Stjarnan og Fram eru sterkustu liðin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 06:00 Fram og Stjarnan tókust fast á er þau mættust í lokaumferð deildarinnar. Það munu þau gera aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar að því er markahæsti leikmaður deildarinnar spáir. vísir/andri marinó Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hefst í kvöld. Fjögur efstu lið deildarinnar komust í hana og von er á hörkurimmum. Deildarmeistarar Stjörnunnar koma sjóðheitar inn í úrslitakeppnina gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir þeim síðustu tvö ár, Gróttu. „Mér líst mjög vel á þessa rimmu en Stjarnan kemur sterkari inn í þessa rimmu eftir að hafa unnið deildarmeistaratitilinn með stæl. Mér finnst þær vera líklegri til þess að taka þessa rimmu,“ segir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.Grótta með tak á Stjörnunni „Þær hafa oft átt í vandræðum með Gróttu og ef Gróttustúlkur mæta vel stemmdar geta þær hæglega gert Stjörnuliðinu erfitt fyrir í þessum leikjum. Stjarnan er aftur á móti með mjög flottan og breiðan hóp þannig að þær ættu að taka þessa rimmu að mínu mati.“ Stjarnan hefur lent í öðru sæti fjögur ár í röð og tapað fyrir Gróttu í úrslitunum síðustu tvö ár. Stjörnustúlkur eru því líklega komnar með upp í kok af silfri og ætla að ryðja sínum helsta andstæðingi síðustu ár úr vegi til þess að komast í gullið. „Sú tölfræði er til að krydda þetta og ég trúi ekki öðru en að Stjörnustúlkur séu virkilega vel stemmdar til að klára loksins einvígi gegn Gróttu. Stjarnan er með betri hóp en síðustu ár á meðan Grótta er ekki jafn sterk. Svo er engin Íris Björk í markinu hjá Gróttu en hún var mikilvæg í fyrra. Þær eru með efnilega stelpu í markinu en það munar um leikmann eins og Írisi. Ég hallast að því að Stjarnan vinni 2-0 en þori samt ekki alveg að fullyrða það. Þetta verða hörkuleikir.“Haukar geta stolið þessu Hin rimma kvöldsins er viðureign Fram og Hauka. Fram varð í öðru sæti í deildinni en Haukar því þriðja. Fram stóð vel að vígi fyrir lokaumferð deildarinnar en tapaði stórt gegn Stjörnunni og missti af deildarmeistaratitlinum. „Ég hugsa að Fram taki þessa rimmu. Mér finnst þær vera með sterkari hóp. Fram og Stjarnan eru með sterkustu hópana eins og staðan á töflunni sýndi,“ segir Hrafnhildur Hanna en segir að Haukarnir séu samt klárlega með lið til þess að stríða Frömurum. „Haukarnir gætu alveg stolið þessu ef þær detta í gang. Þær hafa verið vaxandi í vetur og gætu verið að toppa á réttum tíma. Það verður áhugavert að sjá hvernig Fram mætir til leiks eftir svekkjandi tap fyrir Stjörnunni í síðasta leik. Ég held að þær mæti mjög grimmar.“Fimm leikja einvígi Gangi þessi spá stórskyttunnar eftir þá fáum við rimmu Stjörnunnar og Fram í úrslitum. Þar á Hrafnhildur Hanna von á veislu. „Það verður fimm leikja rimma sem ræðst undir lok síðasta leiks. Mér finnst þessi lið vera það jöfn. Það verður einvígi sem áhorfendur ættu að hafa mjög gaman af. Svo höfum við séð í karlaboltanum að það getur allt gerst í þessu og litla liðið getur alveg unnið.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hefst í kvöld. Fjögur efstu lið deildarinnar komust í hana og von er á hörkurimmum. Deildarmeistarar Stjörnunnar koma sjóðheitar inn í úrslitakeppnina gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir þeim síðustu tvö ár, Gróttu. „Mér líst mjög vel á þessa rimmu en Stjarnan kemur sterkari inn í þessa rimmu eftir að hafa unnið deildarmeistaratitilinn með stæl. Mér finnst þær vera líklegri til þess að taka þessa rimmu,“ segir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.Grótta með tak á Stjörnunni „Þær hafa oft átt í vandræðum með Gróttu og ef Gróttustúlkur mæta vel stemmdar geta þær hæglega gert Stjörnuliðinu erfitt fyrir í þessum leikjum. Stjarnan er aftur á móti með mjög flottan og breiðan hóp þannig að þær ættu að taka þessa rimmu að mínu mati.“ Stjarnan hefur lent í öðru sæti fjögur ár í röð og tapað fyrir Gróttu í úrslitunum síðustu tvö ár. Stjörnustúlkur eru því líklega komnar með upp í kok af silfri og ætla að ryðja sínum helsta andstæðingi síðustu ár úr vegi til þess að komast í gullið. „Sú tölfræði er til að krydda þetta og ég trúi ekki öðru en að Stjörnustúlkur séu virkilega vel stemmdar til að klára loksins einvígi gegn Gróttu. Stjarnan er með betri hóp en síðustu ár á meðan Grótta er ekki jafn sterk. Svo er engin Íris Björk í markinu hjá Gróttu en hún var mikilvæg í fyrra. Þær eru með efnilega stelpu í markinu en það munar um leikmann eins og Írisi. Ég hallast að því að Stjarnan vinni 2-0 en þori samt ekki alveg að fullyrða það. Þetta verða hörkuleikir.“Haukar geta stolið þessu Hin rimma kvöldsins er viðureign Fram og Hauka. Fram varð í öðru sæti í deildinni en Haukar því þriðja. Fram stóð vel að vígi fyrir lokaumferð deildarinnar en tapaði stórt gegn Stjörnunni og missti af deildarmeistaratitlinum. „Ég hugsa að Fram taki þessa rimmu. Mér finnst þær vera með sterkari hóp. Fram og Stjarnan eru með sterkustu hópana eins og staðan á töflunni sýndi,“ segir Hrafnhildur Hanna en segir að Haukarnir séu samt klárlega með lið til þess að stríða Frömurum. „Haukarnir gætu alveg stolið þessu ef þær detta í gang. Þær hafa verið vaxandi í vetur og gætu verið að toppa á réttum tíma. Það verður áhugavert að sjá hvernig Fram mætir til leiks eftir svekkjandi tap fyrir Stjörnunni í síðasta leik. Ég held að þær mæti mjög grimmar.“Fimm leikja einvígi Gangi þessi spá stórskyttunnar eftir þá fáum við rimmu Stjörnunnar og Fram í úrslitum. Þar á Hrafnhildur Hanna von á veislu. „Það verður fimm leikja rimma sem ræðst undir lok síðasta leiks. Mér finnst þessi lið vera það jöfn. Það verður einvígi sem áhorfendur ættu að hafa mjög gaman af. Svo höfum við séð í karlaboltanum að það getur allt gerst í þessu og litla liðið getur alveg unnið.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira