Benz fjárfestir í háhraðahreðslutækni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 09:00 StoreDot rafhlöður er ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur fjárfest í ísraelska fyrirtækinu StoreDot sem er að þróa rafhlöður sem má fullhlaða á 5 mínútum. StoreDot hefur tekist að safna 6,4 milljarða fjárfestingum til þróunar þessara rafhlaða frá aðilum eins og Samsung og Roman Abramovich eiganda Chelsea og nú Benz. StoreDot kallar þessar byltingarkenndu rafhlöður FlashBattery og er þeim ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina í framleiðslu rafhlaða. Mercedes Benz hefur þá trú að þessar nýju rafhlöður muni í komandi framtíð verða í rafmagnsbílum sínum. Daimler hefur ekki lagt í vana sinn að fjárfesta mikið utan heimalandsins Þýskalands og ætti það að sýna hve mikla trú fyrirtækið hefur á þessari nýju tækni StoreDot. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur fjárfest í ísraelska fyrirtækinu StoreDot sem er að þróa rafhlöður sem má fullhlaða á 5 mínútum. StoreDot hefur tekist að safna 6,4 milljarða fjárfestingum til þróunar þessara rafhlaða frá aðilum eins og Samsung og Roman Abramovich eiganda Chelsea og nú Benz. StoreDot kallar þessar byltingarkenndu rafhlöður FlashBattery og er þeim ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina í framleiðslu rafhlaða. Mercedes Benz hefur þá trú að þessar nýju rafhlöður muni í komandi framtíð verða í rafmagnsbílum sínum. Daimler hefur ekki lagt í vana sinn að fjárfesta mikið utan heimalandsins Þýskalands og ætti það að sýna hve mikla trú fyrirtækið hefur á þessari nýju tækni StoreDot.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent