Þorgerður Katrín, hvar er uppboðsleiðin nú? Lýður Árnason skrifar 5. maí 2017 07:00 Nokkur styr hefur staðið um lög um fiskveiðistjórn eftir að HB Grandi tilkynnti um að hætta starfsemi sinni á Akranesi. Helstu forvígismenn staðarins eru hvumsa og vilja semja við fyrirtækið til að tryggja áframhaldandi vinnslu, jafnvel með milljarða kostnaði fyrir bæjarfélagið. Gangi það ekki eftir munu 100 manns missa vinnuna. En þessi saga er ekki ný af nálinni. Flestir landshlutar þekkja hana allt of vel. Ástæðan er augljós og samanstendur af tveimur orðum: Samþjöppun veiðiheimilda. Margir halda að samþjöppun veiðiheimilda sé afleiðing af sölu þeirra sem leyfð var í lögum um stjórn fiskveiða frá 1990. Fyrsta greinin er stutt og skýr: 1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Hér kemur skýrt fram að úthlutun aflaheimilda myndar hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þá hljóta menn að spyrja: Hvað hafa menn verið að selja, kaupa og veðsetja allan þennan tíma? Og hvernig má það vera að samþjöppun hafi orðið á sameign íslenzku þjóðarinnar sem þó má hvorki selja né veðsetja? Eiga forsvarsmenn HB Granda að svara því? Voru þeir Guðmundur í Brimi og Þorsteinn Már einhvern tíma kosnir til annars en að gæta hagsmuna sinna fyrirtækja? Hagsmunir þjóðarinnar hafa verið í höndum þingmanna og sjávarútvegsráðherra í þái og núi. Kaup og sala á fjöreggi þjóðarinnar er þeirra vanræksla fyrst og fremst. Og í stað þess að taka nú loksins á þessari kerfisvillu talar sjávarútvegsráðherra um samfélagslega ábyrgð HB Granda og vill endurskoða veiðigjöld. Hið fyrsta liggur hin samfélagslega ábyrgð á herðum ráðherra sjálfs og hvernig ætti breyting á veiðigjöldum að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu? Hækkun þeirra yrði íþyngjandi fyrir útgerðina og lækkun kæmi fram í auknum arði. Í skúffu sjávarútvegsráðherra er hins vegar kosningaloforð um almennt uppboð á veiðiheimildum. Það gæti valdið straumhvörfum og eftir því kalla ég nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nokkur styr hefur staðið um lög um fiskveiðistjórn eftir að HB Grandi tilkynnti um að hætta starfsemi sinni á Akranesi. Helstu forvígismenn staðarins eru hvumsa og vilja semja við fyrirtækið til að tryggja áframhaldandi vinnslu, jafnvel með milljarða kostnaði fyrir bæjarfélagið. Gangi það ekki eftir munu 100 manns missa vinnuna. En þessi saga er ekki ný af nálinni. Flestir landshlutar þekkja hana allt of vel. Ástæðan er augljós og samanstendur af tveimur orðum: Samþjöppun veiðiheimilda. Margir halda að samþjöppun veiðiheimilda sé afleiðing af sölu þeirra sem leyfð var í lögum um stjórn fiskveiða frá 1990. Fyrsta greinin er stutt og skýr: 1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Hér kemur skýrt fram að úthlutun aflaheimilda myndar hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þá hljóta menn að spyrja: Hvað hafa menn verið að selja, kaupa og veðsetja allan þennan tíma? Og hvernig má það vera að samþjöppun hafi orðið á sameign íslenzku þjóðarinnar sem þó má hvorki selja né veðsetja? Eiga forsvarsmenn HB Granda að svara því? Voru þeir Guðmundur í Brimi og Þorsteinn Már einhvern tíma kosnir til annars en að gæta hagsmuna sinna fyrirtækja? Hagsmunir þjóðarinnar hafa verið í höndum þingmanna og sjávarútvegsráðherra í þái og núi. Kaup og sala á fjöreggi þjóðarinnar er þeirra vanræksla fyrst og fremst. Og í stað þess að taka nú loksins á þessari kerfisvillu talar sjávarútvegsráðherra um samfélagslega ábyrgð HB Granda og vill endurskoða veiðigjöld. Hið fyrsta liggur hin samfélagslega ábyrgð á herðum ráðherra sjálfs og hvernig ætti breyting á veiðigjöldum að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu? Hækkun þeirra yrði íþyngjandi fyrir útgerðina og lækkun kæmi fram í auknum arði. Í skúffu sjávarútvegsráðherra er hins vegar kosningaloforð um almennt uppboð á veiðiheimildum. Það gæti valdið straumhvörfum og eftir því kalla ég nú.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar