Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Hörður Ægisson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Tekjur Bláa lónsins voru yfir 10 milljarðar í fyrra. Vísir/GVA Ekkert verður af sölu á 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarma, ákváðu í lok síðustu viku að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu rúmlega 11 milljarða króna tilboði í hlutinn. HS Orka setti hlut sinn í Bláa lóninu í söluferli um miðjan maí og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sá sem stýrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði. Miðað við verðtilboð Blackstone er Bláa lónið metið á um 37 milljarða en til samanburðar er núverandi markaðsvirði Icelandair Group tæplega 70 milljarðar. Auk Jarðvarma er HS Orka í eigu Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, en það á 66,6 prósenta hlut. Mikillar óánægju gætir hjá stjórnendum Alterra með ákvörðun lífeyrissjóðanna um að hafna tilboði Blackstone, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tilboð bandaríska fjárfestingarsjóðsins hafi enda verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var setja hlut félagsins í Bláa lóninu í söluferli. Stjórnarformaður HS Orku er Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður Alterra. Þrátt fyrir að vera með minnihluta í HS Orku er kveðið á um það í hluthafasamkomulagi HS Orku að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki stjórnar Jarðvarma. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ráðgjafi lífeyrissjóðanna í ferlinu var verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var um 3.500 milljónir króna í fyrra og þá námu tekjur fyrirtækisins yfir tíu milljörðum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Ekkert verður af sölu á 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarma, ákváðu í lok síðustu viku að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu rúmlega 11 milljarða króna tilboði í hlutinn. HS Orka setti hlut sinn í Bláa lóninu í söluferli um miðjan maí og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sá sem stýrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði. Miðað við verðtilboð Blackstone er Bláa lónið metið á um 37 milljarða en til samanburðar er núverandi markaðsvirði Icelandair Group tæplega 70 milljarðar. Auk Jarðvarma er HS Orka í eigu Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, en það á 66,6 prósenta hlut. Mikillar óánægju gætir hjá stjórnendum Alterra með ákvörðun lífeyrissjóðanna um að hafna tilboði Blackstone, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tilboð bandaríska fjárfestingarsjóðsins hafi enda verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var setja hlut félagsins í Bláa lóninu í söluferli. Stjórnarformaður HS Orku er Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður Alterra. Þrátt fyrir að vera með minnihluta í HS Orku er kveðið á um það í hluthafasamkomulagi HS Orku að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki stjórnar Jarðvarma. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ráðgjafi lífeyrissjóðanna í ferlinu var verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var um 3.500 milljónir króna í fyrra og þá námu tekjur fyrirtækisins yfir tíu milljörðum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30 Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00
Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00
Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30