Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á ShopRite Classic-mótinu sem fer fram í New Jersey í Bandaríkjunum. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.
Ólafía Þórunn lék hringinn í dag á þremur höggum yfir pari og var samtals á fimm höggum yfir pari. Niðurskurðurinn miðaðist við tvö högg yfir pari.
Ólafía Þórunn fékk fugl á fyrstu holu en svo komu fjórir skollar á næstu sex holum. Eftir það var staðan orðin erfið.
Ólafía Þórunn rétti hlut sinn aðeins á seinni níu holunum sem hún spilaði á einu höggi yfir pari. Það dugði þó ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.
Komst ekki í gegnum niðurskurðinn

Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn búin með fyrsta hringinn í New Jersey | Lék á +2
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er búin með fyrsta hringinn sinn á ShopRite LPGA Classic mótinu í New Jersey á LPGA mótaröðinni.