Það vakti athygli þegar Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, las yfir sínum mönnum á ensku undir lok leiks Stjörnunnar og Keflavíkur á föstudaginn þrátt fyrir að erlendi leikmaður Stjörnunnar hefði lokið leik með fimm villur.
Anthony Odunsi fékk fimmtu villuna sína í fjórða leikhluta og gat því lítið fylgt eftir leiðsögn þjálfara liðsins en þrátt fyrir það notaðist Hrafn við ensku til að skipa mönnum fyrir.
Hrafn virtist gera sér grein fyrir þessu í miðri ræðu en hann var fljótur að fara aftur í enskuna til að útskýra hvað liðið ætti að gera í varnarleiknum en sérfræðingar þáttarins höfðu einkar gaman af þessum skrautlega viðburð.
Skilaboðin virtust þó skila sér þar sem lærisveinar Hrafns unnu að lokum sigur í Sláturhúsinu eftir tvíframlengdan leik.
Körfuboltakvöld: Sérfræðingarnir stríddu Hrafni | "Fékk hreim eftir ár í Bandaríkjunum“
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 103-106 | Stjörnusigur eftir tvíframlengdan leik
Sigurinn hefði getað dottið báðum megin í kvöld en það voru stóru skotin hjá Stjörnunni sem fóru niður í kvöld.