Búum betur að ungum vísindamönnum Georg Brynjarsson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Rannsóknir á sviði vísinda og tækni eru undirstaða hagsældar í nútímasamfélagi. Öll þróuð ríki veita fé til rannsókna og leitast við að búa vel að vísindamönnum, ekki síst ungu fólki sem er að hasla sér völl á þessu sviði að loknu námi. Bandalag háskólamanna (BHM) telur að bæta þurfi kjara- og réttindaumhverfi ungra vísindamanna hér á landi til að Ísland verði ekki undir undir í alþjóðlegri samkeppni um hæft vísindafólk. Mikilvægur liður í slíkum umbótum snýr að reglum Rannsóknasjóðs um úthlutun styrkja vegna launagreiðslna til nýdoktora.Launatafla Rannsóknasjóðs verði endurskoðuð Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs, en flestar vísindarannsóknir hérlendis byggja á styrkjum úr sjóðnum. Rannsóknastöðustyrkir sjóðsins eru oft fyrsta tækifæri nýdoktora til að vinna að sjálfstæðum vísindarannsóknum og gegna því hlutverki að laða fólk aftur heim að loknu námi. Í úthlutunarreglum sjóðsins segir að hann styrki laun vísinda- og rannsóknarmanna. Hámarksstyrkir vegna launa eru skilgreindir í sérstakri launatöflu en taka ekki mið af kjarasamningum. Fjárhæðir sem hér um ræðir eru umtalsvert lægri en laun samkvæmt kjarasamningum sem aðildarfélög BHM hafa gert við launagreiðendur. Mismunur milli launastyrks og kjarasamninga leiðir til þess að rannsóknaraðilar þurfa að verja töluverðum tíma í að finna aðra styrki eða vinna aukalega til að ná þeim launum sem kjarasamningar kveða á um. Þetta getur leitt til ójafnaðar innan hópsins þar sem hluti nýdoktora kemur erlendis frá og talar ekki íslensku og leitar því síður í aukastörf samhliða rannsóknarvinnunni. Þá er sýnt að hluti ungra vísindamanna telur launatöflu Rannsóknasjóðs vera viðmiðunarlaun í greininni og eru illa upplýstir um réttindi sín. Allt þetta leiðir til aukins álags, flótta úr vísindum og dregur úr samkeppnishæfni Íslands.Tryggja þarf veikindarétt og rétt til töku fæðingarorlofs Fyrirkomulag Rannsóknasjóðs reynist ungu vísindafólki á barneignaaldri óhentugt þar sem vinna þarf aukavinnu og lengur til að ná samsvarandi launum og kjarasamningar segja til um. Aukið vinnuálag ýtir enn fremur undir kynjaójafnvægi í vísindageiranum en rannsóknir sýna að ungar rannsóknarkonur eru líklegri til að hætta í vísindum á nýdoktoratímanum vegna mikils vinnuálags. Réttindamálum nýdoktora á styrkjum frá Rannsóknarsjóði er ekki síður ábótavant. Til að mynda ríkir óvissa um veikindarétt og ekki sjálfgefið að styrkþegar séu með veikindarétt í samræmi við stéttarfélagssamninga. Sömu sögu má segja af réttindum til töku fæðingarorlofs í samræmi við réttindi annarra launþega.Heilbrigðara og eðlilegra starfsumhverfi Í úthlutunarreglum Tækniþróunarsjóðs Rannís segir að hafa skuli til hliðsjónar almenna kjarasamninga og stofnanasamninga við útreikning launa. Því er ljóst að styrkþegar þess sjóðs búa við heilbrigðara og eðlilegra starfsumhverfi. Breytingar á fyrirkomulagi Rannsóknasjóðs í þá áttina yrði því framför fyrir unga vísindamenn jafnvel þótt það kunni að leiða til færri styrkveitinga miðað við núverandi fyrirkomulag. Fyrir slíkri breytingu mun BHM beita sér. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir á sviði vísinda og tækni eru undirstaða hagsældar í nútímasamfélagi. Öll þróuð ríki veita fé til rannsókna og leitast við að búa vel að vísindamönnum, ekki síst ungu fólki sem er að hasla sér völl á þessu sviði að loknu námi. Bandalag háskólamanna (BHM) telur að bæta þurfi kjara- og réttindaumhverfi ungra vísindamanna hér á landi til að Ísland verði ekki undir undir í alþjóðlegri samkeppni um hæft vísindafólk. Mikilvægur liður í slíkum umbótum snýr að reglum Rannsóknasjóðs um úthlutun styrkja vegna launagreiðslna til nýdoktora.Launatafla Rannsóknasjóðs verði endurskoðuð Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs, en flestar vísindarannsóknir hérlendis byggja á styrkjum úr sjóðnum. Rannsóknastöðustyrkir sjóðsins eru oft fyrsta tækifæri nýdoktora til að vinna að sjálfstæðum vísindarannsóknum og gegna því hlutverki að laða fólk aftur heim að loknu námi. Í úthlutunarreglum sjóðsins segir að hann styrki laun vísinda- og rannsóknarmanna. Hámarksstyrkir vegna launa eru skilgreindir í sérstakri launatöflu en taka ekki mið af kjarasamningum. Fjárhæðir sem hér um ræðir eru umtalsvert lægri en laun samkvæmt kjarasamningum sem aðildarfélög BHM hafa gert við launagreiðendur. Mismunur milli launastyrks og kjarasamninga leiðir til þess að rannsóknaraðilar þurfa að verja töluverðum tíma í að finna aðra styrki eða vinna aukalega til að ná þeim launum sem kjarasamningar kveða á um. Þetta getur leitt til ójafnaðar innan hópsins þar sem hluti nýdoktora kemur erlendis frá og talar ekki íslensku og leitar því síður í aukastörf samhliða rannsóknarvinnunni. Þá er sýnt að hluti ungra vísindamanna telur launatöflu Rannsóknasjóðs vera viðmiðunarlaun í greininni og eru illa upplýstir um réttindi sín. Allt þetta leiðir til aukins álags, flótta úr vísindum og dregur úr samkeppnishæfni Íslands.Tryggja þarf veikindarétt og rétt til töku fæðingarorlofs Fyrirkomulag Rannsóknasjóðs reynist ungu vísindafólki á barneignaaldri óhentugt þar sem vinna þarf aukavinnu og lengur til að ná samsvarandi launum og kjarasamningar segja til um. Aukið vinnuálag ýtir enn fremur undir kynjaójafnvægi í vísindageiranum en rannsóknir sýna að ungar rannsóknarkonur eru líklegri til að hætta í vísindum á nýdoktoratímanum vegna mikils vinnuálags. Réttindamálum nýdoktora á styrkjum frá Rannsóknarsjóði er ekki síður ábótavant. Til að mynda ríkir óvissa um veikindarétt og ekki sjálfgefið að styrkþegar séu með veikindarétt í samræmi við stéttarfélagssamninga. Sömu sögu má segja af réttindum til töku fæðingarorlofs í samræmi við réttindi annarra launþega.Heilbrigðara og eðlilegra starfsumhverfi Í úthlutunarreglum Tækniþróunarsjóðs Rannís segir að hafa skuli til hliðsjónar almenna kjarasamninga og stofnanasamninga við útreikning launa. Því er ljóst að styrkþegar þess sjóðs búa við heilbrigðara og eðlilegra starfsumhverfi. Breytingar á fyrirkomulagi Rannsóknasjóðs í þá áttina yrði því framför fyrir unga vísindamenn jafnvel þótt það kunni að leiða til færri styrkveitinga miðað við núverandi fyrirkomulag. Fyrir slíkri breytingu mun BHM beita sér. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar