Búum betur að ungum vísindamönnum Georg Brynjarsson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Rannsóknir á sviði vísinda og tækni eru undirstaða hagsældar í nútímasamfélagi. Öll þróuð ríki veita fé til rannsókna og leitast við að búa vel að vísindamönnum, ekki síst ungu fólki sem er að hasla sér völl á þessu sviði að loknu námi. Bandalag háskólamanna (BHM) telur að bæta þurfi kjara- og réttindaumhverfi ungra vísindamanna hér á landi til að Ísland verði ekki undir undir í alþjóðlegri samkeppni um hæft vísindafólk. Mikilvægur liður í slíkum umbótum snýr að reglum Rannsóknasjóðs um úthlutun styrkja vegna launagreiðslna til nýdoktora.Launatafla Rannsóknasjóðs verði endurskoðuð Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs, en flestar vísindarannsóknir hérlendis byggja á styrkjum úr sjóðnum. Rannsóknastöðustyrkir sjóðsins eru oft fyrsta tækifæri nýdoktora til að vinna að sjálfstæðum vísindarannsóknum og gegna því hlutverki að laða fólk aftur heim að loknu námi. Í úthlutunarreglum sjóðsins segir að hann styrki laun vísinda- og rannsóknarmanna. Hámarksstyrkir vegna launa eru skilgreindir í sérstakri launatöflu en taka ekki mið af kjarasamningum. Fjárhæðir sem hér um ræðir eru umtalsvert lægri en laun samkvæmt kjarasamningum sem aðildarfélög BHM hafa gert við launagreiðendur. Mismunur milli launastyrks og kjarasamninga leiðir til þess að rannsóknaraðilar þurfa að verja töluverðum tíma í að finna aðra styrki eða vinna aukalega til að ná þeim launum sem kjarasamningar kveða á um. Þetta getur leitt til ójafnaðar innan hópsins þar sem hluti nýdoktora kemur erlendis frá og talar ekki íslensku og leitar því síður í aukastörf samhliða rannsóknarvinnunni. Þá er sýnt að hluti ungra vísindamanna telur launatöflu Rannsóknasjóðs vera viðmiðunarlaun í greininni og eru illa upplýstir um réttindi sín. Allt þetta leiðir til aukins álags, flótta úr vísindum og dregur úr samkeppnishæfni Íslands.Tryggja þarf veikindarétt og rétt til töku fæðingarorlofs Fyrirkomulag Rannsóknasjóðs reynist ungu vísindafólki á barneignaaldri óhentugt þar sem vinna þarf aukavinnu og lengur til að ná samsvarandi launum og kjarasamningar segja til um. Aukið vinnuálag ýtir enn fremur undir kynjaójafnvægi í vísindageiranum en rannsóknir sýna að ungar rannsóknarkonur eru líklegri til að hætta í vísindum á nýdoktoratímanum vegna mikils vinnuálags. Réttindamálum nýdoktora á styrkjum frá Rannsóknarsjóði er ekki síður ábótavant. Til að mynda ríkir óvissa um veikindarétt og ekki sjálfgefið að styrkþegar séu með veikindarétt í samræmi við stéttarfélagssamninga. Sömu sögu má segja af réttindum til töku fæðingarorlofs í samræmi við réttindi annarra launþega.Heilbrigðara og eðlilegra starfsumhverfi Í úthlutunarreglum Tækniþróunarsjóðs Rannís segir að hafa skuli til hliðsjónar almenna kjarasamninga og stofnanasamninga við útreikning launa. Því er ljóst að styrkþegar þess sjóðs búa við heilbrigðara og eðlilegra starfsumhverfi. Breytingar á fyrirkomulagi Rannsóknasjóðs í þá áttina yrði því framför fyrir unga vísindamenn jafnvel þótt það kunni að leiða til færri styrkveitinga miðað við núverandi fyrirkomulag. Fyrir slíkri breytingu mun BHM beita sér. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir á sviði vísinda og tækni eru undirstaða hagsældar í nútímasamfélagi. Öll þróuð ríki veita fé til rannsókna og leitast við að búa vel að vísindamönnum, ekki síst ungu fólki sem er að hasla sér völl á þessu sviði að loknu námi. Bandalag háskólamanna (BHM) telur að bæta þurfi kjara- og réttindaumhverfi ungra vísindamanna hér á landi til að Ísland verði ekki undir undir í alþjóðlegri samkeppni um hæft vísindafólk. Mikilvægur liður í slíkum umbótum snýr að reglum Rannsóknasjóðs um úthlutun styrkja vegna launagreiðslna til nýdoktora.Launatafla Rannsóknasjóðs verði endurskoðuð Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs, en flestar vísindarannsóknir hérlendis byggja á styrkjum úr sjóðnum. Rannsóknastöðustyrkir sjóðsins eru oft fyrsta tækifæri nýdoktora til að vinna að sjálfstæðum vísindarannsóknum og gegna því hlutverki að laða fólk aftur heim að loknu námi. Í úthlutunarreglum sjóðsins segir að hann styrki laun vísinda- og rannsóknarmanna. Hámarksstyrkir vegna launa eru skilgreindir í sérstakri launatöflu en taka ekki mið af kjarasamningum. Fjárhæðir sem hér um ræðir eru umtalsvert lægri en laun samkvæmt kjarasamningum sem aðildarfélög BHM hafa gert við launagreiðendur. Mismunur milli launastyrks og kjarasamninga leiðir til þess að rannsóknaraðilar þurfa að verja töluverðum tíma í að finna aðra styrki eða vinna aukalega til að ná þeim launum sem kjarasamningar kveða á um. Þetta getur leitt til ójafnaðar innan hópsins þar sem hluti nýdoktora kemur erlendis frá og talar ekki íslensku og leitar því síður í aukastörf samhliða rannsóknarvinnunni. Þá er sýnt að hluti ungra vísindamanna telur launatöflu Rannsóknasjóðs vera viðmiðunarlaun í greininni og eru illa upplýstir um réttindi sín. Allt þetta leiðir til aukins álags, flótta úr vísindum og dregur úr samkeppnishæfni Íslands.Tryggja þarf veikindarétt og rétt til töku fæðingarorlofs Fyrirkomulag Rannsóknasjóðs reynist ungu vísindafólki á barneignaaldri óhentugt þar sem vinna þarf aukavinnu og lengur til að ná samsvarandi launum og kjarasamningar segja til um. Aukið vinnuálag ýtir enn fremur undir kynjaójafnvægi í vísindageiranum en rannsóknir sýna að ungar rannsóknarkonur eru líklegri til að hætta í vísindum á nýdoktoratímanum vegna mikils vinnuálags. Réttindamálum nýdoktora á styrkjum frá Rannsóknarsjóði er ekki síður ábótavant. Til að mynda ríkir óvissa um veikindarétt og ekki sjálfgefið að styrkþegar séu með veikindarétt í samræmi við stéttarfélagssamninga. Sömu sögu má segja af réttindum til töku fæðingarorlofs í samræmi við réttindi annarra launþega.Heilbrigðara og eðlilegra starfsumhverfi Í úthlutunarreglum Tækniþróunarsjóðs Rannís segir að hafa skuli til hliðsjónar almenna kjarasamninga og stofnanasamninga við útreikning launa. Því er ljóst að styrkþegar þess sjóðs búa við heilbrigðara og eðlilegra starfsumhverfi. Breytingar á fyrirkomulagi Rannsóknasjóðs í þá áttina yrði því framför fyrir unga vísindamenn jafnvel þótt það kunni að leiða til færri styrkveitinga miðað við núverandi fyrirkomulag. Fyrir slíkri breytingu mun BHM beita sér. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar