Fimm ára úrbótaáætlun með fyrirvara um fjármögnun ríkisins Þorsteinn Gunnarsson skrifar 20. júní 2017 07:00 Fráveitumál við Mývatn hafa verið í brennidepli. Í upphafi er rétt að leiðrétta algengan misskilning í umræðunni. Halda mætti að öllu skólpi sé dælt beint í Mývatn. Þetta er auðvitað alrangt því hér tíðkast víða tveggja þrepa hreinsun og heilbrigðiseftirlitið fylgist með því að sveitarfélagið og rekstraraðilar uppfylli lög og reglur. Mývetningar hafa að mörgu leyti verið til fyrirmyndar í fráveitumálum í gegnum tíðina en árið 2012 var kröfunum breytt með einu pennastriki og gerðar íþyngjandi kröfur á Mývetninga með því sem kallað er „umfram tveggja þrepa hreinsun“. Hvað það þýðir er í raun verkfræðilegt úrlausnarefni en kostnaðurinn við slíka hreinsun er mikill. Í síðustu viku sendu Sveitarfélagið Skútustaðahreppur og 15 rekstraraðilar í Skútustaðahreppi inn sameiginlega umbótaáætlun um fráveitumál í sveitarfélaginu til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Unnið var út frá gildum, markmiðum og framtíðarsýn. Framtíðarsýn umbótaáætlunarinnar er að sveitarfélagið Skútustaðahreppur og rekstraraðilar verði til fyrirmyndar í fráveitumálum til að lágmarka áhrif mannsins á lífríkið í Mývatni. Umbótaáætlunin er unnin vegna krafna HNE þar sem lögð er fram krafa um tímasetta áætlun um úrbætur þar sem fram kemur hvernig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið muni taka í notkun skólphreinsivirki fyrir þéttbýlið í Reykjahlíð og á Skútustöðum sem fullnægir kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa. Tímasett áætlun um úrbætur átti að berast HNE ekki seinna en 17. júní. Lögð er fram fimm ára tímasett umbótaáætlun sem byggir á samþættingu aðgerða. Gerðir eru ýmsir fyrirvarar á áætluninni, bæði lagalegir og ekki síst hvað varðar aðkomu ríkisvaldsins um fjármögnun. Sveitarfélagið Skútustaðahreppur á jafnframt í viðræðum við Norðurorku um aðkomu að veitumálum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að viðræður við ríkisvaldið og Norðurorku standi til áramóta. Verði seinkun á viðræðunum má reikna með að seinkun verði á ferlinu sem því nemur þar sem fjárhagsleg aðkoma ríkisins er ein helsta forsendan fyrir framgangi verkefnisins. Undirbúningur af hálfu sveitarfélagsins er þegar hafinn með breytingum á deiliskipulagi og fleira. Rekstraraðilar hafa einnig hafið undirbúning af sinni hálfu. Heildarkostnaður fráveituframkvæmdanna fyrir sveitarfélagið er áætlaður um 500-700 m.kr. en fyrir rekstraraðila má áætla að kostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna. Sveitarfélagið hefur fundað með umhverfisráðherra og fjármálaráðherra um aðkomu ríkisvaldsins hvað varðar fjármögnun og lofar fundurinn góðu um framhaldið.Sameiginlegir hagsmunir Hver og einn rekstraraðili er ábyrgur fyrir sinni umbótaáætlun líkt og sveitarfélagið en helstu ástæður fyrir að skila inn sameiginlegri umbótaáætlun eru sameiginlegir hagsmunir, samlegðaráhrif, hagkvæmni og samþætting verkefnisþátta í þeim tilfellum þar sem rekstraraðilar eru staðsettir í skilgreindum þéttbýliskjarna. Samkvæmt lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna kemur fram að uppbygging fráveitna sé á ábyrgð sveitarfélaga og því er mikilvægt fyrir rekstraraðila að vita hvenær þeir geta tengt sig inn á safnkerfi fráveitu sveitarfélagsins samkvæmt gjaldskrá. Ákvæði verndarlaganna um Mývatn og Laxá stefndu ekki að því í upphafi að leggja auknar fjárhagslegar byrðar á Skútustaðahrepp, en sýnt er að slíkar kröfur eru komnar fram sbr. krafa Heilbrigðisnefndar Norðlands eystra. Þær eru verulega íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og íbúa þess og verður að skoða út frá jafnræðissjónarmiðum og þeim grundvallarhagsmunum sem liggja að baki verndarlögunum. Vernd Mývatns má rekja til einstakrar stöðu vatnsins og alþjóðlegra skuldbindinga ríkisins gagnvart svæðinu. Kröfur um gerð umbótaáætlunar eru því einnig málefni sem varðar ríkið. Ein af helstu forsendum þess að ráðist er í svo kostnaðarsamar framkvæmdir í fráveitumálum hlýtur að vera að vöktun á lífríki Mývatns verði aukin til muna til að meta stöðuna og áhrif framkvæmdanna á lífríkið til framtíðar. Á fundi fulltrúa sveitarstjórnar með fjármálaráðherra og umhverfisráðherra fyrir skömmu greindi umhverfisráðherra frá því að ráðuneytið ætlar að setja aukið fjármagn í rannsóknir og vöktun Mývatns, sem er fagnaðarefni.Höfundur er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fráveitumál við Mývatn hafa verið í brennidepli. Í upphafi er rétt að leiðrétta algengan misskilning í umræðunni. Halda mætti að öllu skólpi sé dælt beint í Mývatn. Þetta er auðvitað alrangt því hér tíðkast víða tveggja þrepa hreinsun og heilbrigðiseftirlitið fylgist með því að sveitarfélagið og rekstraraðilar uppfylli lög og reglur. Mývetningar hafa að mörgu leyti verið til fyrirmyndar í fráveitumálum í gegnum tíðina en árið 2012 var kröfunum breytt með einu pennastriki og gerðar íþyngjandi kröfur á Mývetninga með því sem kallað er „umfram tveggja þrepa hreinsun“. Hvað það þýðir er í raun verkfræðilegt úrlausnarefni en kostnaðurinn við slíka hreinsun er mikill. Í síðustu viku sendu Sveitarfélagið Skútustaðahreppur og 15 rekstraraðilar í Skútustaðahreppi inn sameiginlega umbótaáætlun um fráveitumál í sveitarfélaginu til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Unnið var út frá gildum, markmiðum og framtíðarsýn. Framtíðarsýn umbótaáætlunarinnar er að sveitarfélagið Skútustaðahreppur og rekstraraðilar verði til fyrirmyndar í fráveitumálum til að lágmarka áhrif mannsins á lífríkið í Mývatni. Umbótaáætlunin er unnin vegna krafna HNE þar sem lögð er fram krafa um tímasetta áætlun um úrbætur þar sem fram kemur hvernig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið muni taka í notkun skólphreinsivirki fyrir þéttbýlið í Reykjahlíð og á Skútustöðum sem fullnægir kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa. Tímasett áætlun um úrbætur átti að berast HNE ekki seinna en 17. júní. Lögð er fram fimm ára tímasett umbótaáætlun sem byggir á samþættingu aðgerða. Gerðir eru ýmsir fyrirvarar á áætluninni, bæði lagalegir og ekki síst hvað varðar aðkomu ríkisvaldsins um fjármögnun. Sveitarfélagið Skútustaðahreppur á jafnframt í viðræðum við Norðurorku um aðkomu að veitumálum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að viðræður við ríkisvaldið og Norðurorku standi til áramóta. Verði seinkun á viðræðunum má reikna með að seinkun verði á ferlinu sem því nemur þar sem fjárhagsleg aðkoma ríkisins er ein helsta forsendan fyrir framgangi verkefnisins. Undirbúningur af hálfu sveitarfélagsins er þegar hafinn með breytingum á deiliskipulagi og fleira. Rekstraraðilar hafa einnig hafið undirbúning af sinni hálfu. Heildarkostnaður fráveituframkvæmdanna fyrir sveitarfélagið er áætlaður um 500-700 m.kr. en fyrir rekstraraðila má áætla að kostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna króna. Sveitarfélagið hefur fundað með umhverfisráðherra og fjármálaráðherra um aðkomu ríkisvaldsins hvað varðar fjármögnun og lofar fundurinn góðu um framhaldið.Sameiginlegir hagsmunir Hver og einn rekstraraðili er ábyrgur fyrir sinni umbótaáætlun líkt og sveitarfélagið en helstu ástæður fyrir að skila inn sameiginlegri umbótaáætlun eru sameiginlegir hagsmunir, samlegðaráhrif, hagkvæmni og samþætting verkefnisþátta í þeim tilfellum þar sem rekstraraðilar eru staðsettir í skilgreindum þéttbýliskjarna. Samkvæmt lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna kemur fram að uppbygging fráveitna sé á ábyrgð sveitarfélaga og því er mikilvægt fyrir rekstraraðila að vita hvenær þeir geta tengt sig inn á safnkerfi fráveitu sveitarfélagsins samkvæmt gjaldskrá. Ákvæði verndarlaganna um Mývatn og Laxá stefndu ekki að því í upphafi að leggja auknar fjárhagslegar byrðar á Skútustaðahrepp, en sýnt er að slíkar kröfur eru komnar fram sbr. krafa Heilbrigðisnefndar Norðlands eystra. Þær eru verulega íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og íbúa þess og verður að skoða út frá jafnræðissjónarmiðum og þeim grundvallarhagsmunum sem liggja að baki verndarlögunum. Vernd Mývatns má rekja til einstakrar stöðu vatnsins og alþjóðlegra skuldbindinga ríkisins gagnvart svæðinu. Kröfur um gerð umbótaáætlunar eru því einnig málefni sem varðar ríkið. Ein af helstu forsendum þess að ráðist er í svo kostnaðarsamar framkvæmdir í fráveitumálum hlýtur að vera að vöktun á lífríki Mývatns verði aukin til muna til að meta stöðuna og áhrif framkvæmdanna á lífríkið til framtíðar. Á fundi fulltrúa sveitarstjórnar með fjármálaráðherra og umhverfisráðherra fyrir skömmu greindi umhverfisráðherra frá því að ráðuneytið ætlar að setja aukið fjármagn í rannsóknir og vöktun Mývatns, sem er fagnaðarefni.Höfundur er sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar