Í eldhúsi Evu: Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum Eva Laufey skrifar 9. júní 2017 21:00 Þessar brúskettur eru fullkomið sumarsnarl Vísir/Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að brúskettum sem eru fullkomið sumarsnarl. Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20 kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður snittubrauð í fínar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Skerið niður kirsuberjatómata, pressið hvítlauk og saxið niður basilíku, blandið öllu saman í skál og bætið ólífuolíu og balsamikedik saman við. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið hverja brauðsneið með nóg af ricotta osti, setjið væna skeið af tómatamaukinu ofan á og rífið niður sítrónubörk rétt í lokin ásamt nýrifnum parmesan auðvitað. Eva Laufey Partýréttir Uppskriftir Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að brúskettum sem eru fullkomið sumarsnarl. Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20 kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður snittubrauð í fínar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið ólífuolíu yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Skerið niður kirsuberjatómata, pressið hvítlauk og saxið niður basilíku, blandið öllu saman í skál og bætið ólífuolíu og balsamikedik saman við. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið hverja brauðsneið með nóg af ricotta osti, setjið væna skeið af tómatamaukinu ofan á og rífið niður sítrónubörk rétt í lokin ásamt nýrifnum parmesan auðvitað.
Eva Laufey Partýréttir Uppskriftir Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira