Nýr Audi A8 með 48 volta mild hybrid kerfi Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2017 09:00 Nýr Audi A8 nýr mun fá útlitseinkenni frá Prologue tilraunabíl Audi. Flaggskip Audi, stóri A8 fólksbíllinn sem kynntur verður almenningi þann 11. júlí verður með framúrstefnulegu búnaði sem bæði eykur afl og minnkar eyðslu bílsins, en það byggir á 48 volta mild-hybrid kerfi sem endurheimtir hemlunarorku bílsins. Þetta kerfi verður einnig í nýjum A7 og A6 bílum Audi. Nýr Audi A7 verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september og nýr A6 kemur á markað á næsta ári. Þetta mild-hybrid kerfi mun ekki verða í minni bílum Audi, a.m.k. á næstunni. Þetta kerfi hefur afl upp að 12 kílóvöttum og eykur tog bílsins um 60 Nm og á að stuðla að 0,7 lítra minni eyðslu bílanna. Í Audi A8, A7 og A6 bílunum verður einnig 12 volta rafgeymir sem sér um allt annað sem rafdrifið er í bílunum. Mercedes Benz mun einnig kynna samskonar kerfi í andlitslyftum S-Class bíl sínum sem kynntur verður í næsta mánuði. Renault hefur nú þegar sett svona kerfi í dísilútgáfu Megane skutbílsins og Scenic minivan bílsins. Bílaframleiðendur leita allra leiða til að minnka bæði eyðslu og mengun bíla sinna og notkun þessarar nýju tækni í því augnamiði er gott dæmi þess. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent
Flaggskip Audi, stóri A8 fólksbíllinn sem kynntur verður almenningi þann 11. júlí verður með framúrstefnulegu búnaði sem bæði eykur afl og minnkar eyðslu bílsins, en það byggir á 48 volta mild-hybrid kerfi sem endurheimtir hemlunarorku bílsins. Þetta kerfi verður einnig í nýjum A7 og A6 bílum Audi. Nýr Audi A7 verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september og nýr A6 kemur á markað á næsta ári. Þetta mild-hybrid kerfi mun ekki verða í minni bílum Audi, a.m.k. á næstunni. Þetta kerfi hefur afl upp að 12 kílóvöttum og eykur tog bílsins um 60 Nm og á að stuðla að 0,7 lítra minni eyðslu bílanna. Í Audi A8, A7 og A6 bílunum verður einnig 12 volta rafgeymir sem sér um allt annað sem rafdrifið er í bílunum. Mercedes Benz mun einnig kynna samskonar kerfi í andlitslyftum S-Class bíl sínum sem kynntur verður í næsta mánuði. Renault hefur nú þegar sett svona kerfi í dísilútgáfu Megane skutbílsins og Scenic minivan bílsins. Bílaframleiðendur leita allra leiða til að minnka bæði eyðslu og mengun bíla sinna og notkun þessarar nýju tækni í því augnamiði er gott dæmi þess.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent