Farandverkafólk á leikskólum Sæunn Kjartansdóttir skrifar 14. desember 2017 09:30 Fyrir fáeinum dögum var í fréttum ný könnun Gallup þar sem kemur fram að leiðbeinendur á leikskólum séu með lægstu launin og undir mestu álagi í vinnunni. Þetta kemur auðvitað ekki á óvart en hafa forsvarsmenn sveitarfélaga hugsað út í þýðingu og afleiðingar þessa? Til þess að gerast leiðbeinandi á leikskóla þarf hvorki að uppfylla kröfur um menntun né reynslu. Það þýðir að í störf leiðbeinenda velst alls konar fólk. Í þeirra hópi eru margir hæfir einstaklingar sem búa yfir þekkingu, áhuga á og samkennd með börnum, fólk sem hefur helgað líf sitt umönnun barna. En í störf leiðbeinenda rata líka margir af þeirri einu ástæðu að þeir fá ekki aðra vinnu. Á árum áður fékk fólk í þeim sporum oft tímabundna vinnu í frystihúsum en nú á dögum er fólk hætt að segja: „Ég fer þá bara í fisk.“ Í staðinn heyrist: „Ég fæ að minnsta kosti vinnu á leikskóla.“ Þar vantar alltaf fólk og þó að launin séu smánarleg er lærdómsríkt og áhugavert að vinna með börnum. Á málinu er þó alvarlegur annmarki: Þetta fyrirkomulag er afleitt fyrir ung börn. Þessi endurteknu og rofnu kynni við nýtt og nýtt fólk eiga sér stað á því viðkvæma aldursskeiði sem börnum er nauðsyn að eiga samfelld tengsl við fáa útvalda og áhugasama því þannig finna þau öryggi og að þau skipti máli. Þess í stað þurfa börn á leikskólum sífellt að kynnast og aðlagast nýju starfsfólki sem eðli málsins samkvæmt hefur takmarkaða löngun og/eða getu til að sinna þeim á fullnægjandi hátt. Slíkt getur verið afar streituvaldandi fyrir ung börn og er til þess fallið að draga úr öryggiskennd þeirra.Óánægt fólk með vald yfir börnum Í Gallup fréttinni kom líka fram að engir eru eins óánægðir með laun sín og leiðbeinendur á leikskólum. Þegar bætist við mikið álag og stöðugt áreiti þurfandi barna í þröngu rými getur skapast hættulegt ástand. Hafa forsvarsmenn sveitarfélaga leitt hugann að því hversu mikla áhættu þeir taka með því að setja óánægt fólk í valdastöðu gagnvart ungum börnum? Hér er ekki um að ræða stöku starfsmann sem vinnur undir handleiðslu leikskólakennara heldur er algengt að meira en helmingur starfsmanna sé ófaglærður og hlutfall þeirra fer vaxandi. Fyrir mörg börn þýðir þetta að þau eru háð fólki sem vill í raun ekki vera með þeim. Fólki sem hefur misjafnlega gott taumhald á óánægju sinni, sem skortir oft þroska til að setja sig í spor barna, er ekki læst á tilfinningar þeirra, kallar óöryggi ungra barna frekju og heldur að hægt sé að aga ung börn með því að hunsa þau þegar þeim líður illa. Í orði kveðnu eiga leikskólar að starfa á faglegum grunni og þess vegna var nám leikskólakennara fært upp á háskólastig. Í verki er ábyrgð á ungum börnum falin fólki sem hefur ekki hugmynd um getu og þarfir þeirra vitsmunalega, tilfinningalega eða félagslega.Reddast þetta? Með launastefnu sinni hafa sveitarfélögin neytt leikskólastjóra til að manna stöður leikskólakennara með nánast hverjum sem er. Nú er það ekki lengur á ábyrgð fiskvinnslunnar að sjá til þess að hjól atvinnulífisins snúist nógu hratt heldur leikskólanna. Til að þetta reddist ríghöldum við í þá bábilju að það sé þjóðþrifamál að koma sem allra flestum börnum inn á leikskóla sem allra fyrst og að hver sem er geti sinnt þeim. Þegar skortur á starfsfólki er kominn undir öryggismörk og leikskólastjórar neyðast til að loka deildum skilja allir hversu truflandi það er fyrir foreldra og vinnustaði. Við eigum töluvert erfiðara með að setja okkur í spor þeirra ungu barna sem dvelja langa daga fjarri foreldrum sínum innan um alltof marga jafnaldra, oft í litlu rými, þar sem misjafnlega hæfir starfsmenn stoppa stutt við vegna þess að þeir vilja vera annars staðar. Við veigrum okkur líka við að hugsa út í afleiðingarnar. Hvað ætli þurfi til? Höfundur er sálgreinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum var í fréttum ný könnun Gallup þar sem kemur fram að leiðbeinendur á leikskólum séu með lægstu launin og undir mestu álagi í vinnunni. Þetta kemur auðvitað ekki á óvart en hafa forsvarsmenn sveitarfélaga hugsað út í þýðingu og afleiðingar þessa? Til þess að gerast leiðbeinandi á leikskóla þarf hvorki að uppfylla kröfur um menntun né reynslu. Það þýðir að í störf leiðbeinenda velst alls konar fólk. Í þeirra hópi eru margir hæfir einstaklingar sem búa yfir þekkingu, áhuga á og samkennd með börnum, fólk sem hefur helgað líf sitt umönnun barna. En í störf leiðbeinenda rata líka margir af þeirri einu ástæðu að þeir fá ekki aðra vinnu. Á árum áður fékk fólk í þeim sporum oft tímabundna vinnu í frystihúsum en nú á dögum er fólk hætt að segja: „Ég fer þá bara í fisk.“ Í staðinn heyrist: „Ég fæ að minnsta kosti vinnu á leikskóla.“ Þar vantar alltaf fólk og þó að launin séu smánarleg er lærdómsríkt og áhugavert að vinna með börnum. Á málinu er þó alvarlegur annmarki: Þetta fyrirkomulag er afleitt fyrir ung börn. Þessi endurteknu og rofnu kynni við nýtt og nýtt fólk eiga sér stað á því viðkvæma aldursskeiði sem börnum er nauðsyn að eiga samfelld tengsl við fáa útvalda og áhugasama því þannig finna þau öryggi og að þau skipti máli. Þess í stað þurfa börn á leikskólum sífellt að kynnast og aðlagast nýju starfsfólki sem eðli málsins samkvæmt hefur takmarkaða löngun og/eða getu til að sinna þeim á fullnægjandi hátt. Slíkt getur verið afar streituvaldandi fyrir ung börn og er til þess fallið að draga úr öryggiskennd þeirra.Óánægt fólk með vald yfir börnum Í Gallup fréttinni kom líka fram að engir eru eins óánægðir með laun sín og leiðbeinendur á leikskólum. Þegar bætist við mikið álag og stöðugt áreiti þurfandi barna í þröngu rými getur skapast hættulegt ástand. Hafa forsvarsmenn sveitarfélaga leitt hugann að því hversu mikla áhættu þeir taka með því að setja óánægt fólk í valdastöðu gagnvart ungum börnum? Hér er ekki um að ræða stöku starfsmann sem vinnur undir handleiðslu leikskólakennara heldur er algengt að meira en helmingur starfsmanna sé ófaglærður og hlutfall þeirra fer vaxandi. Fyrir mörg börn þýðir þetta að þau eru háð fólki sem vill í raun ekki vera með þeim. Fólki sem hefur misjafnlega gott taumhald á óánægju sinni, sem skortir oft þroska til að setja sig í spor barna, er ekki læst á tilfinningar þeirra, kallar óöryggi ungra barna frekju og heldur að hægt sé að aga ung börn með því að hunsa þau þegar þeim líður illa. Í orði kveðnu eiga leikskólar að starfa á faglegum grunni og þess vegna var nám leikskólakennara fært upp á háskólastig. Í verki er ábyrgð á ungum börnum falin fólki sem hefur ekki hugmynd um getu og þarfir þeirra vitsmunalega, tilfinningalega eða félagslega.Reddast þetta? Með launastefnu sinni hafa sveitarfélögin neytt leikskólastjóra til að manna stöður leikskólakennara með nánast hverjum sem er. Nú er það ekki lengur á ábyrgð fiskvinnslunnar að sjá til þess að hjól atvinnulífisins snúist nógu hratt heldur leikskólanna. Til að þetta reddist ríghöldum við í þá bábilju að það sé þjóðþrifamál að koma sem allra flestum börnum inn á leikskóla sem allra fyrst og að hver sem er geti sinnt þeim. Þegar skortur á starfsfólki er kominn undir öryggismörk og leikskólastjórar neyðast til að loka deildum skilja allir hversu truflandi það er fyrir foreldra og vinnustaði. Við eigum töluvert erfiðara með að setja okkur í spor þeirra ungu barna sem dvelja langa daga fjarri foreldrum sínum innan um alltof marga jafnaldra, oft í litlu rými, þar sem misjafnlega hæfir starfsmenn stoppa stutt við vegna þess að þeir vilja vera annars staðar. Við veigrum okkur líka við að hugsa út í afleiðingarnar. Hvað ætli þurfi til? Höfundur er sálgreinir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar