Rúnar Kárason hefur farið á kostum en hann er búinn að skora fimm mörk úr sex skotum. Fólkið í landinu sem er að tjá sig um leikinn á Twitter er ánægt með skyttuna hárprúðu.
Makedóníumenn spila oft með sjö í sóknarleiknum og fá á sig mikið af mörkum yfir allan völlinn en það eru ekki allir sem hreinlega skilja hvað þeim gengur til.
Hér að neðan má sjá brot af umræðu landans um fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar.
Hvað er málið með alltaf tóm mörkin? #hmruv
— KonniWaage (@konninn) January 19, 2017
Ætla strax á 1. min að setja út á þetta starting. Það verður þá bara að skeina mér ef rangt. Janus inn á miðjuna & Nóra vinstra megin #hmruv
— Ragnar Njálsson (@ragnarnjalsson) January 19, 2017
Afhverju, þegar þarf að spila til sigurs, byrjar Geir með lélegasta mannskapinn inná vitandi að það eru allir heilir #hmruv
— Herbert Vidarsson (@hebbson) January 19, 2017
Jesús... #hmruv
— Rakel Siggeirsdóttir (@rakelsiggeirs) January 19, 2017
Það er best að skora hjá Kolev þegar hann er ekki í markinu #hmruv
— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) January 19, 2017
Þeim tókst það. Þeir náðu að gera handboltann enn skrítnari. #hmruv
— Valur Gunnarsson (@valurgunn) January 19, 2017
Er Björgvin Páll ekki pottþétt einn sá besti markmaður í að kasta fram? QB sendingar! #hmruv
— Sindri Már Stef (@sindrimarstef) January 19, 2017
Rúnar Kárason. "Það er bara ein fokking regla og það er að negla" #HmRuv #handbolti #strakarnirokkar
— Friðrik Benóný (@Frikkiben) January 19, 2017
Runar BigGame Karason #hmruv
— Eyþór Helgi (@EysiBirgis) January 19, 2017
Hversu steiktur er þjálfari Makedóna, halda bara áfram að spila með markið tómt 4-0 yfir. #hmruv
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) January 19, 2017
Sveiflast eins og íslenski fasteignasmarkaðurinn!#hmruv
— Svavar Station (@SvavarStation) January 19, 2017