Tiger, Pistorious og Armstrong - Vandræðabörn Nike Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. október 2017 07:00 Bókin Chase your shadow: The trials of Oscar Pistorius eftir Íslandsvininn John Carlin er með þeim áhugaverðari sem ég hef lesið í lengri tíma. Við þekkjum flest söguna í grófum dráttum. Vinsælasti fatlaði íþróttamaður heims skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoríu í Suður-Afríku á Valentínusardaginn 2013. Réttarhöldin vöktu heimsathygli og mörkuðu endalok ferils þessa magnaða íþróttamanns. Helsti styrktaraðili Pistorius var íþróttavörumerkið Nike. „I am the bullet in the chamber“ stóð við hlið mynda af hlauparanum í auglýsingum en þegar hann var loks fundinn sekur um manndráp lauk Nike-samstarfinu sem hefði getað fært Pistorius hundruð milljóna króna í tekjur. Ekkert fyrirtæki eyðir hærri upphæðum í að tengjast íþróttafólki en Nike. Það þarf því ekki að koma á óvart að endrum og sinnum komi tengslin sér illa, eins og í tilviki hlauparans frá Suður-Afríku. En þetta gerist ekki endrum og sinnum heldur furðulega oft.Lance Armstrong Enginn hjólagarpur hefur vakið viðlíka athygli og Lance Armstrong. Nike seldi vörur undir vörumerki góðgerðarsjóðs hans, Livestrong, og greiddi honum persónulega um fimm milljarða króna í tengslum við markaðssetningu. Í kjölfar þess að upp komst um lyfjaneyslu Armstrongs rifti Nike samstarfinu og aðrir styrktaraðilar fylgdu í kjölfarið. Áætlar tímaritið Forbes að Armstrong hafi með þessu orðið af allt að 15 milljörðum króna í framtíðartekjur.Tiger Woods Það vantar ekki hneykslismálin hjá magnaðasta kylfingi sögunnar. Þrátt fyrir framhjáhald, lyfjanotkun og lélegan árangur hefur Nike stutt við bakið á íþróttamanninum sem á sínum tíma varð fyrstur til að þéna milljarð dollara á einu ári. Hann fær enn um tvo og hálfan milljarð króna frá aðilum á borð við Monster, Bridgestone og Taylor Made og Nike greiðir honum annað eins. Þetta er innan við helmingur þess sem hann fékk frá styrktaraðilum á meðan allt lék í lyndi. Rannsókn University of California, Davis, á fjárhagslegum afleiðingum framhjáhaldshneykslisins árið 2009 leiddi í ljós að tap hluthafa styrktaraðila Woods nam á bilinu 600 til 1.450 milljörðum króna, meiru en hann hefur nú þegar, og mun, geta þénað á ferlinum.Er ávinningurinn meiri en kostnaðurinn? Nike hefur kosið að tengja vörumerki sitt við fremsta íþróttafólk heims en reglulega kemur eitthvað miður skemmtilegt upp. Meðal þess íþróttafólks sem Nike hefur stutt á þeim tímapunkti sem ferillinn fuðraði upp eru Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi árið 2004, Justin Gatlin, og hlaupadrottningin Marion Jones. Bæði bættu þau árangur sinn með ólöglegum aðferðum og Nike sleit samstarfinu fljótlega. NFL-stjörnurnar Michael Vick og Adrian Peterson misstu auk þess samninga sína við Nike vegna hneykslismála, sem og þau Maria Sharapova og Manny Pacquiao. Vel má vera að ávinningurinn af samstarfi við fremsta íþróttafólk heims hafi fært Nike hærri upphæðir en tapast hafa vegna þeirra sem hér er nefndir, en óheppnin virðist þó elta íþróttavörurisann á röndum. Nú segir Kanye West að Nike hafi gert milljarðs dollara samning við besta körfuknattleiksmann heims, LeBron James. Það er þá eins gott að hann haldi sig á mottunni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Markaðir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Bókin Chase your shadow: The trials of Oscar Pistorius eftir Íslandsvininn John Carlin er með þeim áhugaverðari sem ég hef lesið í lengri tíma. Við þekkjum flest söguna í grófum dráttum. Vinsælasti fatlaði íþróttamaður heims skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoríu í Suður-Afríku á Valentínusardaginn 2013. Réttarhöldin vöktu heimsathygli og mörkuðu endalok ferils þessa magnaða íþróttamanns. Helsti styrktaraðili Pistorius var íþróttavörumerkið Nike. „I am the bullet in the chamber“ stóð við hlið mynda af hlauparanum í auglýsingum en þegar hann var loks fundinn sekur um manndráp lauk Nike-samstarfinu sem hefði getað fært Pistorius hundruð milljóna króna í tekjur. Ekkert fyrirtæki eyðir hærri upphæðum í að tengjast íþróttafólki en Nike. Það þarf því ekki að koma á óvart að endrum og sinnum komi tengslin sér illa, eins og í tilviki hlauparans frá Suður-Afríku. En þetta gerist ekki endrum og sinnum heldur furðulega oft.Lance Armstrong Enginn hjólagarpur hefur vakið viðlíka athygli og Lance Armstrong. Nike seldi vörur undir vörumerki góðgerðarsjóðs hans, Livestrong, og greiddi honum persónulega um fimm milljarða króna í tengslum við markaðssetningu. Í kjölfar þess að upp komst um lyfjaneyslu Armstrongs rifti Nike samstarfinu og aðrir styrktaraðilar fylgdu í kjölfarið. Áætlar tímaritið Forbes að Armstrong hafi með þessu orðið af allt að 15 milljörðum króna í framtíðartekjur.Tiger Woods Það vantar ekki hneykslismálin hjá magnaðasta kylfingi sögunnar. Þrátt fyrir framhjáhald, lyfjanotkun og lélegan árangur hefur Nike stutt við bakið á íþróttamanninum sem á sínum tíma varð fyrstur til að þéna milljarð dollara á einu ári. Hann fær enn um tvo og hálfan milljarð króna frá aðilum á borð við Monster, Bridgestone og Taylor Made og Nike greiðir honum annað eins. Þetta er innan við helmingur þess sem hann fékk frá styrktaraðilum á meðan allt lék í lyndi. Rannsókn University of California, Davis, á fjárhagslegum afleiðingum framhjáhaldshneykslisins árið 2009 leiddi í ljós að tap hluthafa styrktaraðila Woods nam á bilinu 600 til 1.450 milljörðum króna, meiru en hann hefur nú þegar, og mun, geta þénað á ferlinum.Er ávinningurinn meiri en kostnaðurinn? Nike hefur kosið að tengja vörumerki sitt við fremsta íþróttafólk heims en reglulega kemur eitthvað miður skemmtilegt upp. Meðal þess íþróttafólks sem Nike hefur stutt á þeim tímapunkti sem ferillinn fuðraði upp eru Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi árið 2004, Justin Gatlin, og hlaupadrottningin Marion Jones. Bæði bættu þau árangur sinn með ólöglegum aðferðum og Nike sleit samstarfinu fljótlega. NFL-stjörnurnar Michael Vick og Adrian Peterson misstu auk þess samninga sína við Nike vegna hneykslismála, sem og þau Maria Sharapova og Manny Pacquiao. Vel má vera að ávinningurinn af samstarfi við fremsta íþróttafólk heims hafi fært Nike hærri upphæðir en tapast hafa vegna þeirra sem hér er nefndir, en óheppnin virðist þó elta íþróttavörurisann á röndum. Nú segir Kanye West að Nike hafi gert milljarðs dollara samning við besta körfuknattleiksmann heims, LeBron James. Það er þá eins gott að hann haldi sig á mottunni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun