Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Hörður Ægisson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Tekjur Bláa lónsins voru yfir 10 milljarðar í fyrra. Vísir/GVA Tilboð sem hafa borist frá erlendum framtakssjóðum í þrjátíu prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu gefa til kynna að orkufyrirtækið, sem er að þriðjungshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, geti fengið í kringum tíu milljarða króna fyrir hlut sinn í einu stærsta ferðaþjónustufélagi landsins. Hlutur HS Orku var settur í söluferli um miðjan maí en samkvæmt heimildum Markaðarins bárust tilboð frá þremur eða fjórum erlendum fjárfestingarsjóðum áður en frestur til þess að skila inn tilboðum rann út þann 30. júní síðastliðinn. Þau verðtilboð, sem sum hver þýða að markaðsvirði Bláa lónsins er nokkuð yfir 30 milljarðar króna, hafa verið í samræmi við væntingar seljenda og gefið tilefni til þess að halda áfram viðræðum við fjárfesta. Talið er að það muni skýrast á næstu tveimur til fjórum vikum hvort af viðskiptunum verði, samkvæmt heimildum Markaðarins, en það er ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd HS Orku. Magma Energy, dótturfélag kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, á 66,6 prósenta hlut í HS Orku á meðan samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, fer með 33,4 prósenta hlut. Samkvæmt hluthafasamkomulagi HS Orku þarf stjórn Jarðvarma að gefa samþykki sitt eigi möguleg sala á hlutnum í Bláa lóninu að geta orðið að veruleika. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, og Anna Skúladóttir, stjórnarmaður í HS Orku, sitja í stjórn Bláa lónsins.Tekjurnar jukust um 43 prósentHagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 28,2 milljónir evra á árinu 2016, jafnvirði um 3.400 milljóna króna á núverandi gengi, og jókst um tæplega sjö milljónir evra frá fyrra ári. Á aðeins fimm árum hefur EBITDA-hagnaður Bláa lónsins næstum því þrefaldast. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir ráð fyrir því að EBITDA lónsins muni enn aukast á þessu ári. Vöxtur Bláa lónsins hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum. Á því varð engin breyting í fyrra en tekjur félagsins námu þá samtals 77,2 milljónum evra, eða 10,3 milljörðum króna miðað við meðalgengi evru á árinu 2016, og jukust um meira en 43 prósent á milli ára. Á árinu 2012 námu tekjur Bláa lónsins til samanburðar aðeins 25 milljónum evra. Þá fór fjöldi heimsókna í fyrsta sinn yfir milljón talsins í fyrra en samtals sóttu 1.122 þúsundir gestir Bláa lónið og fjölgaði þeim um liðlega tvö hundruð þúsund. Tekjur af sölu í lónið námu um 45 milljónum evra, eða um 58 prósentum af heildartekjum Bláa lónsins. Eigið fé Bláa lónsins var 53,6 milljónir evra í lok síðasta árs og eiginfjárhlutfall ríflega 49 prósent. Arðsemi eigin fjár nam tæplega 44 prósentum í fyrra og vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins eru aðeins um 34 milljónir evra.Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa Lónsins.Vísir/GVAHelgi Magnússon á 6,2 prósenta hlut Hlutafélagið Hvatning er stærsti eigandi Bláa lónsins með ríflega 39 prósenta hlut. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og annarra fagfjárfesta, á 49,45 prósenta hlut í félaginu en Kólfur heldur hins vegar utan um 50,55 prósenta hlut í Hvatningu. Eigendur Kólfs eru Grímur Sæmundsen, forstjóri og stofnandi Bláa lónsins (75 prósent) og Eðvard Júlíusson (25 prósent). Þá á eignarhaldsfélagið Keila 9,2 prósenta hlut í Bláa lóninu en það er í meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu eru Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varaformaður stjórnar Bláa lónsins, og ýmsir stjórnendur Bláa lónsins. Þá á Helgi Magnússon, stjórnarformaður og fyrrverandi varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, meðal annars um 6,2 prósenta hlut í gegnum félagið Hofgarða og Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley í London, um fimm prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Tilboð sem hafa borist frá erlendum framtakssjóðum í þrjátíu prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu gefa til kynna að orkufyrirtækið, sem er að þriðjungshluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, geti fengið í kringum tíu milljarða króna fyrir hlut sinn í einu stærsta ferðaþjónustufélagi landsins. Hlutur HS Orku var settur í söluferli um miðjan maí en samkvæmt heimildum Markaðarins bárust tilboð frá þremur eða fjórum erlendum fjárfestingarsjóðum áður en frestur til þess að skila inn tilboðum rann út þann 30. júní síðastliðinn. Þau verðtilboð, sem sum hver þýða að markaðsvirði Bláa lónsins er nokkuð yfir 30 milljarðar króna, hafa verið í samræmi við væntingar seljenda og gefið tilefni til þess að halda áfram viðræðum við fjárfesta. Talið er að það muni skýrast á næstu tveimur til fjórum vikum hvort af viðskiptunum verði, samkvæmt heimildum Markaðarins, en það er ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd HS Orku. Magma Energy, dótturfélag kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, á 66,6 prósenta hlut í HS Orku á meðan samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, fer með 33,4 prósenta hlut. Samkvæmt hluthafasamkomulagi HS Orku þarf stjórn Jarðvarma að gefa samþykki sitt eigi möguleg sala á hlutnum í Bláa lóninu að geta orðið að veruleika. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, og Anna Skúladóttir, stjórnarmaður í HS Orku, sitja í stjórn Bláa lónsins.Tekjurnar jukust um 43 prósentHagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 28,2 milljónir evra á árinu 2016, jafnvirði um 3.400 milljóna króna á núverandi gengi, og jókst um tæplega sjö milljónir evra frá fyrra ári. Á aðeins fimm árum hefur EBITDA-hagnaður Bláa lónsins næstum því þrefaldast. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir ráð fyrir því að EBITDA lónsins muni enn aukast á þessu ári. Vöxtur Bláa lónsins hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum. Á því varð engin breyting í fyrra en tekjur félagsins námu þá samtals 77,2 milljónum evra, eða 10,3 milljörðum króna miðað við meðalgengi evru á árinu 2016, og jukust um meira en 43 prósent á milli ára. Á árinu 2012 námu tekjur Bláa lónsins til samanburðar aðeins 25 milljónum evra. Þá fór fjöldi heimsókna í fyrsta sinn yfir milljón talsins í fyrra en samtals sóttu 1.122 þúsundir gestir Bláa lónið og fjölgaði þeim um liðlega tvö hundruð þúsund. Tekjur af sölu í lónið námu um 45 milljónum evra, eða um 58 prósentum af heildartekjum Bláa lónsins. Eigið fé Bláa lónsins var 53,6 milljónir evra í lok síðasta árs og eiginfjárhlutfall ríflega 49 prósent. Arðsemi eigin fjár nam tæplega 44 prósentum í fyrra og vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins eru aðeins um 34 milljónir evra.Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa Lónsins.Vísir/GVAHelgi Magnússon á 6,2 prósenta hlut Hlutafélagið Hvatning er stærsti eigandi Bláa lónsins með ríflega 39 prósenta hlut. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og annarra fagfjárfesta, á 49,45 prósenta hlut í félaginu en Kólfur heldur hins vegar utan um 50,55 prósenta hlut í Hvatningu. Eigendur Kólfs eru Grímur Sæmundsen, forstjóri og stofnandi Bláa lónsins (75 prósent) og Eðvard Júlíusson (25 prósent). Þá á eignarhaldsfélagið Keila 9,2 prósenta hlut í Bláa lóninu en það er í meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu eru Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varaformaður stjórnar Bláa lónsins, og ýmsir stjórnendur Bláa lónsins. Þá á Helgi Magnússon, stjórnarformaður og fyrrverandi varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, meðal annars um 6,2 prósenta hlut í gegnum félagið Hofgarða og Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley í London, um fimm prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira