Stinger og Stonic fá 5 stjörnur hjá Euro NCAP Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2017 09:18 Kia Stinger. Nýjustu bílar Kia fjölskyldunnar, Stinger og Stonic hafa hlotið 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Þessi nýjustu útspil frá Kia hafa fengið mikið lof fyrir framúrskarandi öryggisbúnað og fyrirbyggjandi varnir gegn árekstri. Euro NCAP er leiðandi stofnun á sviði umferðaröryggismála í Evrópu sem einblínir á alhliða öryggi bílanna sem gerir neytendum auðveldara að lesa úr niðurstöðum allra öryggisþátta. Þeir þættir sem Euro NCAP prófar eru t.a.m. öryggi farþega, öryggi gangandi vegfarenda, öryggi barna, sem og virkni öryggis og aðstoðarkerfa fyrir ökumann. Stinger og Stonic bætast þar með í hóp níu annarra Kia bíla sem hlotið hafa 5 stjörnur hjá Euro NCAP. Þessi 5 stjörnu einkunn Kia bíla hjá Euro NCAP staðfestir að bílar suður-kóreska bílaframleiðandans eru meðal öruggustu bíla sem eru framleiddir í dag. Auk þess koma allir nýir Kia bílar með 7 ára ábyrgð frá framleiðanda sem er lengsta ábyrgð sem boðið er upp á í Evrópu.Kia Stonic. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent
Nýjustu bílar Kia fjölskyldunnar, Stinger og Stonic hafa hlotið 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Þessi nýjustu útspil frá Kia hafa fengið mikið lof fyrir framúrskarandi öryggisbúnað og fyrirbyggjandi varnir gegn árekstri. Euro NCAP er leiðandi stofnun á sviði umferðaröryggismála í Evrópu sem einblínir á alhliða öryggi bílanna sem gerir neytendum auðveldara að lesa úr niðurstöðum allra öryggisþátta. Þeir þættir sem Euro NCAP prófar eru t.a.m. öryggi farþega, öryggi gangandi vegfarenda, öryggi barna, sem og virkni öryggis og aðstoðarkerfa fyrir ökumann. Stinger og Stonic bætast þar með í hóp níu annarra Kia bíla sem hlotið hafa 5 stjörnur hjá Euro NCAP. Þessi 5 stjörnu einkunn Kia bíla hjá Euro NCAP staðfestir að bílar suður-kóreska bílaframleiðandans eru meðal öruggustu bíla sem eru framleiddir í dag. Auk þess koma allir nýir Kia bílar með 7 ára ábyrgð frá framleiðanda sem er lengsta ábyrgð sem boðið er upp á í Evrópu.Kia Stonic.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent