Gerum samfélagið fjölskylduvænna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Það gengur oft erfiðlega að finna tímana í sólarhringnum til að eyða með fjölskyldu og vinum. Íslendingar hafa löngum talið það mannkosti að vinna mikið og lengi, sem bitnar óhjákvæmilega á gæðastundum með fjölskyldunni. Þótt vinnan sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi þarna á milli og gera samfélagið fjölskylduvænna. BSRB hefur lagt mikla áherslu á þróun í þessa átt á undanförnum árum. Grundvöllurinn fyrir því að byggja upp fjölskylduvænna samfélag er að bæði kynin hafi jöfn tækifæri. Foreldrar eiga að hafa sömu möguleika og skyldur hvort sem er á vinnumarkaði eða heima fyrir. Mikilvægur þáttur í þessu er að bæta fæðingarorlofið. Íslenska fæðingarorlofskerfið var byggt upp af metnaði en hefur síðan fengið að drabbast niður. Fæðingarorlofskerfið á að virka hvetjandi á báða foreldra til að eyða tíma með nýfæddum börnum sínum á þessum mikilvæga tíma í þroskaferli þeirra. Einnig er mikilvægt að tryggja börnum dagvistun strax þegar orlofi lýkur. Langur vinnudagur gerir mörgum erfitt fyrir að samþætta fjölskyldulífið og vinnuna. BSRB hefur mótað þá stefnu að stytta vinnuvikuna úr 40 tímum í 36 án þess að laun skerðist. Erlendar rannsóknir benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það bitni á afköstum. Bæði Reykjavíkurborg og ríkið standa nú fyrir tilraunaverkefnum með BSRB til að kanna hvernig þetta getur gengið fyrir sig hér á landi. En fleira þarf til eigi íslenskt samfélag að verða fjölskylduvænna. Bæta þarf samspil atvinnulífsins, skóla og heimilanna með það að markmiði að draga úr árekstrum. Auka þarf réttindi til að vera frá vinnu til að sinna veikum börnum og bjóða upp á sveigjanleg starfslok. Það er verkefni okkar til langs tíma að gera samfélagið fjölskylduvænna. Þegar lagt er af stað í langferð getur takmarkið virst órafjarri. Þess vegna þarf að vinna jafnt og þétt að þessu markmiði, eitt skref í einu í átt að takmarkinu.Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Það gengur oft erfiðlega að finna tímana í sólarhringnum til að eyða með fjölskyldu og vinum. Íslendingar hafa löngum talið það mannkosti að vinna mikið og lengi, sem bitnar óhjákvæmilega á gæðastundum með fjölskyldunni. Þótt vinnan sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi þarna á milli og gera samfélagið fjölskylduvænna. BSRB hefur lagt mikla áherslu á þróun í þessa átt á undanförnum árum. Grundvöllurinn fyrir því að byggja upp fjölskylduvænna samfélag er að bæði kynin hafi jöfn tækifæri. Foreldrar eiga að hafa sömu möguleika og skyldur hvort sem er á vinnumarkaði eða heima fyrir. Mikilvægur þáttur í þessu er að bæta fæðingarorlofið. Íslenska fæðingarorlofskerfið var byggt upp af metnaði en hefur síðan fengið að drabbast niður. Fæðingarorlofskerfið á að virka hvetjandi á báða foreldra til að eyða tíma með nýfæddum börnum sínum á þessum mikilvæga tíma í þroskaferli þeirra. Einnig er mikilvægt að tryggja börnum dagvistun strax þegar orlofi lýkur. Langur vinnudagur gerir mörgum erfitt fyrir að samþætta fjölskyldulífið og vinnuna. BSRB hefur mótað þá stefnu að stytta vinnuvikuna úr 40 tímum í 36 án þess að laun skerðist. Erlendar rannsóknir benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það bitni á afköstum. Bæði Reykjavíkurborg og ríkið standa nú fyrir tilraunaverkefnum með BSRB til að kanna hvernig þetta getur gengið fyrir sig hér á landi. En fleira þarf til eigi íslenskt samfélag að verða fjölskylduvænna. Bæta þarf samspil atvinnulífsins, skóla og heimilanna með það að markmiði að draga úr árekstrum. Auka þarf réttindi til að vera frá vinnu til að sinna veikum börnum og bjóða upp á sveigjanleg starfslok. Það er verkefni okkar til langs tíma að gera samfélagið fjölskylduvænna. Þegar lagt er af stað í langferð getur takmarkið virst órafjarri. Þess vegna þarf að vinna jafnt og þétt að þessu markmiði, eitt skref í einu í átt að takmarkinu.Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar