Um greinina "Fjársjóður á mörkum tveggja heimsmynda“ Einar G. Pétursson skrifar 30. mars 2017 07:00 Í Fréttablaðinu 2. mars síðastliðinn birtist viðtal við Viðar Hreinsson (VH): „Fjársjóður á mörkum tveggja heimsmynda.“ Það birtist í tilefni þess að daginn áður var honum veitt viðurkenning Hagþenkis fyrir bókina: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Hér verða gerðar nokkrar athugasemdir. Þar segir VH: „Svo komst ég í rannsóknarverkefni upp úr 1990 sem Sverrir Tómasson stýrði á viðtökum Snorra Eddu og þá náði ég að sökkva mér aðeins betur ofan í kallinn.“ Ekki var þess getið að þeir Sverrir fengu hjá mér uppskriftir af tveimur ritum Jóns lærða, Samantektum um skilning á Eddu og Tíðfordrífi, sem bæði voru skrifuð fyrir Brynjólf biskup Sveinsson. Þeir treystu sér ekki til að skoða órannsökuð pappírshandrit Snorra Eddu frá 17. öld. Árið 1996 kom út bókin: Guðamjöður og arnarleir undir ritstjórn Sverris Tómassonar, en þar skrifaði VH greinina: „Tvær heimsmyndir á 17. öld. Snorra Edda í túlkun Jóns Guðmundssonar lærða (1574-1658).“ Í greininni er mikil áhersla lögð á að Jón lærði hafi verið óskólagenginn og hugmyndir hans þar af leiðandi frábrugðnar hugmyndum lærðra manna. Gunnar Karlsson prófessor í heiðursriti Lofts Guttormssonar og Nanna Ólafsdóttir magister í tímaritinu 19. júní 1968 könnuðu stéttaruppruna stúdenta og var niðurstaða beggja að allt að 40 prósent íslenskra stúdenta hafi á seinni öldum verið úr bændastétt. Hérlendis gat ekki verið mikill stéttamunur milli skólagenginna og óskólagenginna. VH segir um Jón í greininni (s. 124): „Jón var nánast utangarðsmaður í félagslegum og fræðilegum skilningi.“ Þetta stenst ekki því að upp úr 1620 samdi hann Grænlands annál fyrir lærdómsmenn á Hólum og var um sama leyti í sambandi við fræðimenn í Skálholti. Í nýútkominni bók VH er bætt við „nýjum hugmyndum“ um að Jón lærði hafi unnið að fræðistörfum á Hólum og Skálholti. Jón lærði vann ásamt fleirum fyrir fræðamiðstöðvarnar í Skálholti og á Hólum og skrifaði m. a. fyrir Brynjólf Sveinsson biskup fyrrnefnd rit og ævikvæðið Fjölmóð.Lýstu yfir mikillli undrun Árið 1998 kom frá minni hendi í tveimur bindum Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, þar sem gefnar voru út: Samantektir um skilning á Eddu og skýringar Jóns á Brynhildarljóðum í Völsunga sögu. Bæði þau rit voru skrifuð fyrir Brynjólf biskup vegna þess að hann ætlaði að skrifa rit um fornan norrænan átrúnað. Fremst í Edduritunum er nokkuð um upphaf mikilvægrar fræðistarfsemi á 17. öld, yfirlit um ævi Jóns lærða og ritstörf. Þar sem ljóst er, að kenningaar VH standast ekki, var ekki getið rannsókna hans; Jón lærði var ekki einangraður frá lærðum mönnum og hann var ekki fræðilegur utangarðsmaður. Þar sem ritið var doktorsritgerð var það metið af sérfróðum mönnum og andmælin prentuð í 11. bindi Griplu árið 2000. Mjög margir hafa komið að máli við mig og lýst yfir mikilli undrun yfir því að í umræðum um bók VH skuli bók mín: Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða ekki hafa heyrst nefnd. Sama er einnig um vandaða bók: Í spor Jóns lærða, sem kom 2013 undir ritstjórn Hjörleifs Guttormssonar. Eftir að ritdómur Sölva Sveinssonar um bók VH birtist í Morgunblaðinu 12. jan. „Hverju getur einn maður áorkað?“ fannst mér brýn ástæða til að skrifa í Morgunblaðið 17. febr.: „Fáeinar athugasemdir um bók Viðars Hreinssonar, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar.“ Í sama blaði birtist 23. febr. svar eftir VH: „14:2. Um athugasemdir við bók um Jón lærða.“ Hér verður aðeins getið dæma um vinnubrögð VH. 4. liður er svohljóðandi: „„Ekki verður séð hvaða heimildir VH hafði er hann fullyrti að Jón lærði hafi [hér voru felld niður orðin „á Skarði“] komist í skrifaða grasabók Jóns biskups Halldórssonar,„ segir EGP. Í lok efnisgreinar um það atriði vísa ég í Tíðfordríf Jóns, 7v-8r. Þar er óljós klausa um grasabækur, skrifaðar og prentaðar. Sumar sá hann á Skarði þó að ekki sé það óyggjandi að hann hafi séð þá skrifuðu þar. Það er þó aukaatriði.“ (Leturbreyting EGP) Hvað segir þetta lesendum? 5. liður VH. Um ferðir Jóns lærða til Hóla. Niðurlagsorð VH eru: „Þessi atriði samanlögð benda til þess að Jón hafi komið til Hóla um þetta leyti.“ Þá er spurningin um hvaða leyti, en ýmis ár koma til greina. Hvers vegna gat Jón lærði ekki um neina ferð til Hóla í Fjölmóði? 6. liður VH. „EGP segir að ótrúlega víða séu undarlegar fullyrðingar og kveðst taka örfá dæmi af mörgum. Þetta er gamalt bragð, að segja að tekin dæmi séu aðeins lítill hluti af heild. Ég set oft fram tilgátur en tek um leið fram að þær þurfi að skoða betur.“ Hér er ein „undarleg fullyrðing“: Á s. 69 segir VH: „Jón virðist hafa talið að bezóar fyndist líka í höfði hrafnsins og kallar hann stundum lífstein.“ Á s. 549 segir VH: „Drepið hefur verið á ... lífsteininn bezóar úr hrafnshöfði“. Bezoar úr hrafnshöfði er uppáfinning VH. Þegar lesandi sér svona miklar villur þar sem hann þekkir til hlýtur hann að verða tortrygginn á annað og vantreysta bókinni: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Af því sem að ofan er rakið er ljóst að bók VH gæti komið miklu rugli á ról. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 2. mars síðastliðinn birtist viðtal við Viðar Hreinsson (VH): „Fjársjóður á mörkum tveggja heimsmynda.“ Það birtist í tilefni þess að daginn áður var honum veitt viðurkenning Hagþenkis fyrir bókina: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Hér verða gerðar nokkrar athugasemdir. Þar segir VH: „Svo komst ég í rannsóknarverkefni upp úr 1990 sem Sverrir Tómasson stýrði á viðtökum Snorra Eddu og þá náði ég að sökkva mér aðeins betur ofan í kallinn.“ Ekki var þess getið að þeir Sverrir fengu hjá mér uppskriftir af tveimur ritum Jóns lærða, Samantektum um skilning á Eddu og Tíðfordrífi, sem bæði voru skrifuð fyrir Brynjólf biskup Sveinsson. Þeir treystu sér ekki til að skoða órannsökuð pappírshandrit Snorra Eddu frá 17. öld. Árið 1996 kom út bókin: Guðamjöður og arnarleir undir ritstjórn Sverris Tómassonar, en þar skrifaði VH greinina: „Tvær heimsmyndir á 17. öld. Snorra Edda í túlkun Jóns Guðmundssonar lærða (1574-1658).“ Í greininni er mikil áhersla lögð á að Jón lærði hafi verið óskólagenginn og hugmyndir hans þar af leiðandi frábrugðnar hugmyndum lærðra manna. Gunnar Karlsson prófessor í heiðursriti Lofts Guttormssonar og Nanna Ólafsdóttir magister í tímaritinu 19. júní 1968 könnuðu stéttaruppruna stúdenta og var niðurstaða beggja að allt að 40 prósent íslenskra stúdenta hafi á seinni öldum verið úr bændastétt. Hérlendis gat ekki verið mikill stéttamunur milli skólagenginna og óskólagenginna. VH segir um Jón í greininni (s. 124): „Jón var nánast utangarðsmaður í félagslegum og fræðilegum skilningi.“ Þetta stenst ekki því að upp úr 1620 samdi hann Grænlands annál fyrir lærdómsmenn á Hólum og var um sama leyti í sambandi við fræðimenn í Skálholti. Í nýútkominni bók VH er bætt við „nýjum hugmyndum“ um að Jón lærði hafi unnið að fræðistörfum á Hólum og Skálholti. Jón lærði vann ásamt fleirum fyrir fræðamiðstöðvarnar í Skálholti og á Hólum og skrifaði m. a. fyrir Brynjólf Sveinsson biskup fyrrnefnd rit og ævikvæðið Fjölmóð.Lýstu yfir mikillli undrun Árið 1998 kom frá minni hendi í tveimur bindum Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, þar sem gefnar voru út: Samantektir um skilning á Eddu og skýringar Jóns á Brynhildarljóðum í Völsunga sögu. Bæði þau rit voru skrifuð fyrir Brynjólf biskup vegna þess að hann ætlaði að skrifa rit um fornan norrænan átrúnað. Fremst í Edduritunum er nokkuð um upphaf mikilvægrar fræðistarfsemi á 17. öld, yfirlit um ævi Jóns lærða og ritstörf. Þar sem ljóst er, að kenningaar VH standast ekki, var ekki getið rannsókna hans; Jón lærði var ekki einangraður frá lærðum mönnum og hann var ekki fræðilegur utangarðsmaður. Þar sem ritið var doktorsritgerð var það metið af sérfróðum mönnum og andmælin prentuð í 11. bindi Griplu árið 2000. Mjög margir hafa komið að máli við mig og lýst yfir mikilli undrun yfir því að í umræðum um bók VH skuli bók mín: Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða ekki hafa heyrst nefnd. Sama er einnig um vandaða bók: Í spor Jóns lærða, sem kom 2013 undir ritstjórn Hjörleifs Guttormssonar. Eftir að ritdómur Sölva Sveinssonar um bók VH birtist í Morgunblaðinu 12. jan. „Hverju getur einn maður áorkað?“ fannst mér brýn ástæða til að skrifa í Morgunblaðið 17. febr.: „Fáeinar athugasemdir um bók Viðars Hreinssonar, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar.“ Í sama blaði birtist 23. febr. svar eftir VH: „14:2. Um athugasemdir við bók um Jón lærða.“ Hér verður aðeins getið dæma um vinnubrögð VH. 4. liður er svohljóðandi: „„Ekki verður séð hvaða heimildir VH hafði er hann fullyrti að Jón lærði hafi [hér voru felld niður orðin „á Skarði“] komist í skrifaða grasabók Jóns biskups Halldórssonar,„ segir EGP. Í lok efnisgreinar um það atriði vísa ég í Tíðfordríf Jóns, 7v-8r. Þar er óljós klausa um grasabækur, skrifaðar og prentaðar. Sumar sá hann á Skarði þó að ekki sé það óyggjandi að hann hafi séð þá skrifuðu þar. Það er þó aukaatriði.“ (Leturbreyting EGP) Hvað segir þetta lesendum? 5. liður VH. Um ferðir Jóns lærða til Hóla. Niðurlagsorð VH eru: „Þessi atriði samanlögð benda til þess að Jón hafi komið til Hóla um þetta leyti.“ Þá er spurningin um hvaða leyti, en ýmis ár koma til greina. Hvers vegna gat Jón lærði ekki um neina ferð til Hóla í Fjölmóði? 6. liður VH. „EGP segir að ótrúlega víða séu undarlegar fullyrðingar og kveðst taka örfá dæmi af mörgum. Þetta er gamalt bragð, að segja að tekin dæmi séu aðeins lítill hluti af heild. Ég set oft fram tilgátur en tek um leið fram að þær þurfi að skoða betur.“ Hér er ein „undarleg fullyrðing“: Á s. 69 segir VH: „Jón virðist hafa talið að bezóar fyndist líka í höfði hrafnsins og kallar hann stundum lífstein.“ Á s. 549 segir VH: „Drepið hefur verið á ... lífsteininn bezóar úr hrafnshöfði“. Bezoar úr hrafnshöfði er uppáfinning VH. Þegar lesandi sér svona miklar villur þar sem hann þekkir til hlýtur hann að verða tortrygginn á annað og vantreysta bókinni: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Af því sem að ofan er rakið er ljóst að bók VH gæti komið miklu rugli á ról. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar