Þorgerður Katrín, hvar er uppboðsleiðin nú? Lýður Árnason skrifar 5. maí 2017 07:00 Nokkur styr hefur staðið um lög um fiskveiðistjórn eftir að HB Grandi tilkynnti um að hætta starfsemi sinni á Akranesi. Helstu forvígismenn staðarins eru hvumsa og vilja semja við fyrirtækið til að tryggja áframhaldandi vinnslu, jafnvel með milljarða kostnaði fyrir bæjarfélagið. Gangi það ekki eftir munu 100 manns missa vinnuna. En þessi saga er ekki ný af nálinni. Flestir landshlutar þekkja hana allt of vel. Ástæðan er augljós og samanstendur af tveimur orðum: Samþjöppun veiðiheimilda. Margir halda að samþjöppun veiðiheimilda sé afleiðing af sölu þeirra sem leyfð var í lögum um stjórn fiskveiða frá 1990. Fyrsta greinin er stutt og skýr: 1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Hér kemur skýrt fram að úthlutun aflaheimilda myndar hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þá hljóta menn að spyrja: Hvað hafa menn verið að selja, kaupa og veðsetja allan þennan tíma? Og hvernig má það vera að samþjöppun hafi orðið á sameign íslenzku þjóðarinnar sem þó má hvorki selja né veðsetja? Eiga forsvarsmenn HB Granda að svara því? Voru þeir Guðmundur í Brimi og Þorsteinn Már einhvern tíma kosnir til annars en að gæta hagsmuna sinna fyrirtækja? Hagsmunir þjóðarinnar hafa verið í höndum þingmanna og sjávarútvegsráðherra í þái og núi. Kaup og sala á fjöreggi þjóðarinnar er þeirra vanræksla fyrst og fremst. Og í stað þess að taka nú loksins á þessari kerfisvillu talar sjávarútvegsráðherra um samfélagslega ábyrgð HB Granda og vill endurskoða veiðigjöld. Hið fyrsta liggur hin samfélagslega ábyrgð á herðum ráðherra sjálfs og hvernig ætti breyting á veiðigjöldum að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu? Hækkun þeirra yrði íþyngjandi fyrir útgerðina og lækkun kæmi fram í auknum arði. Í skúffu sjávarútvegsráðherra er hins vegar kosningaloforð um almennt uppboð á veiðiheimildum. Það gæti valdið straumhvörfum og eftir því kalla ég nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nokkur styr hefur staðið um lög um fiskveiðistjórn eftir að HB Grandi tilkynnti um að hætta starfsemi sinni á Akranesi. Helstu forvígismenn staðarins eru hvumsa og vilja semja við fyrirtækið til að tryggja áframhaldandi vinnslu, jafnvel með milljarða kostnaði fyrir bæjarfélagið. Gangi það ekki eftir munu 100 manns missa vinnuna. En þessi saga er ekki ný af nálinni. Flestir landshlutar þekkja hana allt of vel. Ástæðan er augljós og samanstendur af tveimur orðum: Samþjöppun veiðiheimilda. Margir halda að samþjöppun veiðiheimilda sé afleiðing af sölu þeirra sem leyfð var í lögum um stjórn fiskveiða frá 1990. Fyrsta greinin er stutt og skýr: 1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Hér kemur skýrt fram að úthlutun aflaheimilda myndar hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þá hljóta menn að spyrja: Hvað hafa menn verið að selja, kaupa og veðsetja allan þennan tíma? Og hvernig má það vera að samþjöppun hafi orðið á sameign íslenzku þjóðarinnar sem þó má hvorki selja né veðsetja? Eiga forsvarsmenn HB Granda að svara því? Voru þeir Guðmundur í Brimi og Þorsteinn Már einhvern tíma kosnir til annars en að gæta hagsmuna sinna fyrirtækja? Hagsmunir þjóðarinnar hafa verið í höndum þingmanna og sjávarútvegsráðherra í þái og núi. Kaup og sala á fjöreggi þjóðarinnar er þeirra vanræksla fyrst og fremst. Og í stað þess að taka nú loksins á þessari kerfisvillu talar sjávarútvegsráðherra um samfélagslega ábyrgð HB Granda og vill endurskoða veiðigjöld. Hið fyrsta liggur hin samfélagslega ábyrgð á herðum ráðherra sjálfs og hvernig ætti breyting á veiðigjöldum að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu? Hækkun þeirra yrði íþyngjandi fyrir útgerðina og lækkun kæmi fram í auknum arði. Í skúffu sjávarútvegsráðherra er hins vegar kosningaloforð um almennt uppboð á veiðiheimildum. Það gæti valdið straumhvörfum og eftir því kalla ég nú.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar