Opið bréf Sálstofunnar til jólasveinanna Sálfræðingar Sálstofunnar skrifar 11. desember 2017 11:06 Kæru jólasveinar. Nú fer að styttast í að þið komið til byggða með glaðning í skóinn og því langaði okkur að koma á framfæri hugleiðingum okkar. Aðventan getur verið skrítinn tími fyrir börnin; sum eru yfir sig spennt, önnur eru óróleg þegar rútínan fer úr skorðum og enn önnur kvíða fyrir þessum tíma. Á þessum skrítna tíma eruð þið einmitt að gefa börnum í skóinn og vorum við að velta fyrir okkur hver viðmiðin væru hjá ykkur varðandi hvort börn fengju í skóinn – eða hvort það væru viðmið? Stundum höfum við heyrt talað um að börn þurfi að vera góð til að fá í skóinn. En málið er að við höfum hitt svakalega mörg börn og við vitum að öll börn eru góð. Þar með ættu öll börn að fá alltaf í skóinn ekki satt? Ef þið ætlið að nota einhverskonar viðmið viljum við minna ykkur á að hafa þau þá skýr og sanngjörn þannig að börnin hafi tækifæri til standast væntingar ykkar. Hvernig væri t.d. að hafa viðmið um að börn fari í háttinn þegar þeim er sagt að gera það frekar en að fara í háttinn á einhverjum fyrir fram ákveðnum tíma? Er sanngjarnt að gefa ekki í skóinn ef barn missir stjórn á skapinu sínu í öllum þeim asa og spenningi sem getur fylgt þessum árstíma? Er sanngjarnt að barn fái ekki í skóinn ef það gleymir sér óvart, aðeins? Foreldrar gleyma sér nefnilega stundum og fara að nota ykkur jólasveinana sem einhverskonar Grýlu á aðventunni (og við vitum að þið eruð ekkert líkir móður ykkar). Þá geta foreldrar t.d. sagt börnunum að jólasveinninn fylgist með hverju spori – og þá sérstaklega hverju feilspori – og þá komi mögulega ekkert í skóinn. Bara það að halda að þið fylgist með hverjum andardrætti barnanna getur nefnilega skapa kvíða og spennu sem leiðir til erfiðrar hegðunar. Ef foreldrar lesa þessi skilaboð þá minnum við þá líka á það að það er miklu skemmtilegra og ánægjulegra að skapa aðstæður sem hjálpa börnum að sýna æskilega hegðun, að koma vel fram við aðra og gera hluti sem láta þeim líða vel. Góðu börnin okkar geta nefnilega gleymt sér og sýnt af sér óæskilega hegðun og þá er nú gott að hafa foreldra sem minna á hver æskilega hegðunin er – og auðvitað hrósa börnunum þegar sú hegðun er sýnd. Og kannski er allt í lagi í þeim tilvikum að nefna að slík hegðun myndi örugglega gleðja jólasveinana? Og eitt enn fyrst við erum að skrifa ykkur bréf. Ekki ruglast í skógjöfunum, foreldrar mega gefa allskonar í jólagjafir en í skóinn er gott að jólasveinninn gefi öllum börnum svipað svo börnin haldi nú ekki að þið gerið upp á milli. Við höfum ofurtrú á ykkur kæru jólasveinar – gleðilega sleðaferð til byggða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Kæru jólasveinar. Nú fer að styttast í að þið komið til byggða með glaðning í skóinn og því langaði okkur að koma á framfæri hugleiðingum okkar. Aðventan getur verið skrítinn tími fyrir börnin; sum eru yfir sig spennt, önnur eru óróleg þegar rútínan fer úr skorðum og enn önnur kvíða fyrir þessum tíma. Á þessum skrítna tíma eruð þið einmitt að gefa börnum í skóinn og vorum við að velta fyrir okkur hver viðmiðin væru hjá ykkur varðandi hvort börn fengju í skóinn – eða hvort það væru viðmið? Stundum höfum við heyrt talað um að börn þurfi að vera góð til að fá í skóinn. En málið er að við höfum hitt svakalega mörg börn og við vitum að öll börn eru góð. Þar með ættu öll börn að fá alltaf í skóinn ekki satt? Ef þið ætlið að nota einhverskonar viðmið viljum við minna ykkur á að hafa þau þá skýr og sanngjörn þannig að börnin hafi tækifæri til standast væntingar ykkar. Hvernig væri t.d. að hafa viðmið um að börn fari í háttinn þegar þeim er sagt að gera það frekar en að fara í háttinn á einhverjum fyrir fram ákveðnum tíma? Er sanngjarnt að gefa ekki í skóinn ef barn missir stjórn á skapinu sínu í öllum þeim asa og spenningi sem getur fylgt þessum árstíma? Er sanngjarnt að barn fái ekki í skóinn ef það gleymir sér óvart, aðeins? Foreldrar gleyma sér nefnilega stundum og fara að nota ykkur jólasveinana sem einhverskonar Grýlu á aðventunni (og við vitum að þið eruð ekkert líkir móður ykkar). Þá geta foreldrar t.d. sagt börnunum að jólasveinninn fylgist með hverju spori – og þá sérstaklega hverju feilspori – og þá komi mögulega ekkert í skóinn. Bara það að halda að þið fylgist með hverjum andardrætti barnanna getur nefnilega skapa kvíða og spennu sem leiðir til erfiðrar hegðunar. Ef foreldrar lesa þessi skilaboð þá minnum við þá líka á það að það er miklu skemmtilegra og ánægjulegra að skapa aðstæður sem hjálpa börnum að sýna æskilega hegðun, að koma vel fram við aðra og gera hluti sem láta þeim líða vel. Góðu börnin okkar geta nefnilega gleymt sér og sýnt af sér óæskilega hegðun og þá er nú gott að hafa foreldra sem minna á hver æskilega hegðunin er – og auðvitað hrósa börnunum þegar sú hegðun er sýnd. Og kannski er allt í lagi í þeim tilvikum að nefna að slík hegðun myndi örugglega gleðja jólasveinana? Og eitt enn fyrst við erum að skrifa ykkur bréf. Ekki ruglast í skógjöfunum, foreldrar mega gefa allskonar í jólagjafir en í skóinn er gott að jólasveinninn gefi öllum börnum svipað svo börnin haldi nú ekki að þið gerið upp á milli. Við höfum ofurtrú á ykkur kæru jólasveinar – gleðilega sleðaferð til byggða.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar