Gosið er ekki sökudólgurinn Almar Guðmundsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Kastljósinu hefur verið beint að sykruðum gosdrykkjum sem sökudólg þess að landsmenn eru að þyngjast. Það er afar mikil einföldun að einblína á sykraða gosdrykki sem helstu orsök offituvandans. Það sem Hagstofan kallar „gosdrykki“ og er túlkað sem „sykrað gos“ er villandi þar sem staðreyndin er sú að einungis innan við helmingur af því er raunverulega sykrað gos. Það er því beinlínis rangt að leggja alla gosdrykki að jöfnu, líkt og gert hefur verið í umfjöllun undanfarið. Gosdrykkir skiptast í sykraða gosdrykki, sykurlausa drykki með sætuefnum og kolsýrða vatnsdrykki. Samkvæmt Markaðsgreiningu/AC Nielsen á árabilinu 2012 til 2016 hefur vægi sykraðra drykkja sem seldir eru á Íslandi minnkað úr 59 prósentum í 48 prósent. Á sama tíma hefur vægi sykurlausra drykkja (ósætra gosdrykkja og drykkja með sætuefnum) vaxið úr 41 prósenti í 52. Neysluhegðun Íslendinga er að breytast hratt. Það hefur ekkert með sykurskatta að gera heldur er skýringin miklu fremur sú að neytendur eru að taka upplýsta ákvörðun um sína neyslu. Vöruþróun og vöruframboð íslenskra framleiðenda tekur mið af þessu og er í stöðugri þróun til að mæta breyttu neyslumynstri. Þær vörur sem eru í langmestum vexti eru kolsýrðir vatnsdrykkir og hefur sala á slíkum drykkjum vaxið um 83 prósent frá árinu 2010. Á sama tíma hefur sala á sykruðum gosdrykkjum minnkað um 15 prósent og neysla á sykurlausum gosdrykkjum hefur dregist saman um sex prósent. Þá má nefna að sykurneysla á Íslandi hefur minnkað um nær tíu kíló á mann á nærri fimmtíu ára tímabili. Árið 1967 var neysla sykurs á mann 51,7 kg og árið 2014 var neysla sykurs komin niður í 41,8 kg á mann. Það er öfug fylgni milli heildarneyslu sykurs á mann og aukningar á líkamsþyngd og því erfitt að koma auga á orsakasamhengi þar á milli. Þessar staðreyndir staðfesta að það er ekki sykrinum einum að kenna að landsmenn þyngjast og ljóst að gosið er ekki sökudólgurinn. Það blasir því við að leita þarf orsakanna víðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kastljósinu hefur verið beint að sykruðum gosdrykkjum sem sökudólg þess að landsmenn eru að þyngjast. Það er afar mikil einföldun að einblína á sykraða gosdrykki sem helstu orsök offituvandans. Það sem Hagstofan kallar „gosdrykki“ og er túlkað sem „sykrað gos“ er villandi þar sem staðreyndin er sú að einungis innan við helmingur af því er raunverulega sykrað gos. Það er því beinlínis rangt að leggja alla gosdrykki að jöfnu, líkt og gert hefur verið í umfjöllun undanfarið. Gosdrykkir skiptast í sykraða gosdrykki, sykurlausa drykki með sætuefnum og kolsýrða vatnsdrykki. Samkvæmt Markaðsgreiningu/AC Nielsen á árabilinu 2012 til 2016 hefur vægi sykraðra drykkja sem seldir eru á Íslandi minnkað úr 59 prósentum í 48 prósent. Á sama tíma hefur vægi sykurlausra drykkja (ósætra gosdrykkja og drykkja með sætuefnum) vaxið úr 41 prósenti í 52. Neysluhegðun Íslendinga er að breytast hratt. Það hefur ekkert með sykurskatta að gera heldur er skýringin miklu fremur sú að neytendur eru að taka upplýsta ákvörðun um sína neyslu. Vöruþróun og vöruframboð íslenskra framleiðenda tekur mið af þessu og er í stöðugri þróun til að mæta breyttu neyslumynstri. Þær vörur sem eru í langmestum vexti eru kolsýrðir vatnsdrykkir og hefur sala á slíkum drykkjum vaxið um 83 prósent frá árinu 2010. Á sama tíma hefur sala á sykruðum gosdrykkjum minnkað um 15 prósent og neysla á sykurlausum gosdrykkjum hefur dregist saman um sex prósent. Þá má nefna að sykurneysla á Íslandi hefur minnkað um nær tíu kíló á mann á nærri fimmtíu ára tímabili. Árið 1967 var neysla sykurs á mann 51,7 kg og árið 2014 var neysla sykurs komin niður í 41,8 kg á mann. Það er öfug fylgni milli heildarneyslu sykurs á mann og aukningar á líkamsþyngd og því erfitt að koma auga á orsakasamhengi þar á milli. Þessar staðreyndir staðfesta að það er ekki sykrinum einum að kenna að landsmenn þyngjast og ljóst að gosið er ekki sökudólgurinn. Það blasir því við að leita þarf orsakanna víðar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun