Setja þarf skýrar leikreglur um dagdvalir Pétur Magnússon og Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Í dag eru á höfuðborgarsvæðinu einu nálega tvö hundruð aldraðir með gilt færni- og heilsufarsmat fyrir hjúkrunarrými. Því miður er stór hluti þeirra fastur í legurými á Landspítalanum vegna þess að heppileg búsetuúrræði vantar. Þessir einstaklingar eru of veikir til að geta búið einir heima og komast heldur ekki á hjúkrunarheimili vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Við sem störfum í velferðarþjónustu við aldraða höfum miklar áhyggjur af ástandinu. Á meðan þjónustuþegum öldrunarþjónustunnar fjölgar um 2% á hverju einasta ári fjölgar ekki viðeigandi úrræðum. Of fá hjúkrunarrými eru byggð og öðrum úrræðum fjölgar lítið. Á meðan hleður ástandið upp á sig með hverju árinu sem líður með miklum óþægindum fyrir aldraða, veika og aðstandendur þeirra, en einnig óþarfa tilkostnaði fyrir ríkissjóð. Af þessum ástæðum viljum við minna á mikilvægan valkost í þjónustu við aldraða sem stuðlað getur að því að þeir geti búið lengur heima. Það eru dagdvalarrými. Dagdvalarrými eru ætluð einstaklingum 67 ára og eldri en einnig í sértækum tilvikum yngri einstaklingum eða ákveðnum hópum. Þjónustuþegar koma að morgni og fara heim aftur síðdegis og sækja þjónustuna ýmist daglega eða tiltekna daga í viku. Í dagdvölum er lögð áhersla á að efla líkamlega og andlega færni ásamt því að rjúfa félagslega einangrun sem margir á eftri árum byrja að finna fyrir. Aukið framboð og notkun dagdvalarrýma, sem eru í boði í flestum sveitarfélögum landsins og aðallega rekin af sveitarfélögunum, hjúkrunarheimilum eða félagasamtökum, getur bætt lífsgæði verulega og í mörgum tilvikum dregið úr tíðni innlagna á sjúkrahús. Má því segja að þjónusta dagdvalarrýma sé ákveðin forvörn sem viðhaldi heilsu að ákveðnu marki og geri öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands voru í árslok 2016 heimildir fyrir 733 dagdvalarrýmum á landinu. Alls nýttu sér 1.884 dagdvalir á síðasta ári og hver og einn þjónustuþegi að meðaltali í 92,4 daga. Um 4,5% landsmanna, 67 ára og eldri, nýtur þjónustu dagdvala og eru flestir 80 ára eða eldri. Þrátt fyrir að öldruðum fjölgi stöðugt hefur dagdvalarrýmum ekki fjölgað í sama mæli frá árinu 2012 þótt bragarbót hafi verið gerð á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Í fyrrgreindri skýrslu Sjúkratrygginga er jafnframt bent á að ekki hafi verið gerð ítarleg greining á þjónustu í dagdvalarrýmum. Engir samningar hafa verið gerðir um þjónustuna og að mati þeirra sem nota og veita þjónustuna eru kröfurnar fremur óskýrar. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) telja að afar mikilvægt sé að skilgreina þjónustuna með gerð kröfulýsingar þannig að öllum sé ljóst hvaða þjónustu dagdvalir eigi nákvæmlega að veita. Einnig verður þá unnt að reikna út sanngjarnt verð fyrir þjónustuna á gegnsæjan og upplýstan hátt en svo er ekki í dag. Lítið hefur þó miðað í þessa átt þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Þó rofaði til um sinn í október 2016 þegar skrifað var undir samkomulag milli SFV, velferðarráðuneytisins, Sjúkratrygginga og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að stefna skyldi að því að hefja þessa vinnu og boða til fyrsta fundar í janúar sl. Síðan hefur reynst árangurslaust að fá boðað til fundarins þrátt fyrir ítrekaðar óskir því samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum hefur stofnunin ekki fengið umboð velferðarráðuneytisins til slíkra viðræðna. Í rekstri dagdvala eru forföll algeng og í raun eðlilegur þáttur í starfseminni enda heilsa hvers og eins þjónustuþega misjöfn. Það er hins vegar bagalegt að ríkisvaldið greiðir eingöngu fyrir þau rými sem nýtt eru frá degi til dags óháð forföllum og föstum kostnaði rekstraraðila. Þetta er sambærilegt því ef skólar landsins fengju aðeins greitt í samræmi við mætingu nemenda hverju sinni. Misjöfn mæting þjónustuþega í dagdvalir eða nemenda í skóla breytir ekki útgjöldum sem liggja aðallega í föstum kostnaði vegna launa og húsnæðis. Tímabært er að sest verði niður sem fyrst til að komast að samkomulagi sem aðilar geti unað við. Þeim sem þurfa á þjónustu dagdvala að halda mun halda áfram að fjölga. Það er ekki skynsamlegt að halda áfram að stinga höfðinu í sandinn, allra síst þegar ljóst er að þjónusta dagdvalanna hefur í för með sér þjóðhagslegan sparnað en ekki síður aukin lífsgæði þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda sem er jú mikilvægasta atriðið.Höfundar eru formaður og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru á höfuðborgarsvæðinu einu nálega tvö hundruð aldraðir með gilt færni- og heilsufarsmat fyrir hjúkrunarrými. Því miður er stór hluti þeirra fastur í legurými á Landspítalanum vegna þess að heppileg búsetuúrræði vantar. Þessir einstaklingar eru of veikir til að geta búið einir heima og komast heldur ekki á hjúkrunarheimili vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Við sem störfum í velferðarþjónustu við aldraða höfum miklar áhyggjur af ástandinu. Á meðan þjónustuþegum öldrunarþjónustunnar fjölgar um 2% á hverju einasta ári fjölgar ekki viðeigandi úrræðum. Of fá hjúkrunarrými eru byggð og öðrum úrræðum fjölgar lítið. Á meðan hleður ástandið upp á sig með hverju árinu sem líður með miklum óþægindum fyrir aldraða, veika og aðstandendur þeirra, en einnig óþarfa tilkostnaði fyrir ríkissjóð. Af þessum ástæðum viljum við minna á mikilvægan valkost í þjónustu við aldraða sem stuðlað getur að því að þeir geti búið lengur heima. Það eru dagdvalarrými. Dagdvalarrými eru ætluð einstaklingum 67 ára og eldri en einnig í sértækum tilvikum yngri einstaklingum eða ákveðnum hópum. Þjónustuþegar koma að morgni og fara heim aftur síðdegis og sækja þjónustuna ýmist daglega eða tiltekna daga í viku. Í dagdvölum er lögð áhersla á að efla líkamlega og andlega færni ásamt því að rjúfa félagslega einangrun sem margir á eftri árum byrja að finna fyrir. Aukið framboð og notkun dagdvalarrýma, sem eru í boði í flestum sveitarfélögum landsins og aðallega rekin af sveitarfélögunum, hjúkrunarheimilum eða félagasamtökum, getur bætt lífsgæði verulega og í mörgum tilvikum dregið úr tíðni innlagna á sjúkrahús. Má því segja að þjónusta dagdvalarrýma sé ákveðin forvörn sem viðhaldi heilsu að ákveðnu marki og geri öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands voru í árslok 2016 heimildir fyrir 733 dagdvalarrýmum á landinu. Alls nýttu sér 1.884 dagdvalir á síðasta ári og hver og einn þjónustuþegi að meðaltali í 92,4 daga. Um 4,5% landsmanna, 67 ára og eldri, nýtur þjónustu dagdvala og eru flestir 80 ára eða eldri. Þrátt fyrir að öldruðum fjölgi stöðugt hefur dagdvalarrýmum ekki fjölgað í sama mæli frá árinu 2012 þótt bragarbót hafi verið gerð á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Í fyrrgreindri skýrslu Sjúkratrygginga er jafnframt bent á að ekki hafi verið gerð ítarleg greining á þjónustu í dagdvalarrýmum. Engir samningar hafa verið gerðir um þjónustuna og að mati þeirra sem nota og veita þjónustuna eru kröfurnar fremur óskýrar. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) telja að afar mikilvægt sé að skilgreina þjónustuna með gerð kröfulýsingar þannig að öllum sé ljóst hvaða þjónustu dagdvalir eigi nákvæmlega að veita. Einnig verður þá unnt að reikna út sanngjarnt verð fyrir þjónustuna á gegnsæjan og upplýstan hátt en svo er ekki í dag. Lítið hefur þó miðað í þessa átt þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Þó rofaði til um sinn í október 2016 þegar skrifað var undir samkomulag milli SFV, velferðarráðuneytisins, Sjúkratrygginga og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að stefna skyldi að því að hefja þessa vinnu og boða til fyrsta fundar í janúar sl. Síðan hefur reynst árangurslaust að fá boðað til fundarins þrátt fyrir ítrekaðar óskir því samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum hefur stofnunin ekki fengið umboð velferðarráðuneytisins til slíkra viðræðna. Í rekstri dagdvala eru forföll algeng og í raun eðlilegur þáttur í starfseminni enda heilsa hvers og eins þjónustuþega misjöfn. Það er hins vegar bagalegt að ríkisvaldið greiðir eingöngu fyrir þau rými sem nýtt eru frá degi til dags óháð forföllum og föstum kostnaði rekstraraðila. Þetta er sambærilegt því ef skólar landsins fengju aðeins greitt í samræmi við mætingu nemenda hverju sinni. Misjöfn mæting þjónustuþega í dagdvalir eða nemenda í skóla breytir ekki útgjöldum sem liggja aðallega í föstum kostnaði vegna launa og húsnæðis. Tímabært er að sest verði niður sem fyrst til að komast að samkomulagi sem aðilar geti unað við. Þeim sem þurfa á þjónustu dagdvala að halda mun halda áfram að fjölga. Það er ekki skynsamlegt að halda áfram að stinga höfðinu í sandinn, allra síst þegar ljóst er að þjónusta dagdvalanna hefur í för með sér þjóðhagslegan sparnað en ekki síður aukin lífsgæði þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda sem er jú mikilvægasta atriðið.Höfundar eru formaður og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun