Benz fjárfestir í háhraðahreðslutækni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 09:00 StoreDot rafhlöður er ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur fjárfest í ísraelska fyrirtækinu StoreDot sem er að þróa rafhlöður sem má fullhlaða á 5 mínútum. StoreDot hefur tekist að safna 6,4 milljarða fjárfestingum til þróunar þessara rafhlaða frá aðilum eins og Samsung og Roman Abramovich eiganda Chelsea og nú Benz. StoreDot kallar þessar byltingarkenndu rafhlöður FlashBattery og er þeim ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina í framleiðslu rafhlaða. Mercedes Benz hefur þá trú að þessar nýju rafhlöður muni í komandi framtíð verða í rafmagnsbílum sínum. Daimler hefur ekki lagt í vana sinn að fjárfesta mikið utan heimalandsins Þýskalands og ætti það að sýna hve mikla trú fyrirtækið hefur á þessari nýju tækni StoreDot. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur fjárfest í ísraelska fyrirtækinu StoreDot sem er að þróa rafhlöður sem má fullhlaða á 5 mínútum. StoreDot hefur tekist að safna 6,4 milljarða fjárfestingum til þróunar þessara rafhlaða frá aðilum eins og Samsung og Roman Abramovich eiganda Chelsea og nú Benz. StoreDot kallar þessar byltingarkenndu rafhlöður FlashBattery og er þeim ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina í framleiðslu rafhlaða. Mercedes Benz hefur þá trú að þessar nýju rafhlöður muni í komandi framtíð verða í rafmagnsbílum sínum. Daimler hefur ekki lagt í vana sinn að fjárfesta mikið utan heimalandsins Þýskalands og ætti það að sýna hve mikla trú fyrirtækið hefur á þessari nýju tækni StoreDot.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent