunna. Það er útúrsnúningur að telja það mæla með að hafa níu flokka saman í þætti en skilja tvo bara útundan! Þetta er sérlega alvarlegt í ljósi þess að margir munu móta sér þá skoðun í kvöld, sem ræður hegðun þeirra í kjörklefanum á morgun. Seinni leiðtogaumræðurnar á RÚV eru því mikilvægasti hlutinn af kosningaumfjölluninni og þeim mun alvarlegra að gera Alþýðufylkinguna ósýnilega. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum koma fram á jafnréttisgrundvelli og viljum ekki sæta ómálefnalegum hömlum á boðskap okkar. Það er augljóst að vegna lýðræðisins í landinu verða kjósendur að fá að kynna sér málstað þeirra sem bjóða fram. Við trúum á okkar málstað. Við trúum að okkur gangi best þegar leikreglurnar eru sanngjarnar og tækifærin jöfn. Þið hljótið líka að líta þannig á ykkar málstað. Þess vegna biðjum við ykkur: Gerið athugasemdir við að Alþýðufylkingunni sé ekki boðið að vera með. Sendið RÚV tölvupóst. Tjáið ykkur á Facebook. Nefnið það í þættinum í kvöld að þið hefðuð viljað að við værum líka með. Eða, ef þið þorið því, neitið að taka þátt í útskúfun okkar.Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar