Farandverkafólk á leikskólum Sæunn Kjartansdóttir skrifar 14. desember 2017 09:30 Fyrir fáeinum dögum var í fréttum ný könnun Gallup þar sem kemur fram að leiðbeinendur á leikskólum séu með lægstu launin og undir mestu álagi í vinnunni. Þetta kemur auðvitað ekki á óvart en hafa forsvarsmenn sveitarfélaga hugsað út í þýðingu og afleiðingar þessa? Til þess að gerast leiðbeinandi á leikskóla þarf hvorki að uppfylla kröfur um menntun né reynslu. Það þýðir að í störf leiðbeinenda velst alls konar fólk. Í þeirra hópi eru margir hæfir einstaklingar sem búa yfir þekkingu, áhuga á og samkennd með börnum, fólk sem hefur helgað líf sitt umönnun barna. En í störf leiðbeinenda rata líka margir af þeirri einu ástæðu að þeir fá ekki aðra vinnu. Á árum áður fékk fólk í þeim sporum oft tímabundna vinnu í frystihúsum en nú á dögum er fólk hætt að segja: „Ég fer þá bara í fisk.“ Í staðinn heyrist: „Ég fæ að minnsta kosti vinnu á leikskóla.“ Þar vantar alltaf fólk og þó að launin séu smánarleg er lærdómsríkt og áhugavert að vinna með börnum. Á málinu er þó alvarlegur annmarki: Þetta fyrirkomulag er afleitt fyrir ung börn. Þessi endurteknu og rofnu kynni við nýtt og nýtt fólk eiga sér stað á því viðkvæma aldursskeiði sem börnum er nauðsyn að eiga samfelld tengsl við fáa útvalda og áhugasama því þannig finna þau öryggi og að þau skipti máli. Þess í stað þurfa börn á leikskólum sífellt að kynnast og aðlagast nýju starfsfólki sem eðli málsins samkvæmt hefur takmarkaða löngun og/eða getu til að sinna þeim á fullnægjandi hátt. Slíkt getur verið afar streituvaldandi fyrir ung börn og er til þess fallið að draga úr öryggiskennd þeirra.Óánægt fólk með vald yfir börnum Í Gallup fréttinni kom líka fram að engir eru eins óánægðir með laun sín og leiðbeinendur á leikskólum. Þegar bætist við mikið álag og stöðugt áreiti þurfandi barna í þröngu rými getur skapast hættulegt ástand. Hafa forsvarsmenn sveitarfélaga leitt hugann að því hversu mikla áhættu þeir taka með því að setja óánægt fólk í valdastöðu gagnvart ungum börnum? Hér er ekki um að ræða stöku starfsmann sem vinnur undir handleiðslu leikskólakennara heldur er algengt að meira en helmingur starfsmanna sé ófaglærður og hlutfall þeirra fer vaxandi. Fyrir mörg börn þýðir þetta að þau eru háð fólki sem vill í raun ekki vera með þeim. Fólki sem hefur misjafnlega gott taumhald á óánægju sinni, sem skortir oft þroska til að setja sig í spor barna, er ekki læst á tilfinningar þeirra, kallar óöryggi ungra barna frekju og heldur að hægt sé að aga ung börn með því að hunsa þau þegar þeim líður illa. Í orði kveðnu eiga leikskólar að starfa á faglegum grunni og þess vegna var nám leikskólakennara fært upp á háskólastig. Í verki er ábyrgð á ungum börnum falin fólki sem hefur ekki hugmynd um getu og þarfir þeirra vitsmunalega, tilfinningalega eða félagslega.Reddast þetta? Með launastefnu sinni hafa sveitarfélögin neytt leikskólastjóra til að manna stöður leikskólakennara með nánast hverjum sem er. Nú er það ekki lengur á ábyrgð fiskvinnslunnar að sjá til þess að hjól atvinnulífisins snúist nógu hratt heldur leikskólanna. Til að þetta reddist ríghöldum við í þá bábilju að það sé þjóðþrifamál að koma sem allra flestum börnum inn á leikskóla sem allra fyrst og að hver sem er geti sinnt þeim. Þegar skortur á starfsfólki er kominn undir öryggismörk og leikskólastjórar neyðast til að loka deildum skilja allir hversu truflandi það er fyrir foreldra og vinnustaði. Við eigum töluvert erfiðara með að setja okkur í spor þeirra ungu barna sem dvelja langa daga fjarri foreldrum sínum innan um alltof marga jafnaldra, oft í litlu rými, þar sem misjafnlega hæfir starfsmenn stoppa stutt við vegna þess að þeir vilja vera annars staðar. Við veigrum okkur líka við að hugsa út í afleiðingarnar. Hvað ætli þurfi til? Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum var í fréttum ný könnun Gallup þar sem kemur fram að leiðbeinendur á leikskólum séu með lægstu launin og undir mestu álagi í vinnunni. Þetta kemur auðvitað ekki á óvart en hafa forsvarsmenn sveitarfélaga hugsað út í þýðingu og afleiðingar þessa? Til þess að gerast leiðbeinandi á leikskóla þarf hvorki að uppfylla kröfur um menntun né reynslu. Það þýðir að í störf leiðbeinenda velst alls konar fólk. Í þeirra hópi eru margir hæfir einstaklingar sem búa yfir þekkingu, áhuga á og samkennd með börnum, fólk sem hefur helgað líf sitt umönnun barna. En í störf leiðbeinenda rata líka margir af þeirri einu ástæðu að þeir fá ekki aðra vinnu. Á árum áður fékk fólk í þeim sporum oft tímabundna vinnu í frystihúsum en nú á dögum er fólk hætt að segja: „Ég fer þá bara í fisk.“ Í staðinn heyrist: „Ég fæ að minnsta kosti vinnu á leikskóla.“ Þar vantar alltaf fólk og þó að launin séu smánarleg er lærdómsríkt og áhugavert að vinna með börnum. Á málinu er þó alvarlegur annmarki: Þetta fyrirkomulag er afleitt fyrir ung börn. Þessi endurteknu og rofnu kynni við nýtt og nýtt fólk eiga sér stað á því viðkvæma aldursskeiði sem börnum er nauðsyn að eiga samfelld tengsl við fáa útvalda og áhugasama því þannig finna þau öryggi og að þau skipti máli. Þess í stað þurfa börn á leikskólum sífellt að kynnast og aðlagast nýju starfsfólki sem eðli málsins samkvæmt hefur takmarkaða löngun og/eða getu til að sinna þeim á fullnægjandi hátt. Slíkt getur verið afar streituvaldandi fyrir ung börn og er til þess fallið að draga úr öryggiskennd þeirra.Óánægt fólk með vald yfir börnum Í Gallup fréttinni kom líka fram að engir eru eins óánægðir með laun sín og leiðbeinendur á leikskólum. Þegar bætist við mikið álag og stöðugt áreiti þurfandi barna í þröngu rými getur skapast hættulegt ástand. Hafa forsvarsmenn sveitarfélaga leitt hugann að því hversu mikla áhættu þeir taka með því að setja óánægt fólk í valdastöðu gagnvart ungum börnum? Hér er ekki um að ræða stöku starfsmann sem vinnur undir handleiðslu leikskólakennara heldur er algengt að meira en helmingur starfsmanna sé ófaglærður og hlutfall þeirra fer vaxandi. Fyrir mörg börn þýðir þetta að þau eru háð fólki sem vill í raun ekki vera með þeim. Fólki sem hefur misjafnlega gott taumhald á óánægju sinni, sem skortir oft þroska til að setja sig í spor barna, er ekki læst á tilfinningar þeirra, kallar óöryggi ungra barna frekju og heldur að hægt sé að aga ung börn með því að hunsa þau þegar þeim líður illa. Í orði kveðnu eiga leikskólar að starfa á faglegum grunni og þess vegna var nám leikskólakennara fært upp á háskólastig. Í verki er ábyrgð á ungum börnum falin fólki sem hefur ekki hugmynd um getu og þarfir þeirra vitsmunalega, tilfinningalega eða félagslega.Reddast þetta? Með launastefnu sinni hafa sveitarfélögin neytt leikskólastjóra til að manna stöður leikskólakennara með nánast hverjum sem er. Nú er það ekki lengur á ábyrgð fiskvinnslunnar að sjá til þess að hjól atvinnulífisins snúist nógu hratt heldur leikskólanna. Til að þetta reddist ríghöldum við í þá bábilju að það sé þjóðþrifamál að koma sem allra flestum börnum inn á leikskóla sem allra fyrst og að hver sem er geti sinnt þeim. Þegar skortur á starfsfólki er kominn undir öryggismörk og leikskólastjórar neyðast til að loka deildum skilja allir hversu truflandi það er fyrir foreldra og vinnustaði. Við eigum töluvert erfiðara með að setja okkur í spor þeirra ungu barna sem dvelja langa daga fjarri foreldrum sínum innan um alltof marga jafnaldra, oft í litlu rými, þar sem misjafnlega hæfir starfsmenn stoppa stutt við vegna þess að þeir vilja vera annars staðar. Við veigrum okkur líka við að hugsa út í afleiðingarnar. Hvað ætli þurfi til? Höfundur er sálgreinir.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun