Svakalegt Stjörnuhrap: Búnar að tapa fleiri leikjum í deildinni en allt síðasta tímabil Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2017 16:30 Hanna G. Stefánsdóttir hefur lifað tímanna tvenna með Stjörnunni. vísir/tefán Stjarnan tapaði með átta mörkum, 33-25, fyrir toppliði Vals í Olís-deild kvenna í handbolta í gærkvöldi, en Stjörnukonur voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 18-14. Þetta var annað tap Stjörnunnar í röð og það fimmta í tíu leikjum í deildinni, en liðið er aðeins búið að vinna fjóra leiki af fyrstu tíu og er í fimmta sæti með níu stig. Ef deildinni myndi ljúka í dag kæmist Stjarnan ekki í úrslitakeppnina sem yrðu ævintýraleg vonbrigði fyrir liðið sem margir, ef ekki flestir, spáðu Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnuliðið tapaði aðeins þremur leikjum af 21 í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og stóð uppi sem deildarmeistari auk þess sem liðið varð bikarmeistari. Það tapaði svo fyrir Fram í lokaúrslitum Íslandsmótsins og missti þannig af Íslandsmeistaratitlinum. Töpin eru því fleiri í tíu deildarleikjum í vetur en allt síðasta tímabil. Stjarnan missti sterka leikmenn í Helenu Rut Örvarsdóttur og Hafdísi Renötudóttur en fylltu í skarðið með stórskyttunni Ramune Pekarskyte og Dröfn Haraldsdóttur. Garðabæjarliðið bætti svo við sig landsliðskonunni Þórey Önnu Ásgeirsdóttur og tók stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn. Liðið hefur spilað langt undir væntingum og aðeins náð þremur stigum í baráttunni við fjögur efstu liðin. Stjarnan vann Hauka í þriðju umferð Olís-deildarinnar og gerði jafntefli í stórleiknum við Fram í annarri umferð en síðan þá hefur Stjarnan bara unnið Selfoss, Fjölni og Gróttu sem eru einu liðin fyrir neðan Stjörnuna. Í fjórum leikjum á móti liðunum í fjórum efstu sætunum (ÍBV, Haukum og Val x2) síðan Stjarnan vann Hauka í þriðju umferð hafa Garðabæjarstúlkur ekki fengið eitt einasta stig. Þær verða svo fimm stigum frá sæti í úrslitakeppninni vinni ÍBV sigur á Gróttu í kvöld sem verður að teljast ansi líklegt. Stjarnan komst þó áfram í átta liða úrslit Coca Cola-bikarsins með sigri á Valsliðinu sem er búið að leggja það tvívegis í deildinni. Stjarnan mætir næst botnliði Gróttu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 18.00 á sunnudagskvöldið. Olís-deild kvenna Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
Stjarnan tapaði með átta mörkum, 33-25, fyrir toppliði Vals í Olís-deild kvenna í handbolta í gærkvöldi, en Stjörnukonur voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 18-14. Þetta var annað tap Stjörnunnar í röð og það fimmta í tíu leikjum í deildinni, en liðið er aðeins búið að vinna fjóra leiki af fyrstu tíu og er í fimmta sæti með níu stig. Ef deildinni myndi ljúka í dag kæmist Stjarnan ekki í úrslitakeppnina sem yrðu ævintýraleg vonbrigði fyrir liðið sem margir, ef ekki flestir, spáðu Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnuliðið tapaði aðeins þremur leikjum af 21 í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og stóð uppi sem deildarmeistari auk þess sem liðið varð bikarmeistari. Það tapaði svo fyrir Fram í lokaúrslitum Íslandsmótsins og missti þannig af Íslandsmeistaratitlinum. Töpin eru því fleiri í tíu deildarleikjum í vetur en allt síðasta tímabil. Stjarnan missti sterka leikmenn í Helenu Rut Örvarsdóttur og Hafdísi Renötudóttur en fylltu í skarðið með stórskyttunni Ramune Pekarskyte og Dröfn Haraldsdóttur. Garðabæjarliðið bætti svo við sig landsliðskonunni Þórey Önnu Ásgeirsdóttur og tók stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn. Liðið hefur spilað langt undir væntingum og aðeins náð þremur stigum í baráttunni við fjögur efstu liðin. Stjarnan vann Hauka í þriðju umferð Olís-deildarinnar og gerði jafntefli í stórleiknum við Fram í annarri umferð en síðan þá hefur Stjarnan bara unnið Selfoss, Fjölni og Gróttu sem eru einu liðin fyrir neðan Stjörnuna. Í fjórum leikjum á móti liðunum í fjórum efstu sætunum (ÍBV, Haukum og Val x2) síðan Stjarnan vann Hauka í þriðju umferð hafa Garðabæjarstúlkur ekki fengið eitt einasta stig. Þær verða svo fimm stigum frá sæti í úrslitakeppninni vinni ÍBV sigur á Gróttu í kvöld sem verður að teljast ansi líklegt. Stjarnan komst þó áfram í átta liða úrslit Coca Cola-bikarsins með sigri á Valsliðinu sem er búið að leggja það tvívegis í deildinni. Stjarnan mætir næst botnliði Gróttu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 18.00 á sunnudagskvöldið.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira