Gerum samfélagið fjölskylduvænna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Það gengur oft erfiðlega að finna tímana í sólarhringnum til að eyða með fjölskyldu og vinum. Íslendingar hafa löngum talið það mannkosti að vinna mikið og lengi, sem bitnar óhjákvæmilega á gæðastundum með fjölskyldunni. Þótt vinnan sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi þarna á milli og gera samfélagið fjölskylduvænna. BSRB hefur lagt mikla áherslu á þróun í þessa átt á undanförnum árum. Grundvöllurinn fyrir því að byggja upp fjölskylduvænna samfélag er að bæði kynin hafi jöfn tækifæri. Foreldrar eiga að hafa sömu möguleika og skyldur hvort sem er á vinnumarkaði eða heima fyrir. Mikilvægur þáttur í þessu er að bæta fæðingarorlofið. Íslenska fæðingarorlofskerfið var byggt upp af metnaði en hefur síðan fengið að drabbast niður. Fæðingarorlofskerfið á að virka hvetjandi á báða foreldra til að eyða tíma með nýfæddum börnum sínum á þessum mikilvæga tíma í þroskaferli þeirra. Einnig er mikilvægt að tryggja börnum dagvistun strax þegar orlofi lýkur. Langur vinnudagur gerir mörgum erfitt fyrir að samþætta fjölskyldulífið og vinnuna. BSRB hefur mótað þá stefnu að stytta vinnuvikuna úr 40 tímum í 36 án þess að laun skerðist. Erlendar rannsóknir benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það bitni á afköstum. Bæði Reykjavíkurborg og ríkið standa nú fyrir tilraunaverkefnum með BSRB til að kanna hvernig þetta getur gengið fyrir sig hér á landi. En fleira þarf til eigi íslenskt samfélag að verða fjölskylduvænna. Bæta þarf samspil atvinnulífsins, skóla og heimilanna með það að markmiði að draga úr árekstrum. Auka þarf réttindi til að vera frá vinnu til að sinna veikum börnum og bjóða upp á sveigjanleg starfslok. Það er verkefni okkar til langs tíma að gera samfélagið fjölskylduvænna. Þegar lagt er af stað í langferð getur takmarkið virst órafjarri. Þess vegna þarf að vinna jafnt og þétt að þessu markmiði, eitt skref í einu í átt að takmarkinu.Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það gengur oft erfiðlega að finna tímana í sólarhringnum til að eyða með fjölskyldu og vinum. Íslendingar hafa löngum talið það mannkosti að vinna mikið og lengi, sem bitnar óhjákvæmilega á gæðastundum með fjölskyldunni. Þótt vinnan sé mikilvæg er nauðsynlegt að finna jafnvægi þarna á milli og gera samfélagið fjölskylduvænna. BSRB hefur lagt mikla áherslu á þróun í þessa átt á undanförnum árum. Grundvöllurinn fyrir því að byggja upp fjölskylduvænna samfélag er að bæði kynin hafi jöfn tækifæri. Foreldrar eiga að hafa sömu möguleika og skyldur hvort sem er á vinnumarkaði eða heima fyrir. Mikilvægur þáttur í þessu er að bæta fæðingarorlofið. Íslenska fæðingarorlofskerfið var byggt upp af metnaði en hefur síðan fengið að drabbast niður. Fæðingarorlofskerfið á að virka hvetjandi á báða foreldra til að eyða tíma með nýfæddum börnum sínum á þessum mikilvæga tíma í þroskaferli þeirra. Einnig er mikilvægt að tryggja börnum dagvistun strax þegar orlofi lýkur. Langur vinnudagur gerir mörgum erfitt fyrir að samþætta fjölskyldulífið og vinnuna. BSRB hefur mótað þá stefnu að stytta vinnuvikuna úr 40 tímum í 36 án þess að laun skerðist. Erlendar rannsóknir benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það bitni á afköstum. Bæði Reykjavíkurborg og ríkið standa nú fyrir tilraunaverkefnum með BSRB til að kanna hvernig þetta getur gengið fyrir sig hér á landi. En fleira þarf til eigi íslenskt samfélag að verða fjölskylduvænna. Bæta þarf samspil atvinnulífsins, skóla og heimilanna með það að markmiði að draga úr árekstrum. Auka þarf réttindi til að vera frá vinnu til að sinna veikum börnum og bjóða upp á sveigjanleg starfslok. Það er verkefni okkar til langs tíma að gera samfélagið fjölskylduvænna. Þegar lagt er af stað í langferð getur takmarkið virst órafjarri. Þess vegna þarf að vinna jafnt og þétt að þessu markmiði, eitt skref í einu í átt að takmarkinu.Höfundur er formaður BSRB.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun